Vikan


Vikan - 08.05.1980, Side 35

Vikan - 08.05.1980, Side 35
dýrari þegar komið er fram yfir miðnætti? Frú Larsen lyfti glasi sínu og sagði: — Þú hugsar nú aldrei um neitt annað en peninga. Skál! Ég varð enn eina ferðina að fara fram og ná í meira í glösin. Og svo varð vindlakassinn að fara sinn sígilda hring. — Skál, Thomsen, sagði ég, — hvernig er það með þig, þarftu ekki snemma á fætur í fyrramálið . . . ég meina í dag, klukkan er að verða tvö . . þú færð ekki langan svefn úr þessu. Ef þið hjónin eruð komin heim um hálfþrjúleytið þá geturðu sofið... — Nógur tími fyrir svefn þegar við verðum gömul, sagði Thomsen um leið og hann þreif frú Nyberg út á gólfið í trylltan tangó. Klukkan varð hálfþrjú og enginn sýndi á sér fararsnið. Ég gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin frá og skimaði út í garð. — Það er farið að birta í austri, hrópaði ég yfir til dansaranna, — sólin er að koma upp, nýr dagur er að hefjast. — Voðalega getur hann verið hátíðlegur, sagði frú Larsen við dansherra sinn. Ekki skrýtið að hann sé skáld! Kortér í þrjú gekk ég að hljómflutningstækjunum og lækkaði tónlistina. — Uss, hafið aðeins hljótt — 'fjjglarnir! Heyrið þá syngja! Fuglarnjr^ syngja alltaf á morgnana énda er nær albjart úti. — Ég heyri, ekki í neinum fuglum, sagði frú Nyberg. Fuglar að syngja? Syngjum frekar sjálf — tralallalla. Góður þessi! Dönsum Bossa Nova. Hún þreif í mig og út á gólf. Mér fannst skórnir mínir aldrei hafa verið þrengri. — Heyrið mig aðeins, skaut ég inn í glauminn um hálffjögur- leytið. — Það small i bréfa- lúgunni — líklega morgun- blöðin. Aftur -sknúfaði ég niður í tónlistinni. — fMorgúnblöðin eru komin, ef einhver vill líta yfir fréttirnar áður en heim er haldið. Enginn hafði áhuga á frétt- Skop unum. Um hálffimmleytið trekkti ég stóru klukkuna í borð- stofunni upp. — Er einhver hér sem veit nákvæmlega hvað klukkan er? hrópaði ég inn í gleðskapinn. — Getur verið að hún sé að nálg- ast fimm? — Fimm? sagði Thomsen, — þá opna fyrstu kaffistofurnar! En látum þær bara eiga sig, það er svo ágætt hérna, sérstaklega ef við fengjum meira í glösin! Þegar klukkan var orðin ■*Mlfsex skrúfaði ég í þriðja og síðasta sinn niður í tónlistinni. — Heyrið mig nú augnablik, góðir gestir. Það er ekki svo að skilja að ég sé ógestrisinn maður eða dónalegur gestgjafi, en ég vildi bara benda ykkur á að nú er klukkan tuttugu og fimm mínútur í sex, kvöldið hefur verið sérstaklega skemmtilegt en það bara vill svo til að ég þarf að hitta útgefandann minn klukkan átta, þannig... — Þú getur fengið far með okkur! hrópaði heill kór á móti mér. Það var ekki fyrr en klukkan hálfátta að fólkið fór að tygja sig. Allir voru á einu máli um að veislan hefði verið hin herleg- asta. Aftur á móti er ég nú í leit að nýjum kunningjum. Ef þið af tilviljun heyrið af einhverju skynsömu fólki sem finnst skítt að vera ekki komið í bælið strax upp úr ellefu á kvöldin þá megið þið skila til þess að það sé hjartanlega velkomið í kvöld- verðarboð til okkar hjónanna næsta laugardagskvöld. Þýð.:ej Ég geröi mér ekki grein fyrir því hversu þung „byrði hvíta mannsins” var fyrr en ég þurfti að halda á henni sjálfur. 19. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.