Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 16
POTTAR ERU , EKKI SKRAUT MUNIR Það fer varla milli mála að pottar eru dýrir hlutir og því ástæða til að vanda vel valið þegar á að festa kaup á slíkum hlut. Margir freistast til að kaupa svokölluð pottasett, en athugið nú vel ykkar gang áður en ráðist er í að kaupa slíkt. Það er ekki sama til hvers nota á pottinn og því á efnið ekki að vera það sama í öllum suðuílátunum á heimilinu. Hér á landi er mikið og gott Orval suðuíláta í búsáhalda- verslunum okkar. Fyrir þá sem ekki hafa hugsað mikið um slíka gripi kann að vera allflókið mál aðfinna einmitt rétta ílátið. Við skulum byrja á því að gera okkur grein fyrir því hver þörfin er á heimilinu, hvað þarf marga potta, hve stóra og hvaða efni á að vera í þeim. Viljum við skaft- potta eða potta með eyrum. Skaftpottar taka óþarflega mikið pláss bæði í skápum og á eldavélum, en mörgum finnst þægilegra að þurfa ekki að beita nema annarri hendinni til að flytja þá Or stað. Það skiptir lika miklu máli hvernig lag skaftsins er og eins hvernig eyrun eru löguð eða fest á pottinn. Lokið verður að falla vel og þétt að pottinum svo hitatap verði sem minnst. Þið þurfið að eiga allt að fjóra potta af mismunandi stærð og athugið vel, áður en kaupin eru gerð, hve stórar hellurnar eru á eldavélinni og hafið það í huga að botninn á pottunum sé af sömu stærð. Algengast er að fólk kaupi potta úr ryðfriu stáli, glerjaða potta úr járni og stáli og álpotta. Einnig má fá suðuilát úr eldföstu gleri, keramik og steinlelr. Þessi efni leiða þó hita illa og réttast að nota þannig ílát i ofni. í Noregi var á vegum norsku neytendasamtakanna gerð könnun á pottum af ýmsum geröum. Alls voru athugaðir 56 pottar úr margvíslegum efnum. Pottarnir voru flestir framleiddir á Norðurlöndum. Eitthvað af þeim var þó innflutt og voru það þá aðallega pottar úr glerjuðu stáli. Einnig voru með í könnun- inni þunnir, ódýrir álpottar frá Finnlandi og var sérstaklega varað við slíkum ílátum. Þeir voru of léttir og þoldu illa alla venjulega meðferð. Steikar- pönnur voru ekki teknar með í þessa rannsókn. Notagildi Þegar á að festa kaup á pottum þarf maður auðvitað fyrst og fremst að gera sér grein fyrir þvi til hvers á að nota ílátiö. Vfirleitt hugsum viö okkur að hafa einn 1) Eldfast efni leiflir illa hita, suðurtfmi er langur. Setjið aldrei ekfföst ílót tóm á heita plötu og varist miklar hitasveiflur. 2) Pottur úr glerjuðu stáli. 3) Pottur úr ryðfrfu stáli. 4) Kopar leiðir illa hita og maturinn brennur gjarna við. Kopar jjarf afl pússa svo hann líti vel út. 5) Pottar úr járni leifla illa hita en það er gott að steikja f þeim 6) Álpottar leiða vel hita og pottarnir eru léttir. pott til að sjóða í kartöflurnar, annan fyrir súpur og grauta, þann þriðja fyrir kjöt og meiri háttar suðu og þann f jórða til að sjóða í sósur og smárétti. Pottarnir eiga að vera misstórir og botn þeirra þarf að laga sig að hellunum á eldavélinni okkar. Takið því mál af hellunum áður en farið er á stúfana að leita að hentugum pottum. Það er mikilvægt að huga vel að hvernig eyrun eru staðsett á pottunum og að skaftið sé vel og þægilega lagað. Efnið í pott- unum á að leiða vel hita og þarf að þola mikinn hita. Einnig skuluð þið athuga að pottarnir séu sterklegir og þoli misjafna meðferð. Fátt finnst t.d. smé- börnum skemmtilegra en komast Ifc Vikan 19. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.