Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 2

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 2
38. tbl. 42. árg. 18. sept. 1980 Verð kr. 1500 GREINAR OG VIÐTÖL: . 2 Gcní>ið um lUlcuvík — Vikan röltir um Hclguvík ug huKsar mcð fuglunum. 4 Mannlíf á hærri stöðum. Við stöldrum við hjá Hraune.vjafossi og lítum á mcnn og mannvirki. 8 Flug nyrst á Grænlandi. íslcnding- ar hafa lengi vcrið duglegir að stunda flug til Grænlands og flug þar innanlands. Nú lítum við á það scm cr að sjá nyrst á norðurslöðum. 14 Guðfinna Eydal ræðir um spurningu scm margir verðandi for- eldrar vclta talsvcrt fyrir sér: Eiga fcður að taka þátt í fæöingunni? 24 Nú dugar ckki lengur að hugsa um steik og rauðgraut. Nú scgir Jónas Kristjánsson frá veitingahúsi í Róm: Níu rcttir í forrctt: Giarrosto Toscano. 26 Hcr cr rabhað við hljómsvcitina Hvcr, og auðvitað cr plakatið i miðjunni mcð mynd af Hvcr. 50 Miðill birtir hluti úr lausu lofti — Ævar R. Kvaran skrifar um undar- lcg atvik. SGGUR: 16 i lorð í leiftursýn. Sakainálasaga cltirOrla Johansen. 22 Þoriiðu aö scgja það al'tur — Willv Brcinholst. 38 Holocausl — framhaldssaga cftir Gcrald Grccn — 9. hluti. ÝMISLEGT: 20 Austurstrætistísk.i. Tískufrömuðir hcimsins kcppast uni að sýna mönnum og scgja þeim fvrir um „rcttan” klæðaburð — cn hvcr cr tískan manna á meðal? Þaö könnuðum við í Austurstræti á dögunum. 22 Stjörnuspá. 29 Hnýtingar cru ckki cins crfiðar og þið gætuð haldiö. Við kynnum hnýtingar og hvað hægt cr aö gera í því efni. 46 Það voru iudiánarnir scm hyrjuðu. Sagan um hcngirúmin. Forsíðumyndin sýnir forláta hengirúm og hve auðvelt er að láta fara vcl um sig í þvilikum grip. Ljósm.: Jim Smart. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingar: Birna Kristjánsdóttir. Ritstjóm i Siðumúla 23. Auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu 1500 kr. Áskriftarverð kr. 5000. pr. mánuð, kr. 15.000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða kr. 30.000 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar: nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Um málefni neytenda er fjallað í samráði við Neyt- endasamtökin. Mest um fugla Gengið um Helguvík I þann mund er byggð sleppir, þegar ekið er eftir þjóðveginum frá Keflavík í Garðinn, kemur í ljós kirkjugarður á hægri hönd. Handan þessa kirkjugarðs í austurátt frá þjóðveginum er Helguvík. Gönguferðin hefst eftir að farartækinu hefur verið lagt við aðalhlið kirkjugarðsins. Umhverfis hann er stór vírnets- girðing og er haldið norðan girðingar í átt að Hólmsbergs- vita. Selvíkin er norðan Helgu- víkur, og Hólmsbergsviti stendur 13 metra hár á Hellisnípu milli víkanna tveggja. Á sólbjörtum sumardegi er afar fallegt um að litast í Selvikinni, af þverhníptum hamrinum við Hólmsbergsvita. Myndin er tekin alveg niður við jörð nálægt Helguvíkinni, svo að greinilegt er hve slétt landið er. Húsin tilheyra Kefla- víkurkaupstað. Yfir sveimar stálfugl, sem er sérhæfður I að leita stálfiska. Fuglalif á þessum slóðum er fjölbreytt með afbrigðum. Ekki virðast mannaferðir tíðar þarna, fuglarnir styggðust blaðamann Vikunnar ekki hið minnsta. Að baki blaðamanns sveimaði hins vegar stór og styggur fugl gerður af mannahöndum, herþyrla ein ógurleg. Von bráðar hvarf hún þó sjónum, þegar haldið var áleiðis niður brekku sem liggur milli þverhníptra hamranna við Selvikina. Frá Selvíkinni liggur leiðin svo upp og yfir Hellisnípuna framhjá Hólmsbergsvita, í suðurátt að Stakksnípu. Af henni sér yfir alla Helguvikina. Þar ægir saman kríu, langvíu, álku og ýmsum máfategundum. Þarna er fuglalífið ekki síður fjölskrúðugt en í Selvíkinni, alveg við bæjardyr Keflvíkinga. Landið milli Helguvikur og þjóðvegarins er ósköp flatneskjulegt, og þar er fátt sem gleður augað. Athyglin beinist ósjálfrátt að ýmsum og mismun- andi herfuglum, sem stíga á loft eða setjast á Keflavíkurflugvelli í beinni sjónlínu frá Helguvík. Á milli ber nýtt ibúðarhúsahverfi í Keflavik. En við látum stálfuglana ekki trufla okkur og klifrum niður í Helguvikurfjöruna, þar sem fyrir augu hefur borið ókenni- legt skipsflak. Við nánari athugun tókst samt ekki að ráða gátuna um þessar leifar liðins manntíma. Efst á Stakksnípu við Helguvik trónir tréstöng, máluð í svörtum og hvítum litum. Kannski gefur þetta landamerki til kynna hvar byggingarland Keflavíkur- kaupstaðar endar. Víða á svæðinu upp af Helguvík eru skringilegar merkingar. Af hól einum sér annars vegar í beina línu til Hólmsbergsvita en til flugvitans á Keflavíkurflugvelli, ef maður snýr sér hálfhring. Frá hólnum í átt að kirkju- garðinum liggur leiðin yfir allsæmilegan akur. Þá er kom- ið að kirkjugarðsgirðingunni sunnanmegin, og þaðan er skammur spölur að farartækinu aftur. -jás 2 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.