Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 24
-------------\ FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTAR MANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 1 og 5 v 24 Vikan 19. tbl. Framhaldssaga Frú Colby sendi honum fjórar konur i viðbót. Ein vildi fá 125 dali á viku og spurði hvort hann hefði kokk. Númer tvö virtist mjög þægileg og indæl mann- eskja en var svo utan við sig að hún hafði gleymt að hún var búin að ráða sig í aðra vinnu í ágúst. Sú þriðja var feitlag- in og brosmild. Hún virtist nokkuð not- hæf en hringdi skömrhu eftir að hún var farin til að tilkynna að hún hefði fengið betur borgaða vinnu. Sú fjórða var sænsk og hét frú Larson. Hún sagði strax að íbúðin væri of skítug fyrir sinn smekk. Ted tók það nærri sér því hann hafði lagt sig fram við að taka til svo að engin sænsk kona gæti sagt að íbúðin hans væri of skítug fyrir sinn smekk. Hann var að hugsa um að auglýsa sjálfur en óttaðist að slíkt hefði í för með sér fjöldaheimsóknir stórskrítinna kvenna. Svo ltann vélritaði á miða sem hann hengdi upp á auglýsingaspjald sem hékk á einum veggnum í stórmarkaðin- um handan við götuna: Húshjálp óskast frá 9 til 6. Góð fjölskylda. Hann hafði nefnilega nógu oft fengið að heyra þessa setningu: — Ég vinn bara fyrir góðar fjölskyldur. Hann fékk upphringingu frá frú Ettu Willewska sem sagðist búa í ná- grenninu. Hún sagði ennfremur að hún hefði ekki stundað slík störf um tima en hefði áhuga á að byrja aftur. Hún var lítil, feitlagin kona af pólskum ættum. Andlit hennar minnti á gljámynd af engli. Hún hafði greinilega klæðst besta kjólnum sínum í tilefni viðtalsins. hann var afskaplega hátiðlegur og úr svörtu silki. I máli hennar brá aðeins fyrir er- lenduni hreim en hún sagði honum stolt frá því að hún og maður hennar hefðu fengið bandarískan ríkisborgararétt fyrir þrjátíu árum. Þau áttu uppkominn, kvæntan son. Hún hafði unnið heimilis- störf fyrir aðra um árabil, en síðan í þvottahúsum. Maður hennar vann við verksmiðjustörf í Long Island City. Hún áleit að hún mundi hafa gaman af að vinna aftur fyrir góða fjölskyldu. Svo spurði hún Ted spurningar sem enginn annar hafði spurt: — Hvers konar drengur er hann? Ted var ekki viss um svarið. Hann vissi það svona hér um bil. en hann hafði aldrei áður þurft að skilgreina persónu leika Billys. — Hann er afar indæll. Stundum á hann það til að vera feiminn. Honum þykir gaman að dunda við leiki. Hann hefur gott málfar. Hann vissi ekki hverju hann gæti svaraðfrekar. — Má ég líta á hann? spurði hún. Þau gægðust inn um dyrnar á Billy sem svaf vært hjá fólkinu sinu. — Hann er fallegur, hvíslaði hún. Ljósið frá anddyrinu féll á andlit Billys og hann hrökk skyndilega upp. — Þetta er allt i lagi, elskan min. Þetta er bara ég. Og þetta er frú Willewska. — Frú Willewska. endurtók Billy þreytulega. — Farðunúafturaðsofa. Þau fóru aftur inn í stofu og hún sagði: — Hann er greindur. Hann bar nafnið mitt alveg rétt fram. Það eru margir sem geta það ekki. Ted velti því fyrir sér hvort það væri ekki erfitt að bera nafn sem fólk gæti ekki borið rétt fram. — Ég veit ekki hvort hann er greindur. Það er ósköp erfitt að dæma um það, hann er ekki nema fjögurra ára En ég held að hann sé greindur. — Þér eruð lánsmaður, herra Kramer. Hann hafði ekki litið á sig sem neinn lánsmann að undanförnu. Þau spjölluðu um væntanlegt starf hennar og hann sagðist geta greitt henni 110 dali á viku. Honum fannst hann ekki geta borgað henni minna en það sem frú Colby setti upp. Gat hún ekki komið og unnið í nokkra tima til reynslu? Gat hún byrjað á mánudaginn? Hún sagðist vera ánægð með að vinna fyrir hann og gæta Williams. Þegar hún var að fara spurði hún hvers konar mat Ted vildi fá þegar hann kæmi heim frá vinnu. