Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 50
Undarlég atvik — Ævar R. Kvaran MIÐILL BIRTIR HLUTI ÚR LAUSU LOFTI Þessi skrautlega skreytta silfurskeiö varö að áþreifanlegu efni í hendi áhorfanda nokkurs. Eg geri ráð fyrir að ýmsum lesenda minna finnist lýsingar sir William Crookesá líkamningnum Katie Kingall- ótrúlegar. Ég vil því minna ennþá einu sinni á það, að þessi frægi vísindamaður var tvímælalaust talinn einn af fremstu vísindamönnum heimsins á síðast- liðinni öld og menn sem slíkrar virðingar njóta eru vafalaust ekki ginkeyptir fyrir því að hætta áliti sinu meðal hálærðra starfsbræðra sinna um víða veröld. En þó virðist þurfa talsvert andlegt hug- rekki og þrek til þess yfirleitt að leyfa sér að taka þátt í að rannsaka það sem ríkjandi lögmál eðlisvísinda telja ómögu- legt. En slíkt er einkenni þeirra sem unna sannleikanum meira en stundar- áliti og virðingu. Vísindamönnum er að vísu vel kunnugt um það að sitt af hverju hefur alltaf gerst og heldur áfram að gerast sem ekki á að geta gerst, en flestir láta sér nægja að neita að ræða svo óþægilegar sannreyndir. Eins og ég hef sýnt fram á í þessum þáttum rninurn, þá halda sífellt áfram að gerast fyrirbæri, sem ekki ættu að geta gerst samkvæmt viðurkenndum lögmálum eðlisvisinda. Það sýnir auðvitað ekkert annað en það, að jafnvel visindamenn vita ekki allt og þykir mér það engin skömm fyrir þá. Við eigum auðvitað enn eftir að læra feiknin öll um náttúruna og margt undarlegt eðli hennar. Sumt af þvi sem vísindamenn okkar hafa fært sér í nyt og bundið okkur öllum til blessunar eru öfl, sem við notum, en i rauninni enginn veit hvað eru. Má þar nefna rafmagnið og segulaflið, svo eitthvað sé nefnt. Hitt ber vitanlega vitni um fávisku og hroka, að halda því fram þegar eitthvað gerist þrátt fyrir viðurkennd lögmál, að það gerist ekki — geti ekki gerst, þvi auðvelt er að ganga úr skugga um það. Þessi fyrirbæri hafa einungis sýnt að þekkfngu okkar er stórlega ábótavant og þaðsem við höfum talið óskeikul lögmál er það ekki. Við eigum með öðrum orðum margt eftir ólært. Við skulum því halda áfram að furða okkur á undrum hinna óþekktu lögmála sem sífellt virðast vera að brjóta viður- kenndar reglur eðlisvísinda sem vísinda- menn okkar hafa skapað og skýrt fyrir okkur og minna okkur með því á það hve þekking okkar er takmörkuð. Lesandi góður! Ef þú sérð opinn og tóman lófa manns allt I einu taka þeim breytingum að I honum tekur að mynd- ast fyrir framan augun á þér hlutur, sem þú síðan getur tekið upp og handleikið, eða ef þú vilt heldur fara með til smiðs og láta hann meta, hvað myndirðu þá segja? Þetta er ekki hægt! Er það ekki? Eða þetta er sjónhverfing! En ef þú getur einnig látið hvern sem er handleika hlutinn og geymt hann sjálfum þér til ánægju það sem eftir er ævinnar? Þú segir auðvitað: Þetta hefur aldrei gerst og mun ekki gerast! Jæja, er það? Útbreiddasta blað Bandarikjanna, National Enquirer. sem lesið er af milljónum manna daglega birti nýlega stóra fyrirsögn með þessum orðum: THE WORLD’S GREATEST PSYCHIC. Blaðið segir frá svo óvenjulegum hæfi- leikum italsks manns, að hann sé mestur í heiminum allra sálrænna manna. Það má auðvitað segja pð slík fyrirsögn sé heppileg auglýsing vegna sölu blaðsins. en hitt er eins vist, að þó að ritstjórinn tryði þessari fyrirsögn sem nýju neti, þá ber hún samt vott um þekkingarleysi á sviðum sálrænna fyrirbæra. því til eru menn sem geta ekki einungis gert það sama og þessi maður heldur miklu fleira og sumt jafnvel enn merkilegra. En blaðinu er nokkur vorkunn þó það gefi hæfileikum þessa sálræna manns svona háa einkunn, þvi sannarlega eru þeir furðulegir. Maður þessi er Itali sem býr í Bandaríkjunum, Roberto