Vikan


Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 08.05.1980, Blaðsíða 23
klukkan níu á kvöldin, heima hjá mér. Og ég vildi helst að þetta gengi nokkuð fljótt fyrir sig. — Allt í lagi, herra Kramer. Ég hringi til yðar seinna i dag. Thelma og Charlie litu inn, Thelma kom með steik með sér. Hún var grann- vaxin, aðlaðandi kona, rúmlega þrítug. Aðaluppistaða hennar virtist amerískar snyrtivörur, litað hár, snertilinsur sem hún pírði í gegnum, nýtísku fatnaður, matarkúrar að ráði sérfræðinga — hefði hún haft aðeins minni auraráð hefði hún verið ósköp venjuleg kona eins og hún var þegar hún var þreytt og hafði ekki kraft til að skeyta um útlitið. Nú var hún eitthvað mitt á milli. Brottför Jó- hönnu hafði dregið úr henni kjarkinn og neytt hana til að horfast i augu við vandamálin í sínu eigin hjónabandi, sem varð til þess að hún varð aftur að hefja meðferð hjá sálfræðingi. — Ég vildi óska að ég vissi af hverju hún gerði þetta, sagði hún. — Kannski var þetta bara stundar- brjálæði, sagði Charlie varfærnislega eins og til að forðast steinkast í eigin glerhúsi. — Það er alveg greinilegt að ég giftist tannlækni en ekki sálfræðingi, sagði hún hvasst. Ted, sem fann til sektarkenndar vegna vitneskju sinnar um Charlie, forðaðist að mæta augum þeirra. — Hún var byrjuð að tala um að fara út og vinna, en mér fannst það of dýrt fyrir okkur. Nú þarf ég hvort sem er að greiða fyrir húshjálp án þess áð fá það sem hún hefði getað lagt af mörkum hefði hún verið kyrr. — Það er svei mér fyndin útkoma, sagði Charlie. — Þú hefðir sem sagt borgað brúsann í báðum tilfellum. Og hann hló of ákaft að eigin fyndni sem engum öðrum fannst fyndin. — Þegiðu, Charlie, hrópaði Thelma og Ted fann að hans eigið ólán var orðið að deiluefni fyrir þau. — Geturðu ekki séð hvað maðurinn þjáist, sagði hún til að dylja eigin kvöl. Hún veit það, hugsaði Ted. Allir vissu að Charlie hélt fram hjá henni. — En hvers vegna fór hún? Töluðuð þið aldrei saman, spurði Thelma og rödd hennar lýsti ávítum á viðstadda karl- menn. — Nei, sennilega ekki mikið. — Þú mátt ekki misskilja mig, Ted. Mig langar ekki til að særa þig. En mér finnst hún að sumu leyti hafa sýnt mik- inn kjark. — Láttu ekki eins og asni, Thelma. — Haltu þér saman, Charlie. — Ég á við að það þarf kjark til að gera eitthvað sem er svona algjörlega á móti öllum venjum. Og að sumu leyti virði ég hana fyrir það. — Thelma, ég get engan veginn séð að hún hafi sýnt kjark. Það lýsir engum kjarki fyrir mér að hlaupast á brott frá öllu saman. Hann var að missa stjórn á skapi sínu, gat ekki leynt reiðinni lengur. — Og þetta helvítis rauðsokkukjaft- æði. Jóhanna var ekki meiri rauðsokka en — Charlie. — Haltu mér utan við þetta, Ted. — Hvaða fjandans máli skiptir af hverju hún fór? Hún er farin. Og það virðist skipta þig meira máli, Thelma, en mig. — Jæja, Ted? — Helvítis leiknum er lokið. Og þú ert eins og íþróttaþulur sem situr í stúk- unni sinni og þykist vera að skýra hann. Hvað með það hvort við töluðum saman? Leiknum er lokið. Hún er farin. — Og þó hún komi til baka muntu aldrei vita af hverju hún fór. — Húnkemurekkitilbaka. Hann greip bréfið frá Jóhönnu sem lá á borðinu. Vantaði þau eitthvað til að tala um? Best að leyfa þeim að sjá hvað þetta var viðbjóðslegt. Hann ýtti bréfinu að Thelmu. Hún renndi augunum yfir það og var vandræðaleg vegna þeirrar stefnu sem málin höfðu tekið. Ted þreif það af henni og sýndi Charlie. — Indælt, ha? Og er þetta hetja? Hún er ekkert annað en lúalegur lið- hlaupi. Og hún er farin. Það er allt og sumt. Earin. Hann tók bréfið. bögglaði það saman og henti því fram í anddyri. — Ted, sagði Thelma. — Kannski væri það góð hugmynd fyrir þig að leita ráða einhvers staðar — þó Jóhanna hafi ekki viljað það. Þú gætir talað við sál- fræðinginn minn. — Hvers vegna ætti ég að þarfnast sálfræðings þegar ég á svona góða vini? — Það er nú