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir þvi að matseld fylgdi líka með í kaupunum. Svo að nú hafði liann konu með engiaandlit sem ætlaði að elda kvöldmat fyrir hann og annast Billy. Thelma hafði ráðlagt honunt að fara eftir rödd hjarta sins við ráðningu á húshjálp — og sú rödd sagði honum að þetta væri rétta konan. Hann hringdi til frú C'olby og sagðist hafa fundið húshjálp. Hún sat niðursokkin við listana sína og sagðist vona að konan hans færi nú að ná heilsu. Nú gat hann hringt til allra hinna. Hann var búinn að koma skipulagi á lif sitt. Hann gat sagt við foreldra sína: — Konan min er farin frá mér, en þið þurfið ekkert að springa í loft upp yfir þvi. Við höfum fengið alveg indælis hús- hjálp. Ég sá um að koma lagi á hlutina. Hann gat sagt við tengdaforeldra sina: — Vitið þið hvar Jóhanna er? Eins og þið vitið sennilega er hún farin frá mér. Við höfum fengið húshjálp — alveg indælis manneskju. Hann gat sagt: — Ég þarfnast ekki hjálpar ykkar. Ég ætla að hafa Billy og það verður allt i lagi með okkur. Og þannig vil ég hafa það. Hann fór inn til Billys, staðnæmdist við rúmið hans og horfði á hann. Hvers konar drengur var hann? Var hægt að dæma um það við fjögurra ára aldur? Hvers konar drengur yrði hann? Hvernig yrði líf þeirra? — Það verður allt i lagi með okkur, Billy. Við höfum frú Willewska. Við höfutn hvor annan. Drengurinn hreyfði sig í svefninum. niðursokkinn í barnslega drauma sina. Hann bærði varirnar og tautaði eitthvað óskiljanlegt. Þetta var töfrandi sjón en Ted fannst sem hann gæti ekki njósnað um einkalíf Billys á þennan hátt. Hann átti engan rétt á því. — Hafðu engar áhyggjur, litli drengur. Það verður allt í lagi með okkur. Hann kyssti hann en hörfaði síðan frá rúminu. Barnið var langt inni í draumalandinu. Hann tautaði eitthvað um Snata. SJÖUNDI KAFLI Móðursjúk. Kveinandi. — Hvað áttu við með því að hún hafi bara farið frá þér og barninu? Hvað áttu við? vældi móðir hans eins og þessi endurtekning væri nauðsynleg til að koma þessum tíð- indum til heilans. — Fór bara? Frá þér og barninu? Ahhh! Hann kannaðist vel við þessi kvein frá bernskudögum sín- um. — Hvað áttu við með því að þú hafir verið gripinn þegar þú læddist inn I Gamla bíó? Hvað áttu við með því að þú sitjir nú á skrifstofu framkvæmdastjór- ans? Á þessum tíma rak faðir Teds mat- sölu i sömu götu svo að framkvæmda- stjórinn hringdi þangað i stað þess að kalla á lögregluna. Ted og Johnny Martin höfðu ætlað sér að læðast óséðir inn eins og herdeildin í Árás í morguns- árið en i stað þess voru þeir teknir til fanga af dyraverðinum. — Hvað áttu við með því að sonur minn sé glæpa- maður? Ahhhh! — Ég vissi ekki að þú ættir svona lagað til, strákur. sagði bróðir hans eftir að framkvæmdastjór- inn hafði skipt á þessum stórglæpa- mönnum og vænum bita af steiktum kalkún. Áður en Billy fæddist höfðu Ted og Jóhanna farið til Fort Lauerdale til að sjá nýju íbúðina þeirra með stórum garði i nágrenni sundlaugar. Meðan Harold horfði á sjónvarpið fór Dóra út með þau til að sýna þeim umhverfið. — Þetta er yngri sonur minn, Ted, og konan hans, sagði hún. Synir voru kynntir með at- vinnugrein sinni, dætur eða tengda- dætur með atvinnugrein eiginmannsins. — Ted er sölumaður, sagði hún, en hún minntist aldrei á að hann seldi auglýs- ingadálka, þar sem henni var ekki alveg Ijóst hvað það var. Það hefði verið auð- veldara að útskýra tilverurétt hans hefði hann verið ríkur áfengisheildsali eins og bróðir hans. — Þetta er eldri sonur minn. Ralph, hann er heildsali og verslar L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.