Vikan


Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 11

Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 11
Erlent Anthony A. Plantou komst á spjöld sögunnar þegar hann fyrstur manna kynnti falskar tennur í Bandaríkjunum 1817. Þrátt fyrir tiikomu falskra tanna héldu alvöru tennur gildi sínu og voru meira en samkeppnisfærar ef á annað borð náðist i þær. Þannig voru tennur úr föllnum hermönnum. sem börðust við Waterloo 1815, eftirsóttar og hétu ein- faldlega Waterlootennur. Einnig voru tennur ur fórnarlömbum þrælastríðsins í Bandaríkjunum fluttar með skipum yfir til Englands þar sem markaður var góðurogverðágætt. Ýmsar tilraunir voru gerðar i því skyni að búa til betri og fullkomnari tennur en áður þekktust. Til er skjalfest dæmi um mann sem brann til bana vegna þess að tennurnar hans nýju voru svo eldfimar. Fuðruðu þær upp þegar maðurinn kveikti sér i vindlingi. Einnig lagði tyggigúmmiverksmiðja út i fram- leiðslu gervitanna sem höfðu það fram yfir aðrar tegundir að við þær festist ekki tyggjó. en það hafði viljað brenna við um aðrar gerðir. Margir hafa þvi lagt hér hönd á plóg- inn eins og sjá má og enn eru nýir að bætast við. Þrátt fyrir allt sér enn ekki fyrir endann á tannraunum mannkyns og tilraunir enn i gangi. Það nýjasta eru tannréttingaspangir sem unglingar eru látnir ganga með. likjast einna helst hluta af geimferðahjálmi og eru svo fyrirferðarmiklar að krakkagreyin komast ekki inn í strætisvagn nema nota afturdyrnar eins og konur með barna vagna. E.J. Þau Eileen Getty, 20 ára, og Christopher Wilding, 25 ára, hafa opinberað trúlofun sína og tilvonandi tengdamamma Ijómaraf hamingju. Skilurðu nú hvað ég átti við? Hefurðu nokkuð imprað á þvi við þennan unga mann hvað hann ætlist fyrir með dóttur okkar? ENGAR FJÁRHAGSÁHYGGJ U R Liz Taylor Ijómaði af hamingju. Hún skildi eiginmanninn eftir i Washington og tók næstu flugvél til Los Angeles til að taka þar þátt í trúlofunarveislu sonar síns. Christophers Wilding. Og hún hafði svo sannarlega ástæðu til að vera hamingjusöm því það var enginn fátæklingur sem sonurinn hafði krækt sér í. Hin tilvonandi brúður hans er Eileen Getty, barnabarn olíumilljóna- mæringsins Jean Paul Gettys. Christopher hefur ekki alltaf verið móður sinni til ánægju. Hún sá fyrir honum árum saman, þar sem hann hafði andstyggð á fastri vinnu. eða þangað til hann kynntist Eileen Getty sem hefur nú fengið hann til að læra Ijósmyndun. Liz vonar að hjónaband hans verði endingarbetra en hjónaband eldra bróðurins.Michaels, sem fór I vaskinn eftir tuttugu mánuði. En þeim Christopher og Eileen liggur ekkert á að hugsa um slika hluti því þau geta ekki gift sig fyrr en eftir þrjú ár. Afi gamli setti nefnilega það skilyrði í erfðaskrá sína að Eileen mætti ekki gifta sig fyrr en hún væri orðin 23 ára. ella missti hún af arfinum. Og þar sem um er að ræða 200 milljónir á ári er biðin vel þess virði. Christopher átti það til að krækja sér i smápeninga sem öskukall. HLAUPÁRS- BARN Inn f glæsilegt fjölbýlishús i Paris var borin stór afmælisterta með 15 kertum. Einkennisklæddur þjónn kom með 15 rauðar rósir. Og þegar einn af gestunum kom loks með stóran pakka skreyttan tölunni 15 úr silfri gat dyra- vörðurinn ekki lengur orða bundist og spurði: — Afsakið. herra minn. En hver á afmæli? Ég veit ekki til þess að nokkurt barn búi hér í húsinu. Gesturinn hló og svaraði: — Það er Michéle Morgan sem heldur upp á afmæliðsitt. Dyravörðurinn var steinhissa þvi hann vissi að þessi vinsæla, franska leikkona var jafnvel miklu eldri en utlit hennar ber vitni um. En svo fékk hann lausnina á gátunni: Michéle varð sextug þennan dag sem var aftur á móti 29. febrúar. Þess vegna gat hún með réttu haldið upp á 15 ára afmælið. Hún skemmti sér konunglega yfir þessu uppátæki vina sinna og sagði: — Það er ekkert sem tryggir æskublómann jafnlengi og vera fæddur á hlaupársdag. 32. tbl. Vikanll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.