Vikan


Vikan - 08.05.1980, Side 47

Vikan - 08.05.1980, Side 47
Að setja mörk Tilgangurinn með því að setja lög sem banna foreldrum að slá börn á ekkert skylt við það að börn eigi að fá leyfi til þess að haga sér eins og þau vilja og að ekki eigi að banna börnum né setja þeim mörk. Það er ekki verið að reyna að örva hið svokallaða „frjálsa uppeldi”, þegar börnum var sama sem ekkert bannað, lítið var gripið inn i athafnir þeirra og þau fengu að ráða sér mikið sjálf. Flestir sálfræðingar nú á dögum álíta að það sé nauðsynlegt að setja börnum einhver mörk og stoppa þau í ýmsum athöfnum. Það getur gefið börnum mikla óöryggiskennd ef þau fá ekki einhverjar reglur og mörk um hvað má og hvað ekki má. Það er hins vegar mikilvæg spurning í þessu sambandi hvaða mörk á að setja. Þó að ekki sé hægt að gefa algildar reglur í því sambandi er það hins vegar víst að þau mörk sem sett eru verða að fara eftir aldri og þróunarstigi barnsins. Það væri t.d. fásinna að vera með boð og bönn við ungbörn eða að reyna að fá þau til að skilja samhengi hluta og orsök og afleiðingu. Börn á aldrinum eins til þriggja ára skilja t.d. ekki að slegið sé á fingurna á þeim eða á kinnina í þeim tilgangi að fá þau til að hætta einhverju. Þau finna bara til án þess að skilja samhengið á milli þess að slegið sé í þau og að eiga að hætta einhverri athöfn. Flvað viðvíkur börnum á virkum aldri, eins og eins til þriggja ára, er hins vegar augljóst að þau verður að stoppa í ýmsum athöfnum, t.d. ef þau ætla að eyðileggja hluti, skemma sjónvarp, hljómflutningstæki og því um líkt. En það má gera á margan hátt, eins og að færa börn burt, reyna að beina athyglinni að öðru, gera eitthvað nýtt fyrir þau, svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að setja börnum mörk á margan hátt. En mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir hvaða mörk þeir vilja setja og hvers vegna og fram- fylgi síðan settum ásetningi. Að leyfa eitt í dag og annað á morgun, að vera strangur annað veifið og eftirgefanlegur hitt, er ekki að setja mörk. Það getur bæði gert börn rugluð í ríminu og haft í för með sér að fullorðnir verða pirraðri út í barnið, þar sem uppeldisaðferðirnar bera engan árangur. Að sýna reiði Fullorðnir verða oft reiðir við börn. Reiði veldur þvi oft að börn eru slegin. Margir eiga erfitt með að sýna reiði. Það er hins vegar ein af aðferðunum til að sýna börnum að foreldrar vilji að þau hegði sér á ákveðinn hátt, að þeir sýni reiði sína og segi af hverju þeir eru reiðir. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að sýna smábörnum reiði á sama hátt og stærri börnum, þar sem þau skilja iðulega ekki hvað sagt er. En ef reiði er sýnd í eðlilegu samhengi getur það oft komið í veg fyrir barsmíðar. □ 19. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.