Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 25

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 25
á grænmetið er ekki hellt ameriskum sósum, heldur aðeins olífuoliu og kannski ediki eða sítrónusafa. Annar aðalréttur okkar var það, sem Giarrosto Toscano er frægast fyrir, „Bistecca alla fiorentina" eða þversneið af nautahrygg að hætti Flórensmanna. Þetta var hrikalega þykk og viðáttumikil rifjasteik, rauð, blóðug og safarík, grill uð á kolum og aðeins krydduð með salti, svo að kjötbragðið naut sin vel. Hinn aðalrétturinn var svipuð þversneið af kálfahrygg, bæði þykk og víðáttumikil. Þessi kálfagrillsteik var ekki síðri en nautagrillsteikin. Hún var bæði rauð og meyr. Hvor aðalrétturinn um sig kostaði 7.500 lírur og salatið 1.500 lirur. Á eftir fengum við okkur hinn fræga, ítalska ost, Parmigiano, þennan gamla og harða, sem molnar. Hann kostaði 2.000 lírur. Einnig var boðið upp á fersk jarðarber, ýmsa ávexti og tertur. Og svo auðvitað þetta indæla, italska kaffi, sem alltaf er jafngott. Að fastagjaldi og þjónustugjaldi meðtöldu kostar svona veisla 11.000 krónur, en auðvitað er engin ástæða til að borða svona mikið. Forrétturinn einn eða nautasteikin ein hefði nægt. Cesarina: Flóttakona frá Bologna Ef þú býrð á hóteli i nágrenninu og vilt breyta til, prófa eitthvað annað en Giarrosto Toscano, er ágætt að ganga áfram eftir Via Campania, uns komið er að þvergötunni Via Piemonte til hægri. Þar er Cesarina á númer 109. Giarrosto Toscano er með sérrétti frá borginni Flórens og héraðinu- Toskaniu. en Cesarina er með sérrétti frá borginni Bologna og héraðinu Emilíu. Frúin, sem á staðinn og stjórnar eldhúsinu, rak áður veitingahús í Bologna. Henni leiddust yfirráð kommúnista i borgarstjóm þar nyrðra og færði sig til Rómar. Hún hefur á skömmum tima aflað sér mikilla vinsælda. komið veitingahúsi sinu í fremstu röð og hefur fjölmenna hirð fastra viðskiptavina. Hún býður ágætt pylsusalat, tortellini, Parmaskinku, mortadelle, sjávarréttavagn, svo og góða eftirrétti, Hér rœður signora Cesarina rikjum. (Ljósm. KH) Barberini torg er við neðri enda manniifsgötunnar Via Veneto. einkum „semifreddo Cesarina" og ekki má heldur gleyma þurru og fersku vininu frá Lambrusco. Verðið er jvið hærra en í Giarrosto Toscano eða um 12.000 krónur veislan. Þessi veitingahús og raunar allt Ludovisis hverfið umhverfis Via Veneto er við hliðina á hinum miklu og skemmtilegu Borghesegörðum. Um hverfis garðinn eru fleiri veitingahús og verður sagt frá þvi í næstu Viku. Jónas Kristjánsson (Ciiarrosto Toscano, Via Campania 29, simi 46 42 92, lokað á miðviku- dögum og frá 20. júlí til 5. ágústj. • Cesarina, Via Piemonte 109, simi 46 08 28, lokað á sunnudögum og i ágústl. í næstu Viku: Al Fogher ir 38. tbl. Vikan Z5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.