Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 38
Framhaldssaga Dr. Kohn sleikti á sér varirnar. „Ah... Vilna... kannski er það undantekning, sértilfelli, sjáðu til... ” „Nei,” sagði Kovel. „Hvert gettóið á fætur öðru er þurrkað út. Ríga. Kovno. Ldds”. Faðir minn hristi höfuðið. „Ég veit að þeir eru grimmir og hata okkur. En þýski herinn... siðferðiskennd hans og heiður... þeir hljóta að andæfa.” Kovel hló beisklega. „Andæfa? Annaðhvort líta þeir í aðra átt eða þeir hjálpa andskotans SS-sveitunum við verkið.” Meiri þögn. Kovel sagði frá fleiri fjöldamorðum — I Dvinsk, Rowno, gettóum um Pólland og Rússland þvert og endilangt. „Opnið augun,” sagði hann. „1 Varsjá er flestum gyðingum i Evrópu safnað saman. Það kemur að ykkur.” „Við erum nærri því hálf milljón,” sagði dr. Kohn. „Þeir geta ekki grafið nógu marga skurði, haft nægileg skot- færi.” Móses frændi greip fram í fyrir honum. „Þeir finna einhverja leið.” Anelevitz leit á Kovel. „Segðu okkur hvað við verðum að gera.” Kovel dró upp krumpað blað. „Byrjið á þessu. Sendið það út sem aðvörun til allra hérna. Lestu það upphátt.” Eva Lubin tók við blaðinu og las yfir- lýsinguna frá Vilna með skærrr rödcf sinni. „Við megum ekki ganga I dauðann eins og lömb til slátrunar leidd. Ungu gyðingar, ég grátbæni ykkur, trúið þeim ekki sem vilja skaða ykkur. Hitler hyggst útrýma gyðingum. Við erum þeir fyrstu. Það er rétt að við erumveikburða og einmana en eina svarið sem við getum gefið óvinunum er andspyrna. Bræður, verðum fremur drepnir I baráttu en að lifa fyrir miskunn slátrar- anna. Við skulum verjast fram í rauðan dauðann. t Vilnagettóinu, 1. janúar 1942.” Það sagði enginn neitt fyrst I stað. Svo spurði dr. Kohn: „En að hvaða gagni ÞJOÐEYÐING kemur það? Þú segir að þeir verði samt drepnir.” „Þeir?” spurði Móses frændi. „ Viö, Kohn, við." „Berhentir gegn skriðdrekum og stór- skotaliði?” spurði Kohn. Kovel sneri sér að Anelevitz. „Hafið þið byssur?” „Engar enn sem komið er. En við erum að kenna síonistaæskunni að hlýða fyrirmælum, að beita kústsköftum eins og þau væru byssur, að koma upp hernaðarskipulagi.” „Fyrst verðum við að hermönnum, svo fáum við byssur,” sagði Eva. „Þetta hljómar gyðinglega,” sagði Móses frændi. „Við eigum enga byssu en erum hermenn.” Dr. Kohn hristi höfuðið. „Það er hægt að múta Þjóðverjum. Ég veit það. Varsjárgettóið er mikilvægt fyrir þá. Þeir vita að stríðinu er lokið. Amerík- anar eru komnir í stríð. Þeir eru að tapa Afríku. Rússamir halda Moskvu —” „Og þegar þar að kemur verðum við öll dauð,” sagði Kovel. „Þeir þurfa á verksmiðjunum okkar að halda, þeir þarfnast verkstæðanna okkar,” hélt Kohn áfram. „Einkennis- búningar, leðurvörur. Við erum góðir verkamenn, gyðingarnir.” Kovel stóð á fætur. „Ég virðist ekki geta gert ykkur skiljanlegt að gyðinga- morð eru þungamiðjan I fyrirætlunum þeirra. Þeim stendur á sama þó þeir tapi landsvæði hér og hvar, um innrásir og stríð á tveim vigstöðvum. Þeir vilja drepa gyðinga. Það er fyrst og fremst það sem þeir stefna að.” „Æ, þvæla,” sagði Kohn. „Meira að segja Hitler er ekki svona geðveikur.” Þeir þrættu um þetta nokkra hríð. Kohn beið lægri hlut. Faðir minn og frændi stóðu meðandspyrnumönnum. Móðir min hafði hlustað á í litla hliðarherberginu. Þegar umræðunum var lokið kom hún inn, glæsileg og kven- leg i gömlum slopp, baðst afsökunar á þvi að vera ógreidd og lét föður minn fá peningana sem hún hafði saumað inn í kápuna sína. „ Ah,” sagði faðir minn. „Handa börn- unum... ” „Nei, Jósef. fil að kaupa byssur.” 