óþarfi að vera and- styggilegur, Ted, sagði Charlie. — Ég veit að þú ert æstur. . . — Þetta er rétt hjá þér. Og nú vildi ég gjarnan fá að vera einn. Ég þakka ykkur fyrir steikina og ánægjulegar sam- ræður. — Það er ekkert athugavert við dá- litla sjálfskönnun, Ted, sagði Thelma. Þau kvöddust fremur kuldalega, varir Teds snertu Thelmu varla þegar hann kyssti hana á kinnina. Hann langaði ekki í meira af neinni sjálfskönnun eða nánari útskýringar á hegðun Jóhönnu. Hann langaði ekki að heyra fleiri kenn- ingar hjá vinum sínum. Þeim var nær að reyna að lappa upp á sitt eigið hjóna- band og láta hans í friði. Hann langaði bara til að fá sér húshjálp og koma skipulagi á hlutina. Venjulegt lífs- mynstur, einhvern til að vera heima hjá Billy. Eftir að því Var komið um kring var Jóhanna dáin. Erú Colby sendi ungfrú Evans í viðtal til hans. Hún var lágvaxin, gömul kona sem sýndi alveg ótrúlega andlega orku með því að tala stanslaust um það sér- staka mataræði sem hún yrði að hafa. Hún varð að borða alveg sérstakan ost, óbragðbætta jógúrt, ósaltað brauð frá náttúrulækningafélaginu, ekkert af þess- um brauðum sem þeir sykra. Hún bað um að fá að sjá alla íbúðina og byrjaði ekki á herbergi Billys heldur baðherberg- inu. Hún tók alveg sérstaklega fram að það væri ekki af því að hún þyrfti að nota það, hún vildi bara sjá það. Ted áleit að það væri vegna meltingartrufl- ananna. Hann hafði uppi á frú Roberts sem auglýsti sjálf í Times. Þar lýsti hún sér sem góðum kokki sem hefði sérstakt lag á börnum. Hún kom, risavaxin kona frá Puerto Rico sem hafði sjálfsagt góðan umboðsmann á bak við sig úr því að hún hafði komið saman svona góðri auglýs- ingu undir jafn ensku nafni og frú Roberts. Sjálf talaði hún varla nokkra ensku. — Ég vinna fyrir marga spanska difflómata. — Einmitt það, sagði hann kurteis- lega. — Marga spanska forstora. Málið varð sifellt flóknara. — Jæja, ég á einn litinn dreng. — Og konurnar? — Elognar. — Loco, sagði hún. Hún kleip hann hressilega í kinnina. Hann vissi ekki hvort það átti að tákna atorku hennar eða kynferðislega upp- örvun, en hann verkjaði að minnsta kosti í kinnina. — Hefurðu annast börn áður? — Ég eiga sex. Puerto Rico. Bronx. Sá litli tuttugu og tveggja. Ef hann réði frú Roberts mundi Billy verða orðinn spönskumælandi fimni ára. — Þúsæt. — Afsakið? — Þú sæt manneskja. Annaðhvort var hún að reyna að koma með ósæmilegt tilboð eða þá að umboðsmaður hennar hafði ráðlagt lostafulla framkomu. En hvort heldur var leiddu frekari spurningar í Ijós að frú Roberts var ekki einu sinni á lausum kili. Hún var að fara í „leyfar" tii Puerto Rico þar sem maður hennar vann fyrir „difflómat". Þegar hún fór var Ted bú- inn að finna út að difflómat var diplómat. forstori forstjóri og að frú Roberts var sæt manneskja en engin Mary Poppins. Hann fór á fleiri vinnumiðlunarskrif- stofur, las blaðaauglýsingar og rakst á nokkrar sem vildu vinna við daghjálp. Laglega konu frá Jamaica með hljóm- mikla rödd sem Ted hefði gjarnan viljað nota til að lesa fyrir sig sögur undir svefninn eða kannski eitthvað annað. En því miður gat hún bara unnið á sumrin. Alvörugefna konu sem kom til viðtals í stífuðum, hvítum búningi. Hún sagðist vera ensk barnfóstra á eftirlaun um. Eleiri kynslóðir barna höfðu kallað hana fóstru en hún treysti sér ekki lengur til að vinna allan daginn. Var ekki nóg að hún ynni tvo og hálfan dag i viku? írska konu á grófum gönguskóm sem tók sjálf af skarið með því að skamma Ted fyrir að leyfa konu sinni að fara sem sjálfsagt vissi ekkert hvað hún var að gera. Prú Colby hringdi og sagði að það væri köllun hennar i lífinu að finna Ted húshjálp sem allra fyrst þar sem hún hefði fengið persónulegan áhuga á þessu máli vegna hins sorglega fráfalls konu hans. Hún hafði greinilega blandað Jóhönnu saman við slysasögur sínar. 19. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.