Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 19
væri vitni saksóknaTans, eða hvað það nú hét hjá henni Agöthu gömlu Christie. En lögreglan fer ekki að hlaupa með þetta i blöðin. Konan min var á sama máli. — Vertu ekki með þessar áhyggjur, Ludvig, sagði hún ákveðin. — Skeggjaði maðurinn. hver svo sem hann er, hefur ekki hugmynd um að þú getir þekkt hann aftur ef lögreglan hefur hendur í hári hans, sem ég reyndar efast stórlega um. Þetta eru svoddan heimskingjar í lögreglunni nú til dags. Ég var nú ekki eins viss. Það kom brátt í Ijós að ótti minn var ekki ástæðulaus. Fréttin birtist á forsiðu eins blaðsins með myndarlegri fyrirsögn. Þar sagði að ég hefði séð morðið út um lestarglugga, og það sem verra var, nafnið mitt var þar, heimilisfangið og jafnvel mynd af mér, hvernig í ósköpunum sem hana gat hafa rekið á fjörur þessa snepils. Svo virtist sem Sorensen rannsóknar- lögreglumaður hefði treyst um of á þagmælsku sinna manna. En það mátti raunar einu gilda hvernig þetta hafði gerst. Skaðinn var skeður. Ég get ekki neitað því að mér var um og ó. Ég ræddi málið við Önnu. En konan min er ekki ein af þeim sem burðast með áhyggjur. Hún meira að segja gerði gys aðmér. — Nú sérðu nátturlega morðingja á bak við hvern einasta runna þegar þú viðrar hundinn á kvöldin, spaugaði hún. TTA var auðvitað fullmikið sagt en mér var hreint ekki rótt, þegar ég viðraði hundinn á kvöldin, og tveimur dögum siðar hringdi ég til Sorensens rann- sóknarlögreglumanns. — Ég er sannfærður um að það var einhver í garðinum i gærkvöldi þegar ég viðraði hundinn, sagði ég. — Hvers vegna eruð þér svona vissir um það?spurði hann. — Ég á svolítið bágt með að útskýra það, svaraði ég. — Mér fannst ég heyra skrjáf í runna rétt hjá mér. Garðurinn okkar er hins vegar mjög stór og auðvelt að leynast hvar sem er i honum. — Sáuð þér nokkurn? spurði hann. — Já og nei, svaraði ég. — Mér sýndist ég sjá skugga skjótast burt, en á hinn bóginn . . . þér vitið hvemig það er á kvöldum sem þessum, þegar máninn veður i skýjum svo að birtan er síbreytileg. Ef til vill hefur þetta verið imyndun. — Við skulum vona það, ansaði hann þurrlega. — Hvað á ég að gera? spurði ég. — Varðveitið rósemi yðar, svaraði hann. — Ég held að ótti yðar sé ástæðulaus. Ég get glatt yður með þvi að við erum að öllum líkindum komnir á sporið. Ég gat ekki varist því að gripa andann á lofti og það kætti hann auðheyrilega. — Við erum nú ekki jafnheimskir og sumir virðast halda, herra Molhorn. Við höfum lagt mikla vinnu i að kanna kunningjahóp Minnu Hálund og ræða við nágranna hennar. Þetta reyndist stór og mislitur hópur en þar var að finna að minnsta kosti tvo menn sem svara sæmilega til lýsingar yðar. Við munum þreifa betur fyrir okkur og mér segir svo hugur að við höfum erindi sem erfiði. — Eruð þið virkilega ekki komnir neitt lengra áleiðis? spurði ég vonsvikinn. — Ekki ennþá, svaraði hann. — En hafiðekki alltof miklar áhyggjur. Flestir glæpamenn flaska á einhverju smáatriði og nú er bara að finna þetta smáatriði þótt það kunni að kosta fyrirhöfn. Líður yður nokkuðskár? Ég játti þvi en það var þó langt frá því að vera sannleikanum samkvæmt. ^NæSTA dag handtók lögreglan mann. Hann var háskólakennari, Albert Nagel að nafni. Útlit hans var i samræmi við lýsingu mína. Hann var þreklega vaxinn með dökkt alskegg. Og hann bjó í sama húsi og hin myrta. 1 fyrstu skorti allar sannanir þess að Nagel hefði ungengist hina myrtu konu á nokkum hátt en nákvæm húsrannsókn leiddi sitthvaðathyglisvert í ljós. Til dæmis átti Nagel bágt með að útskýra hvers vegna lykill að íbúð hinnar myrtu fannst í fórum hans. Þó kámaði gamanið fyrst er lögreglumenn fundu bréfmiða i innri frakkavasa hans. Boðin voru ljós: „Komdu á miðvikudag- inn. Minna.” Rithandarsérfræðingar lögreglunnar voru ekki í vafa um hver hafði skrifað bréfið. Þrátt fyrir þessi athyglisverðu sönnunargögn þrætti Albert Nagel fyrir öll tengsl við þetta mál. En það dugði honum ekki til að komast hjá handtöku. Ég minntist orða Sarensens um smá- atriðin. Vissulega létti mér að vita þennan Nagel bak við lás og slá, en þó ekki til fulls. Mig rámaði í að fólk hefði fyrr verið handtekið og siðan látið laust á ný. Ég las þetta allt saman í blöðunum. Sorensen sagði mér síðan ýmislegt til viðbótar, þegar hann hringdi til mín síðar sama dag. Nú vildi lögreglan gjarna að ég sæi þennan Nagel augliti til auglitis og