1 janúar 1942 stóð Muller loksins við orð sin. Hann lét flytja Karl á teikni- stofuna í Buchenwald, vinsælan vinnu- stað því hann var innandyra, hlýr og listamennirnir voru hálfgildings for- réttindahópur. Forréttindin stöfuðu af því að SS- mennirnir voru hégómagjarnir og vildu fá málaðar af sér myndir og þó enn fremur láta teikna upp það sem áttu að vera ættartré þeirra — flóknar ættar- skýrslur — með skrautlegum litum. Á teiknistofunni hafði Karl vingast við lítinn og grannvaxinn listamann frá Karlsruhe, Ottó Felsher að nafni. Felsher var vinsæll andlitsmálari áður en hann kom í búðirnar og þvi var hann í nokkru uppáhaldi hjá vörðunum þó að hann hefði verið barinn og sveltur likt og Karl áður en þeir ákváðu að notfæra sér hæfileika hans. Sannleikurinn var sá að þó að með- ferðin á þeim væri skárri þá höfðu Karl og Felsher óbeit á vinnu sinni. „Og hvernig gengur svo með ættartré Mulleranna, Weiss?” spurði Felsher. „Eintóm lygaþvæla. Þeir eru að gera okkur að algerum hórum.” „Þannig lifum við þetta af.” Karl leit á flókið og marglitt ættartréð sem hann var að gera handa Muller. „Skepnan lét mig bæta Karlamagnúsi og Friðriki mikla inn á.” Felsher hló. „Þeir öfunda okkur af því að geta rakið ættir okkar til Abrahams.” „Það er víst satt. En það kemur okkur að litlu haldi.” Muller liðþjálfi leit inn daglega til að fylgjast með vinnunni. „Fallegt, Weiss, bráðfallegt. Ekki gleyma krossförunum tveimur.” „Hér eru þeir,” sagði bróðir minn. Muller Ijómaði. „Weiss, við gætum orðið góðir vinir þegar þessu er öllu lokið. Hver veit? Þegar Ameríka er nú búin að blanda sér í stríðið þá gæti ég þurft gyðing til að leggja inn gott orð fyrir mig.” „Ekki reikna með mér, Muller.” SS-maðurinn dró upp bréf. „Eftir allt sem ég hef gert fyrir þig? Konan þin kom i gær. Mánaðarbréfið frá Ingu fögru.” „Ég vil þaðekki.” „Auðvitað viltu það, Weiss.” „Léstu hana ekki borga venjulegt verð?” Muller yppti öxlum. „Burðargjaldið, já. Hún varð að borga. Hún hefur efni á þvi.” „Komdu þér burt frá mér. Ég vil ekki heyra frá henni aftur. Segðu henni það — engin bréf, hvorki frá henni eða mér.” Muller tróð bréfinu ofan í jakkann á röndóttum fangafötum hans. „Hún kemur hingað ekki framar svo það skiptir engu máli. Það á að flytja þig. Ykkur Felsher. Það kom inn beiðni um tvogóða listamenn.” „Flytja okkur?” „Ó, þið hafið gott orð á ykkur. Buchenwald teiknistofan er fræg. Þeir vilja fá ykkur og fleiri laghenta menn í nýjar búðir I Tékkóslóvakíu. Teresien- stadt. Paradísargettóið. Frátekið fyrir verðugustu gyðingana. Hvildarheimili.” Muller drap tittlinga og andvarpaði eins og gömul vinátta væri nú á enda. „Ég mun sakna þess að leika fyrir þig póst, Weiss. En ég held að ég verði að fá mér oftar leyfi til að fara til Berlinar.” Karl var orðinn seigur eftir búðavist- ina, þrátt fyrir hræðilegt mataræðið og allan aðbúnað. Hann var orðinn kæru- 38 Vlkan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.