Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 63

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 63
Draumar Valdi spaða- sjöuna Kæri draumráðandi! Mér leikur forvitni á að vita hvort þér finnst eftirfarandi draumur merkja eitthvað: Ég var heima hjá foreldrum mínum og u.þ.b. 10 manns aðrir, sem koma ekki við sögu, og átti að fara að spila félags- vist. Ég hélt á spilabunka og afhenti hverjum eitt spil, nokkurs konar aðgöngumiða. Þá kom maður, sem heitir V. Ég rétti honum efsta spilið I bunkanum, sem var spaðaþristur, en hann vildi hann ekki, tók af mér bunkann, valdi spaðasjöuna úr honum og sagði eitthvað á þá leið að þetta væri happatalan sín (frekar en uppáhalds). Ég varð alveg hissa á þessu og sagði: „Hvers lags, ” þegar hann tók af mér spilin, bjóst ekki við þessu af manninum. Síðan var farið að spila og sátu allir saman við borð. Eitthvað þurfti að skipuleggja hver spilaði á móti hverjum, en ég veit ekki á móti hverjum ég átti að spila. Eini maðurinn sem ég man eftir við borðið heitir G. Held að V hafi ekki verið. Seinni hluti draumsins var miklu óskýrari. Með fyrirfram þökk. R. Að sitja við spilaborð þýðir yfir- leitt að dreymanda bjóðist innan skamms tækifæri til að auka tekjur sínar að mun frá því sem áður var. Spaði í draumi tengist oft einhvers konar leiðindum, veikindum eða fjárhagstjóni, en um það er varla að ræða hvað þennan draum varðar. Um nákvæma merkingu þessa draums er ekki hægt að fullyrða nema draumráðandi fái gleggri upplýsingar en hér fylgdu um ýmislegt sem þessu fólki tengist í vökunni, því hér er um greinilegan tákndraum að ræða, sem tengist mjög sterkt ákveðnum atvikum í vökunni. Sennilega táknar þessi draumur ákveðna atburði sem verða innan skamms og ýmislegt þar að lútandi kemur þér vægast sagt mjög á óvart. Óhætt mun að fullyrða að þetta tengist þér og þínum nánustu og ef ekki verði varlega farið muni meiri háttar árekstrar og erfiðleikar á næsta leiti. En fátt er svo með öllu illt . . segir einhvers staðar og svo mun einnig verða í þetta skiptið. Blómakarfa að gjof Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum fyrir stuttu, sem miglangarað fá ráðinn. Mér fannst ég fá mjög fallega blómakörfu að gjöf frá manni sem er dáinn fyrir nokkuð mörgum árum en ég var honum ekki málkunnug. Mér fannst þetta vera 60 ára afmæli en nú er ég orðin 68 ára. Á körfunni voru, auk mjög fallegra blóma, borðar, sem voru alveg logagylltir eins og gull á litinn, en ofan á körfunni var pakki og þegar ég tók hann upp var þar þriggja álma silfurkertastjaki. Lengri var draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk. Kona úr Kefavík. Yfirleitt táknar afmælisgjöf í draumi að þiggjandi gjafarinnar muni verða einhvers happs eða heiðurs aðnjótandi og er þá ósjaldan um endurgjald til hans að ræða fyrir veitta aðstoð eða greiða. Hins vegar er erfitt að fullyrða um merkingu þessa draums nema vita nafn mannsins, sem í draumnum afhenti blómakörfuna. Nafn hans er lykiltákn þessa draums og ræður öllu um hvort þarna er á ferðinni mjög góður draumur eða einhver fyrirboði slæmra atburða. Draumur um eitt og annað Elsku draumráðandi! Ég bið þig um að ráða þennan draum fyrir mig. Hann byrjar svona: Ég var I strætis- vagni og hann klessti á eitthvað. Þegar ég kom út úr bílnum sá ég vinkonu mína standa þar með tvo hesta, annar var svartur en hinn hvítur. Hún varð samferða mér. Við fórum yfr girðingu þar sem hún skildi hestana eftir og þar sá ég aðra hesta. Annar var brúnskjóttur en hinn brúnn. Hún spurði hvort mig langaði á hestbak og ég sagði: „Mig langar svo á hestbak (ég er nýbúin að læra að sitja hest) að ég er að drepast. ” Svo tók hún einn hest og spurði mig hvernig hann væri á litinn. Ég sagði grár en hún sagði að hann vœri hvítur. Svo gengum við af stað en þegar við heyrðum fótatak fyrir aftan okkur tókum við til fótanna og komum að hliði. Hún festist í hliðinu af hræðslu en mér tókst að losa hana. Við sáum tvo stráka og beygðum til að sjá bíóútstillingu. Þá spurðu þeir okkur hvort við vildum koma með þeim í bíó. Eg sagði strax já því ég var hrifn af öðrum þeirra en hún sagði nei. Síðan talaði ég við hana og hún sagði já við strákana. Þessir strákar hétu SogJ (ég þekki þá ekki). S bauð mér og J henni. S tók utan um mig og J utan um hana. Við vorum byrjuð að vera saman. Daginn eftir vorum við á leiðinni í skólann, bara ég og vinkona mín. Við fórum gegnum hliðið sem við fórum áður út um. Þar kom ég auga á bræður mína. Þeir réðust á okkur. Við skriðum út um hliðið og gengum í átt til skólans. Við sáum strákana frá því daginn áður sitja og borða ís. Eg hljóp til S og bað hann að gefa mér sleik af ísnum. Hann sagði já. Eg kyssti hann á kinnina fyrir og kveðjukoss. Ég sá strákinn sem ég var hrifin af og sá hvernig hann horfði á mig kyssa S. Önnur stelpa sem ég þekki og strákur- inn eru í sama bekk. Eg spurði hvenær hann hefði komið. Hún sagði klukkan 6. Eg sá síðan þá sem ég varð samferða ganga inn í skólann. „ Við erum orðnar of seinar, ” sagði hún. „Ég veit það, ” sagði ég. Við fórum úr útifötunum og ég var að laga mig til þegar stelpan opnaði dyrnar og kennarinn sagði: „ Við erum búin að leysa gátuna fyrirykkur. "Síðan lét hún okkur fá kött sem við áttum að lita eftir tölustöfum. Eini tölustafurinn á kettinum mínum var II. Þakka þér kærlega fyrir að birta þetta bréf. R.G. N.G. Þið vinkonurnar getið átt von á viðburðaríkum vetri og líklega mun ýmislegt sem tengist skólanum koma ykkur á óvart. Gætið þess að framkvæma ekkert í fljótfærni og allar skemmtanir í vetur geta reynst ykkur afdrifaríkar ef ekki er varlega farið. Þið gætuð báðar tengst einhverjum af gagnstæða kyninu sterkum böndum á næstu mánuðum, en hvort þau sambönd verða haldgóð eða ykkur vinkonunum til góðs er ekki hægt að fullyrða um. Til þess er draumurinn ekki nægilega markviss og einnig virðast dagdraumar tengjast ýmsum táknum þannig að ekki verður greint á milli hvort er i nokkrum tilvikum. Að muna draumtölur i vöku er yfirleitt talið dreymanda mikið happ en þá er oftast átt við hærri tölur. Þarna er frekar um að ræða aðvörun og þú skalt gæta þess að láta ekki glepjast um of af fagurgala og er þar einkum átt við kunningja af hinu kyninu. * * Jæja, nú ertu að minnsta kosti kominn með svarta beltið. 38. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.