vitanlega yrðu allir því fegnastir ef ég gæti staðhæft að hann væri maðurinn sem ég hafði séð út um lestarglugga minn þetta örlagarika kvöld. Að lokum sagði Sorensen glaðlega að nú þyrfti ég væntanlega ekki lengur að vera órólegur, og ég lofaði að koma til hans svo fljótt sem ég gæti. Anna hafði farið í nokkurra daga ferðalag svo að ég var aleinn i stóra húsinu okkar. Sorensen rannsóknar- lögreglumaður hringdi síðdegis og meðan enn naut dagsbirtu leit ég björtum augum á gang mála. En eftir því sem lengra leið á kvöldið sóttu efasemdirnar æ fastar á mig. Var nokkuð víst að tækist að sanna morðið á þennan Nagel? Ég kveikti á sjónvarpstækinu en dökkti aftur á því að hálftima liðnum því mér tókst ekki að ná neinu samhengi i því sem þar var að sjá. Vind hafði hert og nokkrar trjágreinar strukust við rúðurnar. Ég sótti viskif’lusku og blandaði sterkt í glas sem ég bar oft að vörunum meðan ég sat og grundaði málið. Ég veit ekki hversu áliðið var orðið þegar ég hcvrði hljóð einhvers staðar i húsinu. Ég var viss um að þetta hljóð ætti sér ekki eðlilega skýringu og eftir að hafa velt málinu fyrir mér drykklanga stund ákvað ég að fara i rannsóknar- leiðangur. Könnunarferð n,:n endaði i kjallar- anum. Til þessa hafc ég ekki séð neinn né heyrt, en nú sá ég Lndir eins að einn kjallaraglugginn stóð opinn og sveiflaðist á hjörunum. Ég beit á vör og ótal hugsanir flugu um huga n.ér. Ég gekk um kjallarann og kveikti ljó in, eitt af öðru. Þegar ég kom inn í kync'iklefann fékk ég hugboð um að ég væri ekki einn. Ég kveikti Ijósið. — Halló, hrópaði ég, og hjartað barðist i brjósti. mér. — Ereinhver nér? — Halló, endurtók ég. — Er ein- hver...? — Já. var svarað. Sorensen rannsóknarlögreglumaður kom allt i einu fram úr felustað sínum. Ég starði á hann galopnum munni. — Hvað í ósköpunum ... byrjaði ég. — Hvers vegna myrtuð þér Minn t Hálund? spurði hann. NN lék á mig. Það varð ég að viðurkenna með sjálfum mér siðar. Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Hann gerði því skóna að í fátinu mundi ég játa á mig morðið. Honum varðaðtrú sinni. Reyndar hefði lítið stoðað fyrir mig að neita. Lögreglan hafði nefnilega komist á snoðir um ýmislegt sem mér hefði reynst erfitt aðskýra. Komið hafði i ljós að ég var alls ekki farþegi i lestinni sem ég þóttist hafa séð morðið frá. Lögreglan hafði fengið staðfest að ég fór úr þeirri lest í Tornborg og ók bil mínum, sem ég hafði geymt þar, til Sonderkobing, þar sem ég hélt rakleiðis til Minnu Hálund og kyrkti hana. Einhvern veginn varð ég að losna við hana, hún hafði þegar kúgað út úr mér alltof mikið fé. En liklega hafði ég gert rangt í því að blanda Nagel í málið. Að visu beit lögreglan fyrst á agnið og Nagel var handtekinn eins og ég hafði ætlast til. Hann bjó í sama húsi og Minna og sérkenni hans voru nægilega sterk til að grunur gæti beinst að honurt. Ég vissi að hann var heima þetta kvöld þvi að ég hringdi til hans og heyrði hann svara áður en ég lagði tólið á. Smáatriði eins og lykillinn og bréfsnifsið voru mér barnaleikur þegar ég framkvæmdi áætlun mína. Það er litill vandi að smeygja lykli inn um bréfalúgu eða stinga bréfsnepli í vasa á frakka sem hangir í fatahengi háskóla. — En, sagði Sorensen rannsóknar- lögreglumaður við mig i trúnaði, við furðuðum okkur á þvi að ekki fundust nein fingraför á þessu bréfi, hvorki Nagels né annars en Minnu. Þess vegna snerum við okkur að öðru, til dæmis gangi lestanna, og þar var það sem við rákumst á þetta smáatriði sem ég minntist á við þig. Já, ég varð að viðurkenna að þar hafði mér yfirsést. Auðvitað var dregið fyrir gluggana, meðan ég kyrkti Minnu, en ég hafði nú samt auga með lestinni minni í gegnum ofurlitla rifu á tjöldunum. Því miður var það alls ekki mín lest, sem ég sá fara hjá, en það gat ég ekki séð gegnum þessa litlu rifu. Það hafði nefnilega orðið óhapp við brúarsmiðina og af þeim sökum varð seinkun á öllum lestum. Lestin, sem ég sá, var héraðslest. Lestin mín fór ekki um Sonderkobing fyrr en þremur stundarfjórðungum síðar og þar var komin heldur betur brotalöm í frásögn mína. Og ég veit ekki hvernig mér hefði gengið að snúa mig út úr því enda þótt mér hefði tekist að halda höfði þetta kvöld sem Sorensen rannsóknar- lögreglumaður kom mér i opna skjöldu á heimili minu. Það var heimskulegt af mér að treysta á lestaráætlun. □ MORÐÍ LEIFTURSÝN 38. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.