Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Hún vill fara með einum einmana í bíó! Kæri Póstur! Ég ætla nú ekki að taka mikið af plássinu þínu í þetta sinn (þ.e.a.s. ef bréfið verður birt). / 32. tölublaði sem kom út þann 7. ágúst var á síðu Póstsins birt bréf sem var frá „einum einmana". Varþetta bréf í rammanum undir fyrir- sögninni, „alltaf einmana og vinirnir farnir”. Mig langar að skrifa nokkrar línur til þessa stráks: Ég á við sama vandamál að stríða. Ef þessi strákur vildi fara með mér í bíó og svoleiðis mundi ég gjarnan þiggja það. ÞAÐ SAKAR EKKIAÐ PRÓEA ÞETTA! Nafnið getur hann fehgið á afgreiðslu Vikunnar. Vonandi rætist úr þessu. Ein sem vantar bíófélaga. Og við vonum að einn einmana láti heyra frá sér sem allra fyrst. Ef hann er hins vegar of feiminn til þess að hafa samband við ritstjórn Vikunnar eða hefur á ný náð tengslum við félagana er ekki loku fyrir það skotið að úti í bæ sitji einn enn, sem berst við þetta sama gamla, . . hrikalega feimni. Þá ætti hann að hafa samband við ritstjórn Vikunn- ar án tafar og athuga hvort þessi ágæta stúlka lætur ekki til leiðast að fara með honum í bíó og fleira. Eins og hún segir sjálf . .. það sakar ekki að reyna! Pennavinir Katrín Albertsdóttir, Smáratúni 12, 800 Selfossi, óskar eftir aö skrifast á við stráka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál: strákar, sund, hestar, ferðalög, dans, íþróttir og fleira. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Guörún Guðmundsdóttir, Hóimaseli, 801 Selfossi, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 15-17 ára (er sjálf 16 ára). Áhugamál hennar eru hestar, poppmúsik, skemmtanir o.m.fl. Halla Sigtryggsdóttir, Hólum, Hjalta- dal, 551 Sauðárkróki, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál margvísleg. Halla Gylfadóttir, Heiðarbraut 51, 300 Akranesi, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 14-16 ára. Áhugamál: strákar, böll, bíó, sund, frimerki og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Svarar öllum bréfum. Sesselja Ingimundardóttir, Brekkubraut 17, 300 Akranesi, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 14-16 ára. Áhugamál: strákar, böll, bíó, sund og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Svarar öllum bréfum. „Ég hef lært af reynslunni. . ." Hæ Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður en datt í hug að gera það núna því mér finnst þægilegra að leita upplýsinga hjá þér heldur en hjá lækni, þannig að þú verður eins konar milli- göngumaður. í raun og veru hef ég heldur enga hugmynd um við hvaða lœkni ég œtti að tala. Ég er búin að vera með strák í 2 ár og ég elska hann mjög heitt og get ekki hugsað mér að missa hann. En núna er hann að vinna I öðrum landshluta heldur en ég. Hann er fyrsti og eini strákurinn sem ég hafði lifað með kynferðislega og kynlíf okkar er mjög gott. Samt sem áður verð ég að játa að ég hef stundum staðið mig að því að vera að hugsa um hvernig það væri að liggja undir öðrum karlmanni, en þó hefur aldrei hvarflað að mér að prófa það. En núna fyrir stuttu gerði ég mesta glappaskot í lífl mínu hingað til. Ég var full og fór í rúmið með strák sem ég hafði aldrei séð áður og býst ekki við að flnna hann aftur þótt ég leitaði. Ég er á pillunni, vissi að strákurinn hyrfi úr lífl mínu eftir þessa nótt, já, þetta átti að vera mitt innsta leyndarmál. Ég