Vikan


Vikan - 07.08.1980, Page 30

Vikan - 07.08.1980, Page 30
Draumar Kyssti mig beint á munninn Kæri draumrádandi! Ég hef aldrei skrifad þérfyrr en nú langar mig til að fá draum ráðinn sem mig dreymdi, Hklegafyrir tæpum mánuði. Hann er svona: Mér þótti lœknir, sem er dá- innfyrir nokkru, vera að kyssa mig beint á munninn og það rækilega. Ekki fannst mér ég hafa neitt á móti kossi hans en svaraöi honum ekki, var dálítið feimin. Ekki fannst mér að neinn væri nálægt okkur. Draumurinn var ekki lengri. Það er yfirleitt frekar slæmt að dreyma lækni en þó er það sjúkum ósjaldan fyrir bata. Nafn læknisins merkir einmitt sigursæld i draumi og undirstrik- ar það jákvæðar hliðar tákn- anna. Því geturðu búist við að einhver vanheilsa sem þú hefur átt við að stríða muni vera á undanhaldi og ýmislegt annað breytist einnig til betri vegar. Trúlofun og gifting Kæri draumráðandi. Eg ætla að biðja þig um aö ráða þennan draum sem mig dreymdi. Eg nota þrjá bókstafi fyrir þrjár persónur, X, Z og K. Ég var upp við altari og ég var að trúlofa mig í kirkju. Strákurinn sem ég var að trú- lofast er fræg fótboltastjarna (eða X). Presturinn kom og við héldum fyrst, ég og X, að gefa ætti okkur saman í hjónaband. í miðri athöfninni kom síðan ráðherra og hann lagðist á fjóra fætur og við áttum að vera góð við hann. Við vorum orðin undrandi og spurðum prestinn hvers konar gifting þetta væri? Hann sagðist hafa haldið að þetta ætti að vera trúlofun. Við höfðum aldrei heyrt um trúlofun í kirkju. Ég man að þaö varfátt í kirkj- unni. Þegar við komum út úr kirkjunnifannst mérX birtast og svo allt í einu kom annar strákur, sem ég veit hver er og er hrifin af í alvöru, við skulum kalla hann K, en aftur á móti þekki ég X ekki, ég hef bara séð myndir af honum í tímaritum og sjónvarpi. Svo var ég allt í einu komin upp i félagsheimili (ég var í brúðar- kjól). Þar varfullt affólki sem ég hef aldrei séð (útlendingar). Þar hitti ég vinkonu mína Z og sagði við hana að ég væri að fara að giftast K. Hún trúði mér ekki og sagði að ég vœri of ung. Síðan kom K til mín og fór með mig til prestsins. Þar giftumst við. Ég labbaði heim og lenti í basli við nágranna minn. Ég labbaði inn í bílskúr- inn hans og hann hélt að ég væri aö njósna um sig. Hér kemur annar draumur: Eg var að labba eftirgötu og tveir skólabræður mínir á eftir mér. Þeir hvísluðu hátt svo ég gæti heyrt hvað þeir voru að segja: Sjáðu, þarna er mamma litla, og ,viy; fieira um þetta málefni. Ég var ófrísk, komin á steypirinn. Barnsfaðirinn er strákurinn K i hinum draumn- um. Ég fór upp á sjúkrahús og lét hjúkrunarkonu athuga mig. A llt í einu fékk ég hríðir og allt í einu var ég búin að eiga barn- ið. Það var sveinbarn. Svo labbaöi ég út úr sjúkrahúsinu, barnið var eftir. Síðan fór ég á stefnumót við K ogþá vaknaði ég, því miður. Með fyrirfram þökkfyrir ráðninguna. Draumadísin. Báðir draumarnir taka um of mið af hugsunum þínum í vöku og því erfitt að greina á milli raunverulegra tákna og þess sem enga þýðingu hefur. Ýmislegt bendir til að þú munir eiga láni að fagna í vali þínu á maka síðar á ævinni. Síðari draumurinn er í raun undirstrikun þess fyrri og að auki fyrirfinnst í honum ýmislegt sem bendir til að þú eigir á stundum erfitt með að greina á milli draums og veru- leika. Því skaltu fara varlega í allar ákvarðanir sem geta haft langtímaáhrif og gæta þess að tengjast engum einum af gagn- stæða kyninu til frambúðar á næstu árum. Staðhættir á Sauðárkróki Kæri draumráðandi. Ég ætla nú loks að láta verða af að senda þér draum sem mig dreymdi fyrir 6 árum. Hann hefur alla tíð vafist fyrir mér og ég þykist fullviss að hann tákni eitthvað sérstakt. Mér fannst ég aka uppfjall. Neðst í fjallinu var mjög kröpp beygja, síðan ajlíðandi halli upp til vinstri. Með mér í bíln- um voru vinir mínir, þ.