Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 6
Vinnustaður ÍJr hinum sögufræga knattlcik, Loftur Ásgeirsson meö hjálminn I miðju. Hver skyldi trúa því að þessir menn væru að vinna 1 67% halla? Það er hvorki mcira né minna en svona hratt. En ég nefndi smiðina hjá Fossvirki af sérstakri ástæðu vegna þess að ég fékk bæði bráðskemmtilega lýsingu af leik þeirra við yfirmenn og verk- fræðinga og einnig myndir, sem staðfestu meginatriði frásagnar- innar. Einhverjum þótti frá- sögnin, sú sem ég tók niður, vera helst til fjörlega sögð og rétt' og skylt að taka fram að ekki er vist að allir hafi séð leikinn í þessu ljósi en ég gef einurn áhorfenda orðið: „Ágætis framlenging á hausnum ” Þetta byrjaði víst allt á því að smiðimir hjá Fossvirki skoruðu á yfirmenn og verkfræðinga sama fyrirtækis í fótbolta. E.t.v. hafa þeir haft hugmynd um að varla fleiri en 2 þeirra höfðu spilað fótbolta að ráði, a.m.k. var þeim vel kunnugt um eigið ágæti í þessum listum. Smiðirnir eru sagðir hafa haft á orði að það væri sigur út af fyrir sig ef yfirmenn yrðu svo farlama daginn eftir að þeir yrðu ófærir um að stjórna að nokkru gagni. Leikurinn hófst eins og flestir leikir hefjast og yfirburðir smiðanna komu fljótt í ljós en dómari gerði sem hann gat til að halda leiknum í jafnvægi (nafn hans fylgdi ekki með en hann var fenginn frá Landsvirkjun). Best gekk honum að halda leiknum í jafnvægi með því að vísa aðgangshörðum smiðum út af velli. E.t.v. er þarna kominn sannur verndari lítilmagnans. Annars var víst mesta furða hvað þeim óæfðu gekk, þrátt fyrirallt. Yfirmenn fóru að sjálfsögðu að lögmálum sem gefast best í verktakabransanum, „bara að bæta við mannskap ef illa gengur”. Auk þess léku margir þeirra með hjálma og það reyndist gott ef skalla þurfti og skipti þá ekki öllu máli þótt hausinn væri ekki alveg á réttum stað á réttum tima því hjálmurinn reyndist ágætis framlenging á höfðinu. Þrátt fyrir hetjulega baráttu smiða unnu þeir ekki nema með 2 marka mun, 5-3, en sumir töldu að það væri vegna þess að ekki tók því að telja öll mörk þeirra. Hvort sem sagan er 100% rétt eftir höfð af mér eða heimildar- manni mínum og hvort sem allir hafa séð leikinn í þessu ljósi eða ekki þá held ég að hann gefi nokkuð góða mynd af því andrúmslofti sem helst myndast á vinnustað þar sem menn eyða bæði vinnudegi og frístundum í tiltölulega afmörkuðum hópi. Og svona ykkur að segja, lesendur góðir, þá held ég að leikurinn hafi, ef eitthvað var, verið enn sögulegri en gengur og gerist. Enginn einangrunarbragur Mörgum finnst tilhugsunin um að vinna uppi á hálendi fjarri mannabyggð hálf Vissuð þið að öll bréfa- viðskipti milli fyrirtœkj- anna við Hrauneyjafoss fara fram á ensku? Guðmundur Halldórsson hlær hér dátt yfir spilum. Þau eru vinsæl i kaffitimum og sumir pripa í þau livcnær sem færi pefst. Borðtennis og boltaævintýri Borðtennis er vinsæl íþrótt hjá starfsmönnum þarna uppfrá en margir kjósa að fást við stærri bolta og stunda fótbolta. Smiðirnir hjá Fossvirki eru taldir sérstaklega sleipir í þeirri íþrótt og áreiðanlega eru margir á staðnum leiknir við að fást við knöttinn líka. 6 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.