Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga kirkjurnar aftur upp. Heydrich, þessar blóðsúthellingar eru aö verða meira en við ráðum við.” „Rólegur,” sagði Heydrich. „Það eru gyðingar sem eiga í hlut.” Luther varð öskureiður. „Já! Sem stjóma bönkunum, blöðunum, verð- bréfamörkuðunum, kommúnistavélinni rússnesku! Sem hvísla i eyrun á Roose- velt!” Heydrich hallaði sér áfram. „Taktu mín orð fyrir því, doktor. Það lyftir enginn fingri til varnar gyðingum.” Eichmann kinkaði kolli til samþykkis. Þetta virtist vera rétta stundin til að liðsinna yfirmanni mínum. „Auk þess höfum við sterkan, lagalegan grundvöll. Við erum að taka af lífi — og það skiptir engu hvernig við gerum það — óvini ríkisins, njósnara, hryðjuverkamenn. Slíkt er afsakanlegt í stríði.” Nú var búið að þagga niður i Luther um þetta mál og hann nefndi aðeins nokkur minni háttar til viðbótar. 1 sumum löndum, þá aðallega í Noregi og Danmörku, var vafasamt að ibúarnir sýndu samstöðu með áætlun okkar. ltalir voru heldur ekki sérlega samvinnuþýðir. ‘ Þeir ypptu öxlum og afsökuðu sig. Mússolíni er ekki heill í þessum efnum. Og jafnvel Franco — en hann er auðvitað hlutlaus — hefur falið gyðinga, leyft þeim að laumast inn i Spán. Hvar sem SS hefur mætt sterkri andstöðu, aðallega kristinna íbúa einhverra svæða, þá hefur ekki verið eins kröftuglega unnið að lausn gyðingavandans. Þegar fram í sækir, sagði Luther sáttfús, ætti þetta auðvitað ekki að vera neinum vandkvæðum bundið í Balkanlöndunum og Austur-Evrópu, þar sem gyðinga- hatriðer talsvert. Aðrir óbreyttir borgarar voru greini- lega i uppnámi en þögðu þó. Enginn virtist hafa neinu við þetta að bæta. Loks varð Frank að orði að kenning Heydrichs um að láta gyðingana „vinna” þar til þeir dyttu niður væri alger vit- leysa. Flestir gyðingar í Póllandi væru svo langsoltnir og sjúkir að þeir gætu engri vinnu sinnt. „Þess vegna erum við að byggja nýjar búðir,” sagði Eichmann mildilega. „Já, og ég veit til hvers!” argaði Frank. Hann er sami ræfillinn og ég hitti í Varsjá fyrir einu og hálfu ári. Annars vegar lætur hann sig enn dreyma um fegurð laganna, um hið afstæða hugtak réttlæti. Hins vegar er hann ákveðinn í því að sýnast engum okkar mitini maður. „Mundu hvað Foringinn sagði einu sinni við lögfræðingahóp og þá líður þér betur,” sagði Heydrich og brosti. „Ég man það ekki,” urraði Frank. Heydrich sneri sér að mér. „Dorf?” Ég þekkti tilvitnunina. „Hér stend ég með byssustingina mína og þarna þið með lagabókstafinn ykkar. Við skulum sjá hvaðsigrar.” Þetta var ágætur endir á Gross- Wannsee fundinum. Síðar komum við fáeinir útvaldir saman i einkaskrifstofu Heydrichs, horfðum á logana leika sér i stórum arn- inum, drukkum franskt koníak og reykt- um. Eichmann, Heydrich og ég sungum gamla söngva og skáluðum, stóðum fyrst á gólfinu, siðan á stólum, svo á borði og risum hærra og hærra með glösum okkar. Heydrich sagði að það væri gamall norður-þýskur siður. Yfirmaður minn dottaði við arininn og við Eichmann ræddum ákvarðanirn- ar sem teknar höfðu verið þá um daginn. „Timamarkandi, gjörsamlega tíma- markandi,” sagði Eichmann. „Heimur- inn skilur takmark okkar ekki fyllilega.” „Kannski kærir hann sig ekki um það," sagði ég. „Ó, okkur hefur tekist glæsilega að breiða yfir það. Það trúir okkur enginn og margir vilja ekki trúa okkur, ekki einu sinni gyðingarnir.” Ég hallaði mér fram. „Segðu mér, Eichmann, sem gömlum vini, efastu nokkurn tima? Aldrei?” „Að sjálfsögðu ekki.” Hann hikaði ekki einu sinni. „Við erum að fram- kvæma vilja Foringjans. Við erum her- menn. Hermenn hlýða.” „En þetta hvernig Foringinn kemur aldrei sjálfur á þessa fundi . . . hvernig skipanir hans til Himmlers og Heydrichs virðast, nú jæja, fara í kringum kjarna málsins.” „Það skiptir engu. Hann hefur sagt þetta aftur og aftur. Hann ætlaði að hengja alla gyðinga í Munich, sagði hann 1922, og byrja svo á öðrum borgum. Minnstu þess, Dorf, aðeinu lög okkar, eina stjórnarskrá okkar, er vilji Foringjans.” Auðvitað hafði hann á réttu að standa. „Hann veit þá líkast til af þessari nýju stefnu.” Eichmann tæmdi koníaksglasið. „Hann hefur ekki áhuga á smáatriðun- um. Hann stendur í striði á tveim víg- stöðvum. En hann vill að verkið verði unnið. Og hann mun kunna vel að meta það. Þú veist hvað hann sagði fyrir mörgum árum: „Það gerist ekkert innan hreyfingar minnar án þess að ég viti af því og samþykki það.” ” Ég dáist að Eichmann. Hann hefur skýran en óþjálfaðan huga og hann