Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 30
Handavinna Hnýtingar hafa orðið mjög vinsælar á síðustu árum. Ekki svo að skilja að menn hafi ekki i aldanna rás hnýtt hnúta, sumir kváðu jafnvel ekki binda bagga sína sömu hnútum og samferöa- mennirnir. En hnýtingar, sem skreytilist og nytjalist, hafa verið í mikilli sókn síðasta áratug, jafnvel lengur, hnýtingar sem sumir kjósa fremur að néfna erlenda nafninu macramé, er reyndar eldgömul iðja. Af og til finnast i erlendum blöðum uppskriftir að fallegum blóma- hengjum eða þaðan af flóknari fyrirbærum sem eiga það sammerkt að vera HNÝTT. Flestum þykir þessi kúnst of flókin fyrir sig, einn og einn kaupir sér bók um efnið og æ fleiri fara á námskeið í kúnstinni, svo margir reyndar að venjulega komast mun færri að en vilja. í þessari VIKU þótti okkur því tilvalið að taka saman hvers kyns efni um hnýtingar, sýna einfalda hnúta og nokkur undir- stöðuheilræði sem gott getur verið að eiga, gefa upplýsingar um hvar hægt er að komast á Hún hefur kennt hnýtingar, verslað með allt sem við kemur hnýtingum og er auk þess mikil- virk i hnýtingum sjálf. Hún leyfði okkureinmittaðtaka myndiraf sumu því sem hún hnýtti sérstaklega fyrir heimilissýning- una í Laugardalshöll. Hnýtingar eru kannski ekki svo ýkja flóknar, þegar til á að taka, hægt er að vinna stykki sem virðast býsna flókin upp úr tveimur grunnhnútum eða svo. En best er að brýna það strax fyrir öllum sem ætla að fara að spreyta sig á hnýtingum að byrja á nógu einföldum verkefnum. HNÝTINGAR ERU MIKIÐ ÞOLINMÆÐISVERK, en ef vel tekst til er árangurinn líka vel þeirrar þolinmæöi virði. Þeim sem hafa aðstöðu til aðsækja hnýtinganámskeið er yfirleitt eindregið ráðlagt að gera það. Þar eru lika möguleikar á að spreyta sig á fallegum en flóknum verkefnum undir tryggri handleiðslu sem getur komið í veg fyrir mörg leiðinleg mistök. En best er auövitað að sniða sér stakk eftir vexti, það er miklu skemmtilegra að eiga fallegt og einfalt blómahengi en sjötugasta part úr risastóru og flóknu vegg- teppi. Ekki eru þó allir svo vel í sveit settir að geta komist á hnýtinganámskeið hvenær sem þeim þóknast þó kvenfélögin úti um allt land hafi nú verið nokkuð dugleg við að finna kennara í ýmsum greinum handavinnu til að kenna á námskeiðum. Og þá er alltaf reynandi að fikra sig áfram eftir blöðum og bókum. Þessar uppskriftir hrökkva áhugasömum kannski skammt en alltaf er þá hægt aðskrifa stærstu bókaverslunum og fá bækur um hnýtingar á norður- landamálum eða ensku. Þær eru flestar svo vel myndskreyttar að auövelt er að átta sig ef maður hefur einu sinni eitthvað fiktað við að hnýta. Veturinn er framundan, gott að geta gripiö í handavinnu á kvöldin, jafnvel yfir sjónvarpinu. Sumir verða jafnvel svo áhuga- samir að þeir uppgötva ekki fyrr en þulurinn tilkynnir dagskrárlok að þeir hafa steingleymt að horfa á veðurfréttirnar. Og eitt enn: ef veriö er að hnýta breitt stykki, gardínukappa eða annaö slíkt, er ekkert því til fyrirstöðu að öll fjölskyldan sitji saman við þessa iðju. Og þótt einn og einn hnútur verði kannski öðrum lausar eða fastar hnýttur þá er þetta nú alltaf handavinna og gerir ekkert til þótt ekki sé á henni verksmiðjuáferö. En það er auðvitað smekksatriði. HNYT IN6AR eru ekki eins erfiðar og þið gætuð haldið Okkur til aðstoöar i þessari VIKU var Guðfinna Helgadóttir. námskeið í hnýtingum og loks að sýna þá óendanlegu fjölbreytni sem hægt er að ná út úr hnýtingum. Þar er tínt til það sem markverðast þótti úr erlendum blöðum og bókum en megináhersla þó lögð á að sýna hvað gert hefur verið hér á landi, hvers konan í næsta húsi hefur verið megnug eða sjómaöurinn á loðnunni i vetur. Hnýtingar eru reyndar ein af fáum tegundum handavinnu sem ekki hefur með góðu móti verið „tekin frá" fyrir annaðhvort kyniö, eins og t.d. hekl og útskuröur. Allt sem menn hafa áður lært í hnýtingum kemur að einhverju gagni, hvort sem það er slaufa á skóreim- unum eða tyrkneski poka- hnúturinn með lykkju, sem færustu skátar kunna. Þó er líklegt að rembihnúturinn sé haldbesta undirstaðan því margt er nýtt og margt örlítið frábrugðið því sem gagnar á tyrkneskan poka (hvernig sem hann nú lítur út) eða Iðunnarskó. 38. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.