Vikan


Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 7

Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 7
I SAFN FLUTT — Hrafn, þú settir fyrir nokkrum árum fram hugmynd um að flytja hús Byggðasafns Reykjavíkur í Árbæjarhverfi niður í Hljómskálagarð. Meint- irðu eitthvað með þessari uppá- stungu? — Ég skrifaði í Helgarpóstinn fyrir tveim árum hugleiðingu um að flytja Árbæjarhúsin í Hljómskálagarðinn. Hugmynd- in er ekki úr lausu lofti gripin, hún er afleiðing mikilla umræðna á þeim tíma um gömul hús í Reykjavík. Mér hefur alltaf fundist Reykjavíkurborg berangursleg og miðbærinn allt að því fjand- samlegur mannlegum sam- skiptum. Menn voru á þessum tíma að velta því fyrir sér hvað hægt væri að gera til að lífga miðbæinn við. Eitt af því sem kveikti þessa hugmynd var að þvi ágæta kaffihúsi Tröð í Austurstræti var lokað um þetta leyti, og miðbærinn virtist vera að gefa upp öndina. Ég held að það hafi verið Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem þá sló fram þeirri hugmynd, á sinn hátt, að borgarstjórn réði 2000 fótgangendur til að vera á ferli í miðbænum. Menn töldu það gustukaverk að bjarga gömlu húsunum með því að flytja þau í Árbæinn. Og út af fyrir sig álít ég það virðingarvert að flytja gömul hús burt, fremur en að rífa þau. Það má líkja því við að koma góðu málverki fyrir í geymslu. Af ýmsum ástæðum hefur þurft að rífa þessi gömlu hús úr sínu upphaflega umhverfi. En ég tel ekki rétt að setja þau niður bara einhvers staðar. Ég vil að þau hafi notagildi og sem flestir geti notið þeirra. Til hvers að geyma falleg málverk endalaust inni í geymslu? — Hvað hugmyndir hefurðu um nýtingu Arbœjarhúsanna í Hljómskálagarðinum? — Ég vil beina skemmtana- lífinu í miðbæinn, meðal annars með þvi að flytja gömul hús í Hljómskálagarðinn. Búa til skemmtanahverfi, — þetta myndi auðvelda löggæslu og svefnfriður yrði betri í úthverfum borgarinnar. Margir tóku þessari uppástungu minni sem gríni, eða svöruðu því til að í garðinum væri ekkert pláss, og engin hús til að flytja. 1 Hljómskálagarðinum er aldrei neinn. Garðurinn er núna einna líkastur hallargarði enskra greifa frá nítjándu öld, til að skjóta héra í eða elta refi. Hljómskálagarðurinn hefur aðeins notagildi þá örfáu sólar- daga sem dynja á okkur, það er hægt að nýta svæðið mikið betur. Erlendis eru skemmtistaðir of.t^st nget ^aman í hverfi, en því er ekki að fagna hérlendis'. Dreifing skemmtistaða um alla borgina, virðist gerð með það fyrir augum að skapa leigu- bílstjórum atvinnu. Allir vita að einn dýrasti liður- inn við ferðir á skemmtistaði er leigubílakostnaðurinn. Að mað- ur tali nú ekki um allt kvefið og hálsbólguna sem menn safna í sig i vetrarfrostunum, reikandi um í norðanbálinu í leit að leigubíl. Ég get vel hugsað mér að í Hljómskálagarðinum verði komið upp einskonar vísi að Tívolí eins og það er í Kaupmannahöfn, þótt ekki ætti bara að apa það eftir. En það þyrfti að skapa rétt andrúmsloft i kringum þessi hús, gefa þeim gildi með líflegu umhverfi. — Viltu setja þessa hugmynd um flutning Árbæjarhúsanna í stærra samhengi? — Já, ég hugsa mér að fleiri gömul hús yrðu sett niður á gras- balanum fyrir neðan Bernhöfts- torfuna. Síðan ætti byggingar- línan að halda sér út Frikirkju- veginn, yfir Hljómskálagarðinn og jafnvel alla leið út að Norræna húsi. Reykjavíkurborg á húsið í Hallargarðinum að Frikirkju- vegi 11, og ég vil láta nota það fyrir ráðhús Reykjavíkurborgar. Enginn veit hvað gera skal við gamla Miðbæjarskólann við Frí- kirkjuveg, en þar mundi ég vilja koma fyrir stjórnarskrifstofum Reykjavíkurborgar. Nú hefur svæðið umhverfis Alþingishúsið verið skipulagt í þá veru, að starfsemi Alþingis verður komið fyrir í húsunum umhverfis Alþingishúsið, en það sjálft verður notað sem fundar- salur. Á sama hátt vil ég láta nota Fríkirkjuveg 11 fyrir fundarsali, en koma starfsemi borgarstjórnar fyrir í næstu húsum. Félagsleg þjónusta við táningá i RfeýkjáVfk*^^"' í lágmarki, það vita flestir. Auðvitað er alls ekki auðvelt að annast félagslega þjónustu við unglinga, en einhver verður að ríða á vaðið. Slík þjónusta af ýmsu tagi, gæti orðið hluti af endurlífgun miðbæjarins, eins og ég hef minnst á. Það er til nóg af húsnæði, ég nefni sem dæmi gamla Iðnskólahúsið við Tjörn- ina. Og svo náttúrlega húsin sem flutt yrðu í Hljómskálagarðinn. 32. tbl. Vikan7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.