Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 15

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 15
Guofinna Eydal Eiga feður að taka þátt fœðingunni? i tekin sem eðlilegur hluti af lifinu, seni atvinnulífið ætti t.d. skilyrðislaust að taka tillit til. En konur eru aldar upp i þvi að þegja og tala um sin mál sem heilaga leyndardóma sem séu ekki almennt áhugaverðir. Eitt af þeim málefnum sern heyrist litið um er hvort faðir á að vera viðstaddur og þátttakandi í fæðingu eða Ein meginástæða til þess hve bók Deu Trier Mörch, Vetrarbörn, varð vinsæl er að hún er ein af örfáum konum sem opinberaði reynslu kvenna um fæðingar. Þetta er bók sem hefur verið þýdd á ótal tungumál einmitt vegna þess að hún var skrifuð af konu sem sjálf hafði farið i gegnum þessa reynslu og hafði þor og vilja til þess að koma þessari reynslu frá sér. Þetta er bókin sem margir hafa sagt um: ..Af hverju hefur þetta ekki verið skrifaðáður." Konur hafa fram á þennan dag átt mjög erfitt með að lýsa því hvernig þær skynja fæðinguna nema í litlum. þröngum. vinkvennahópi. Það á hins vegar ekki bara við um fæðingar að konur eigi erfitt með að orða og lýsa reynslu sinni. Þær eiga yfirleitt erfitt með að opinbera reynslu sina um eigin málefni. Þetta á t.d. við um málefni eins og kynlif. getnaðarvarnir og breytinga- skeið. Þetta eru allt efni sem teljast til leyndarmála. Það á einnig við um þessi málefni eins og barnauppeldi að þau eru gerð að einkamálum kvenna. Konur hafa gert sjálfum sér og kynsyslrum sínum mikinn óleik með þvi að þegja um hin svokölluðu kvennamál, ekki sist vegna þess að þær stuðla þannig að þvi að hver og ein kona geri þetta að einka- vandamáli og vama því að þessi mál séu ekki. Fyrir nokkrum árum þólli það heldur ekki eins sjálfsagður hlutur eins og í dag að faðirinn tæki þátt i fæðing unni. En enn i dag hugsa margir verðandi foreldrar um hvort faðirinn eigi að vera með. Faðir og fæðing Margir yfirvega löngu fyrir fæðingu hvort faðirinn eigi að vera með eða ekki. Sumir feður vilja alls ekki vera með, oftast af einhverri hræðslu við að sjá eitthvað sem þeir halda að þeir |xrli ekki að sjá. En verðandi mæður vilja lika stundum ekki hafa feðurna nieð. Konur hafa i þvi sambandi sagt að þeini finnist óþægilegt að láta eiginmanninn sjá sig i þessum aðstæðum. að þær séu hræddar um að hann þolí ekki að sjá svo mikið blóðog þvíumlikt. Það er erfitt að koma með einhverja algilda reglu um hvort faðir á að vera viðstaddur fæðingu barns sins. Það hlýtur alltaf að vera háð ntörgum hlutum og ákvarðast af af hvaða hvötuni hann og móðirin vilja að hann sé með. Nú er lagður nokkurs konar þrýstingur á feður að vera viðstaddir fæðinguna. Þessi þrýstingur hefur sntáni saman þróast yfir i það að þeir feður, sem ekki vilja vera með, eru gjarnan litnir hornauga. Margir feður |x>ra heldur ekki að láta i Ijós að þeir óski ekki eflir að vera með. Þeir óttast að það geti verið misskilið og tekið á þann hátt að þeir hafi hvorki áhuga á konu né komandi bami eða að eitthvað sé að i sambúðinni. Það má halda þvi fram að þaðsé sann gjarnt og eðlilegt að faðir taki þátt i fæðingu barns sins. En það er einungis hægt að lita á það scm eðlilegan hlut ef hann gerir það vegna þeirrar samheldni scm hann hefur við fjölskyldu sina og þeirrar ástar sem hann hefur á konu og komandi barni. Ef liann er þátltakandi cinungis fyrir ytri pressu og af þvi að hann og móðirin vilja að hann uppfylli regluna um að feður eigi helst að vera viðstaddir fæðinguna má segja að viðvera hans hafi litla þýðingu fyrir hann sjálfan, móður og komandi barn. Samband föður við barn er ekki fremur liffræðilega ákvarðað en samband móður við barn. Þetta samband verður einungis til vegna samvcru viðbarniðog þeirra tilfinninga legu tengsla sem myndast vegna samverunnar. Þar sem lilfinningalegl samband við börn byggist upp strax frá fæðingu er mikilvægl að feður laki þátt i umönnun barna þegar frá upphafi. Sumir hafa haldið þvi fram að samband föður við barn verði sterkara ef hann hefur tekið þátt i fæðingunni. og feður hafa sjálfir látið þetta í Ijós. Það er hins vegar ekki ástæða til að ælla að þálttakan i fæðingunni sjálfri hafi tengt l'eðurna slerkara við börn sin. hcldur að þcir feður sem geri slikt hafi gjarnan mciri áhuga á þvi að fást við barnið og geri það eftir fæðingu og það sé í rauninni það sem bindur þá sterkl við börnin. 38. tbl. Vlkan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.