á m. maðurinn minn núverandi. Við vorum heldur kát og hress. Á vinstri hönd rétt ofan við beygjuna var stórt hvítt hús og þar þótti mér einhver segja að væri fjórðungssjúkrahúsiö á Sauðárkróki. Við fórum inn í húsið. Þar var heldur dimmt miðað við birtuna úti og langir gangar, en ekkert ógeðfellt. Þar hitti ég reyndar konuna sem ég leigði hjá. Hún var mikið veik og sagðist hafa áhyggjur af því að hún gæti ekki treyst tveim mönnum sér nákomnum. Ekki veit ég nöfn þeirra. Ég talaði eitthvað við hana. Hún virtist treysta mér vel en samt var þetta heldur erfiður kafli í draumnum. Við fórum aftur út, og áfram upp fjallið, og mér fannst allt í einu að það vœri mjög árla morguns. Sólin virtist vera að koma upp fyrir fjallið, e.t.v.fjallaskarð. Himinninn var mjög Ijósblár. mikil birta, næstum ofbirta. Vegurinn lá beint upp fjallið og við ókum beint þangað upp. Lengri varð draumurinn ekki. Hins vegar varð þessi draumur til þess að ég fór til Sauðárkróks sumarið eftir (þetta dreymdi mig síðla vetrar eða snemma vors). Þang- að hafði ég aldrei komið. Stað- hætti þekkti ég en ýmislegt hafði breyst, þó eingöngu mannvirki, t.d. var byggð ofan við sjúkrahúsið sem ekki var í draumnum. Sjúkrahúsið var á sínum stað. auðvitað ekki fjórðungssjúkrahús. Það var hins vegar ekki hvítt lengur en hafði verið það áður en hverflð ofan við það var byggt, u.þ.b. 10 árum áður. Vegurinn lá ekki áfram upp í fjall, eins og i draumnum, en fjallið var alveg eins og í draumnum og allt um- hverfl. Við bevgjuna neðst voru olíutunnur, sem ekki voru í draumnum, og spilltu mjög þessari fallegu beygju. En þetta er sem sagt ekki hluti draums- ins. Geturðu ráðið þetta fyrir mig? Þolinmóð. Krappa beygjan í upphafi draumsins táknar einhver snögg umskipti í lífi þínu og jafnvel allra sem í bílnum voru. Stóra hvíta húsið táknar ýkkur ein- hverja sameiginlega reynslu sem reynist ekki jafnánægjuleg við nánari kynni og hún virðist vera í upphafi. Löngu gangarnir tákna ýmsar leiðir ykkar í átt íil þroska og myrkrið inni merkir erfiðleika við að ná settu marki. Þegar þessari sameiginlegu reynslu ykkar lýkur birtir til og hvert ykkar um sig fer að lifa ánægjulegri atburði. Þið hefjið nýtt líf og jafnframt má ætla að eftir það verði lífsgangan mark- vissari. Ekki mun þó samband ykkar slitna alveg en breytast á marga vegu eftir því sem árin líða. Sennilega kemur það ykkur á óvart hversu lítið gagn þið höfðuðhvert um sig af reynsl- unni sameiginlegu (ef til vill sam- býli) en fátt í því sambandi er þó skaðlegt og getur orðið skemmti- iegt í minningunni. Konan, sem þú hittir í draumnum, undirstrikar ein- göngu margt það sem reynist ykkur þungt í vöfum og hún gæti haft einhver afskipti af ykkur á tímabili, bæði bein og óbein. Endir draumsins spáir góðu um framtíðina, líklega hvað ykkur öll varðar en þó sér- staklega dreymanda. Margt bendir til að eitthvert langþráð takmark náist en þó ekki erfið- leikalaust. 30 Vikan 32. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.