Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 35
dýrari þegar komið er fram yfir miðnætti? Frú Larsen lyfti glasi sínu og sagði: — Þú hugsar nú aldrei um neitt annað en peninga. Skál! Ég varð enn eina ferðina að fara fram og ná í meira í glösin. Og svo varð vindlakassinn að fara sinn sígilda hring. — Skál, Thomsen, sagði ég, — hvernig er það með þig, þarftu ekki snemma á fætur í fyrramálið . . . ég meina í dag, klukkan er að verða tvö . . þú færð ekki langan svefn úr þessu. Ef þið hjónin eruð komin heim um hálfþrjúleytið þá geturðu sofið... — Nógur tími fyrir svefn þegar við verðum gömul, sagði Thomsen um leið og hann þreif frú Nyberg út á gólfið í trylltan tangó. Klukkan varð hálfþrjú og enginn sýndi á sér fararsnið. Ég gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin frá og skimaði út í garð. — Það er farið að birta í austri, hrópaði ég yfir til dansaranna, — sólin er að koma upp, nýr dagur er að hefjast. — Voðalega getur hann verið hátíðlegur, sagði frú Larsen við dansherra sinn. Ekki skrýtið að hann sé skáld! Kortér í þrjú gekk ég að hljómflutningstækjunum og lækkaði tónlistina. — Uss, hafið aðeins hljótt — 'fjjglarnir! Heyrið þá syngja! Fuglarnjr^ syngja alltaf á morgnana énda er nær albjart úti. — Ég heyri, ekki í neinum fuglum, sagði frú Nyberg. Fuglar að syngja? Syngjum frekar sjálf — tralallalla. Góður þessi! Dönsum Bossa Nova. Hún þreif í mig og út á gólf. Mér fannst skórnir mínir aldrei hafa verið þrengri. — Heyrið mig aðeins, skaut ég inn í glauminn um hálffjögur- leytið. — Það small i bréfa- lúgunni — líklega morgun- blöðin. Aftur -sknúfaði ég niður í tónlistinni. — fMorgúnblöðin eru komin, ef einhver vill líta yfir fréttirnar áður en heim er haldið. Enginn hafði áhuga á frétt- Skop unum. Um hálffimmleytið trekkti ég stóru klukkuna í borð- stofunni upp. — Er einhver hér sem veit nákvæmlega hvað klukkan er? hrópaði ég inn í gleðskapinn. — Getur verið að hún sé að nálg- ast fimm? — Fimm? sagði Thomsen, — þá opna fyrstu kaffistofurnar! En látum þær bara eiga sig, það er svo ágætt hérna, sérstaklega ef við fengjum meira í glösin! Þegar klukkan var orðin ■*Mlfsex skrúfaði ég í þriðja og síðasta sinn niður í tónlistinni. — Heyrið mig nú augnablik, góðir gestir. Það er ekki svo að skilja að ég sé ógestrisinn maður eða dónalegur gestgjafi, en ég vildi bara benda ykkur á að nú er klukkan tuttugu og fimm mínútur í sex, kvöldið hefur verið sérstaklega skemmtilegt en það bara vill svo til að ég þarf að hitta útgefandann minn klukkan átta, þannig... — Þú getur fengið far með okkur! hrópaði heill kór á móti mér. Það var ekki fyrr en klukkan hálfátta að fólkið fór að tygja sig. Allir voru á einu máli um að veislan hefði verið hin herleg- asta. Aftur á móti er ég nú í leit að nýjum kunningjum. Ef þið af tilviljun heyrið af einhverju skynsömu fólki sem finnst skítt að vera ekki komið í bælið strax upp úr ellefu á kvöldin þá megið þið skila til þess að það sé hjartanlega velkomið í kvöld- verðarboð til okkar hjónanna næsta laugardagskvöld. Þýð.:ej Ég geröi mér ekki grein fyrir því hversu þung „byrði hvíta mannsins” var fyrr en ég þurfti að halda á henni sjálfur. 19. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.