kann að koma skipulagi á hlutina, eins og góðum foringja ber. Hann hefur iðu- lega sagt mér að hann finni ekki til neinnar óbeitar á gyðingum. Frá sagn- fræðilegum sjónarhóli finnst Eichmann þeir meira að segja heillandi — stofn- endur helstu trúarbragða heims, frammámenn i vísindum, listum, alls kyns menntum. Hann hreykti sér enn á ný af tímanum sem hann eyddi í Palestinu sem njósnari og hebresku- kunnáttu sinni. („Erfitt tungumál, Dorf,” sagði hann, „algjörlega yfirgengi- legt málfræðikerfi.”) Á sinn heillandi hátt beindi Eichmann samtalinu nú að konu minni og börnum sem hann mundi vel eftir siðan þann dásamlega dag sem hann var gestgjafi okkar í Vin. Fjölskyldu hans leið vel, sagði hann, þrátt fyrir gremjulegan vöruskort vegna stríðsins og einstaka skemmdarverk. Ég var í ljúfu skapi og ánægður og ég sagði: „Það leikur enginn efi á því, Eich- mann, að við vinnum þetta erfiða starf fyrir fjölskyldur okkar, fyrir konur okkar og börn. Þau veita okkur hugrekki og styrk.” Hann var mér sammála. „Við erum skuldbundnir næstu kyn- slóð Þýskalands. Ákvarðanirnar sem við tökum i dag — þó þær virðist hræðilegar — eru algert skilyrði fyrir hreinleika kynstofns okkar, fyrir lífsskilyrðum vest- rænnar siðmenningar.” Seinni kynslóðir hafa ef til vill hvorki styrkinn eða viljann að Ijúka verkinu. Eða tækifærið. Ég hugsa um heimili mitt, fjölskyldu mína, og ég veit að við breytum rétt. Við drukkum þögulir á skrifstofunni og Heydrich svaf, örmagna eftir langan, þreytandi dag. Frásögn Rúdís Enn flökkuðum við. Eftir að við sluppum frá Babi Yar fréttum við að flökkuhópar skæruliða væru á ferli í skógum Úkrainu. Við vildum slást í einn slikan. Við heyrðum litið um Babi Yar. Úkrainsku bændurnir — sem voru ekki allir jafnruddafengnir og huglausir og landsmenn þeirra sem tóku þátt í fjölda- morðunum í skriðunni — ypptu öxlum þegar við spurðum um það. En atburðurinn var ekkert leyndar- mál. Gömul og japlandi tannlaus bónda- kona sagði Helenu að 140 bílhlössum af fötum hefði verið dreift meðal fátækra kristinna manna í Kiev og nágrenni. „Frá gyðingunum,” sagði hún í sifellu. „Frá gyðingunum.” Einn kaldan morgun fór Helena að skjálfa. Hún svaf í fangi mínu í hálfónýt- um kofa sem einhver hafði skilið eftir auðan þegar hann fór Guð veit hvert, kannski genginn í Rauða herinn, kann- ski var hann orðinn fangi. Það var kalt í veðri og rakt. Ég hafði stolið nokkrum teppum og við sváfum saman og reynd- um að hafa yl hvort af öðru. „Mér er kalt,” sagði hún. Það glamr- aði í tönnum hennar. „Komdu nær mér.” „Það þýðir ekkert, Rúdí. Mér verður aldrei framar heitt.” Ég neri hendur hennar og úlnliði en hún vildi ekki láta hressa sig upp eða hlýja sér. „Ég get ekki hlaupið lengur,” volaði hún. „Mér er kalt. Ég er svöng." „Þér finnst að við hefðum átt að vera kyrr í Prag.” „Ég veit það ekki . . . ég veit það ekki. Við hefðum að minnsta kosti fengið mat þar. Ég var með íbúðina mína, átti vini. ..” „Vinir þínir eru allir komnir i vinnu- búðir.” „Ég er þér til byrði,” sagði hún. „Ég græt of mikið.” Ég leit á fátæklegar eigur okkar á borðinu — málmbolla og -diska, skeiðar. Svo tók ég bollann upp og þeytti honum i arininn. „Djöfullinn. Djöfullinn." Hún settist upp í rúminu og var farin að gráta hástöfum. „Rúdí, þetta er von- laust.” Ég greip um hana og lyfti henni upp af hálmdýnunni. „Nei. Nei. Þú hélst yfir mér fyrirlestra um sionistalandið sem þú og foreldrar þinir viljið gera í Palestinu, úti í einhverri eyðimörk umkringdri af aröbum. Heldurðu að þú komist þangað með því að sitja á rassinum og grenja? Með því að gefast upp fyrir öllum sem ógna þér? Náunginn með skeggið sem talaði um þetta — hvað hét hann aftur?” Fávisi mín kom henni til að hlæja. „Ó, Rúdí, þú ert klikkaður. Hann hét Herzl.” „Jæja, þessi draumur hans er víst lítils virði ef gyðingarnir læra ekki að berjast. Heldurðu að þú fáir þetta land þitt nema þú drepir fólk? Eða án þess að margir gyðingar verði drepnir?” Hún skalf. „Fyrirgefðu. Ég man ekki til þess að mér hafi nokkru sinni verið svona kalt. Ég get ekki haft áhyggjur af | Herzl þegar mér er svona kalt.” Ég gróf í frœinni jörðinni fyrir utan [ kofann og fann fáeinar næpur sem höfðu ekki verið hirtar haustið áður. Þær voru frosnar og skemmdar en kann- ski gat ég skorið af þeim æta bita. Lítill gulur köttur elti mig aftur inn í kofann. „Lokaðu augunum,” sagði ég við Helenu. „Ég er með gjöf handa þér.” 42 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.