Campagni að nafni og hann hefur sýnt, að hann virðist geta skapað fasta hluti úr lausu lofti. Furðulostniráhorfendurað undrum þessum hjá Roberto Campagni hafa lýst þeim þannig, að þetta byrji með því að hendur hans taki að glóa af blárri birtu. Síðan færir hann eins konar formlaust ský af þessu Ijósi yfir í hendur viðkomandi persónu sem myndar eins konar bolla með lófunum og innan i lófunum breytist þetta bláa ský í áþreifanlegan hlut! Ástæðan til þess að blaðamenn National Enquirer kalla hann fremsta sálrænan mann veraldar er sú, að hann hefur með þessum hætti efnað og látið þar með birtast slika hluti svo hundruðum skiptir, eins og t.d. krossa, úr, lykla o.fl. Ekki hefur skort vitni að þessum fyrir- bærum. Meðal vitna er talinn faðir Eugenio Feriaroti, sem er yfirmaður klerkareglunnar í Genúaborg. Þessi virðulegi kaþólski prestur var viðstaddur einn af fundum Campagnis þar sem hann töfraði með þessum hætti fram hlut- birting, sem hinn ófreski maður gaf honum. Presturinn sagði svo frá: „Hann færði ljómandi ljóskúlu yfir -i hendur mínar og þar breyttist hún i litinn silfur- engil. Ég er gjörsamlega sannfærður um það að hér voru engin brögð i tafli. Enda skil ég ekki hvernig það mætti vera. Miðillinn er heiðarlegur og alvarlega hugsandi maður. Ég votta það því fús- lega að þetta er einber sannleikur.” Kunnur eðlisfræðingur sem býr i Genúa, Alfredo Ferraro, telur að miðillinn hafi hæfileika til hugflutninga. Hann á við að hann geti með ein- hverjum hætti látið hluti flytjast af einum stað á annan og er það að sjálf- sögðu ekki siður merkilegt fyrirbæri. Ástæðan til þessarar skoðunar eðlis- fræðingsins er sú að hann sá með þessum hætti vasaúr nokkurt birtast. En það kom i Ijós við nánari athugun að afi mannsins sem fékk það i lófann hafði glatað þvi i fyrri heimsstyrjöldinni, svo viðkomandi maður kannaðist við það. Annar slíkur hlutbirtingur var háls- men sem piltur hafði gefið unnustu sinni. Pilturinn ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þvi unnusta hans hafði dáið fyrir fimmtán árum! En Roberto Campagni getur fleira en látið slíka hluti, sem oft eru hinir fegurstu og listrænustu gripir, birtast. Hann virðist einnig geta boðið þyngdar- lögmálinu birginn. Hann getur látið sig lyftast upp frá jörðu! Þetta hefur hann gert margoft i vitna viðurvist. Og að þessu sinni skulum við hafa vitni sem marktækt ætti að vera, en það er italski sál- og dulsálarfræðingurinn dr. Luigi Lapi í Florenceborg á ttaliu, sem fengist hefur við sálarrannsóknir 140 ár. Á einum slikum fundi hjá Roberto Campagni sá hann miðilinn lyftast allt upp að lofti i herberginu. Eftir nokkra stund féll hann aftur niður. en þá skalf allt herbergið. Dr. Lapi hefur verið á átta fundum hjá Campagni og hann segir að hann hafi aldrei kynnst öðru eins og telur hann fremstan allra að þessu leyti. Eðlisfræðingurinn Alfredo Ferraro, sem minnst var á að framan, hefur séð þrjátiu hluti birtast hjá Campagni og segir hann að þar hafi verið gengið úr skugga um það á vísindalegan hátt að það sé alls engum val'a bundið að fyrir- bærin séu ekki með neinum hætti fram- leidd meðbrögðum. Og hinn kunni eðlisfræðingur bætir við: „Þetta striðir að sjálfsögðu gegn öllum lögmálum eðlisfræðinnar. En ég hef engu aðsíður séð þetta gerast. Fyrir- bærið er sannleikanum samkvæmt. Það er ómögulegt, en engu að siður satt." Sjálfur er þessi frægi miðill ákaflega feiminn og óframfærinn 48 ára gamall piparsveinn, sem er meinilla við hvers konar auglýsingar og neitar jafnvel að láta taka af sér myndir. Það sem hér hefur verið frá skýrt var því I fyrsta skipti sem hann hefur verið kynntur almenningi og haft við hann 50 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.