Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 23
verið innilega ástfanginn af þér lengi, fröken Kamilla, og... Fröken Kamilla lagði kaffi- bollann frá sér og starði forviða á hann. — Hamingjan hjálpi mér. Þú situr þó ekki þarna i sófanum og biður mín, bara rétt si svona...? í miðri kaffidrykkjunni? Þú kemur mér algjörlega á óvart, ég veit bara ekki hvað ég á að gera. — Þú mátt ekki trufla mig núna, kæra fröken Kamilla, heyrirðu það? grátbændi Andreasen stúdent hana og stóð upp úr sófanum eins og dauða- dæmdur maður. Ég var búinn að undirbúa þetta allt vandlega heima, áður en ég lagði af stað. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég geri nokkuð af þessu tagi svo þú mátt ekki ... guð hjálpi mér, blómin, ég hafði næstum gleymt því langmikilvægasta, blómun- um ... afsakaðu mig augnablik. Hann hvarf fram í forstofu og á hillu í fatahenginu fann hann vönd með dökkrauðum rósum. Hann flýtti sér aftur i litlu rókókóstofuna og stillti sér upp í viðeigandi stellingu, fyrir framan fröken Kamillu. Og aftur varð hún að hjálpa honum af stað. — Vildirðu ekki heldur hafa silkipúða undir hnjánum? sagði hún. — Þú ferð illa með brotin í buxunum þínum á þessu. Með daufu brosi kinkaði Andreasen stúdent kolli. Hún færði honum silkipúðann og hann kraup á ný af slíkri alvöru að líktist helst því að hann væri við höggstokkinn. Síðan rétti hann fröken Kamillu vöndinn með dökkrauðu rósunum og dró um leið með skjálfandi hendi upp litla öskju, bólstraða að inn- an, með trúlofunarhringunum í. Honum tókst að opna hana og hélt henni fyrir framan sig. Loks stundi hann upp: — Kæra fröken Kamilla. Frá því ég steig fæti mínum inn fyrir dyr apóteks föður þíns, til að fá mér töflur við höfuðverknum sem hrjáði mig í prófunum, og augu mín fengu litið þín eitt andartak hefur þú ekki horfið úr huga mér eitt andartak. Hvert sem leiðir mínar hafa legið hefur þú fylgt mér sem ósýnilegur skuggi og nú er svo komið að ég verð að viðurkenna að líf mitt er einskis vert án þín, innantómt, dapurlegt og innihaldslaust. Þú ert dásamleg vera, hið yndis- legasta sem skaparinn hefur sett hér á fold og sú unaðslegasta kona sem ég hef nokkru sinni þekkt. Ég hef tapað hjarta mínu gjörsamlega til þín og þess vegna vildi ég, kæra Kamilla ... má ég auðmjúklega biðja um hönd þina og hjarta. Má ég biðja þig að verða konan mín? Andreasen stúdent þagnaði. Hjartað barðist í brjósti hans meðan hann beið teikns frá Kamillu. Augnablik sat hún hljóð og naut þess sem hún sá, stúdentinn á hnjánum, dökkrauðar rósirnar og glampandi gullhringana. Síðan leit hún í augu hans. — Ertu til í að endurtaka þetta orðrétt, einu sinni til, í heilu lagi? spurði hún. • Andreasen stúdent kinkaði kolli. — Fyrir hvern? muldraði hann dálítið taugaóstyrkur. — Mömmu og pabba. Kamilla stóð upp, greip rósirnar, gullhringana og litla mjúka silkipúðann og dró Andreasen stúdent inn i dagstof- una við hliðina. Þar sátu foreldrar hennar að síðdegis- drykkju, við hvítdúkað borð úr rósaviði. — Hafið þið ekki alltaf sagt að það vildi mig enginn, sagði hún. Svo setti hún rósavöndinn og hringana í höndina á Andreasen stúdent, hlammaði sér á stól, skellti silkipúðanum niður fyrir framan sig og gaf Andreasen stúdent merki um að krjúpa. — í gang með þig, sagði hún, áfram með smjörið. Þýð.: aób 38. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.