var auðvitað mjög spennt, en guð minn góður, ég fékk ekki einu sinni fullnægingu! Ég sá eftir þessu um leið og núna er ég ófrísk! Get ég fengið fóstureyðingu án þess að for- eldrarnir fái nokkuð um það að vita, aðeins ég sjálf og þeir sem framkvæma aðgerðina? Éger. . . ára. Er hætta á því að ég geti aldrei eignast börn ef égfer í fóstureyðingu? Hvenær er best að framkvæma aðgerðina? Hvað tekur hún langan tíma? Þarf maður að leggjast á sjúkrahús? Eru einhver eftirköst? Viltu svo benda mér á lækni sem ég get snúið mér til, þegar þú ert sjálfur búinn að svara spurning- unum að ofan. Ekki segja: „ Talaðu sjálf við lækni og fáðu upplýsingar hjá honum. ” Ég vil ekki að neinn viti af þessu og þá allra síst strákurinn minn. Þó að hann mundi fyrir- gefa mér mundi það sœra hann svo mikið að samband okkar yrði aldrei eins og áður. Ég hef lært af reynslunni en ég vil að þessi atburður afmáist úr lífi mínu. Hvað flinnst Póstinum að ég ætti að gera? Hvað lestu úr skriftinni? Með von um góð svör. Tóta Það eiga allir sínar slæmu stundir og fæstir komast í gegnum lífið án þess að gera mismunandi slæm mistök stöku sinnum. Þín mistök þarna eru i stærra lagi og því getur tekið þig og aðra, sem málinu tengjast, nokkurn tima að láta verstu sárin gróa. Þar sem vinnslutími Vikunnar er um það bil fjórar vikur er nokkuð öruggt að þegar þetta birtist veistu fyrir víst hvort þú átt von á barni. í tilviki sem þessu er alltaf mögulegt að sektar- kennd og hræðsla framkalli svipaðar verkanir og ef um getnað hefði verið að ræða þótt svo sé ekki í reynd og vonandi er að svo hafi verið í þetta skiptið. Hafi raunverulega verið um getnað að ræða skaltu hugsa þig vel um áður en þú framkvæmir eitthvað óhugsað. Á Landspítalanum í Reykja- vik er starfandi félagsráðgjafi og hann ætti að geta aðstoðað þig við ákvörðun í þessu máli. Þótt þú sækir um fóstur- eyðingu er alltaf nokkur bið þar til aðgerðin er framkvæmd og því gefst þér tækifæri til að hætta við allt saman ef þú skiptir um skoðun á þvi tímabili. Allt viðkomandi aðgerðinni færðu einnig fræðslu um hjá þessum sama félagsráðgjafa. Fóstur- eyðingu getur þú fengið án samþykkis foreldra og ekkert sem beinlínis skyldar þig til þess að skýra þeim eða öðrum frá gangi mála. Til þess að fá fóstureyðingu þarftu að leggjast inn á sjúkrahús í nokkra daga og því ósennilegt i svo fámennu þjóðfélagi að þér tækist að halda þessu algerlega leyndu fyrir þínum nánustu. Hugsanir þínar um aðra karlmenn eru fullkomlega eðlilegar og þeim fylgja ekki nein svik í garð vinar þíns. Flestir á þínum aldri velta slíkum hlutum fyrir sér og í fæstum tilvikum eru þeir framkvæmdir. Einnig er mannlegt að verða á einhver mistök og hafa ber í huga að þið eruð ennþá mjög ung og enn að mótast. Hins vegar er Pósturinn ragur við að ráðleggja þér að byggja samband ykkar á ósannindum, því það getur ekki aðeins skaðað þig sjálfa að berjast ein við slæma samvisku og sektarkennd heldur er hætta á að upp komist svik um síðir og þá er erfiðara að koma sambandi ykkar á réttan kjöl á ný. Sannleikurinn er því miður sagna bestur þó óþægilegur geti verið á stundum og því er næstum óhjákvæmilegt að þú horfist í augu við raunveruleikann og takir afleiðingum gerða þinna. Þú lærir einnig af þeirri reynslu og stendur því styrkari en áður. 62 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.