Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 44
Framhaldssaga uðu skæruliðarnir eru að mestu ímyndun Sasha frænda.” Roskni maðurinn var Sasha frændi. Meðan við gengum gegnum skóginn sagði hann okkur að hann væri fyrir skæruliðahóp Zhitomirhéraðs. Allir í hópnum voru gyðingar. Úkraínskir skæruliðar höfðu sina eigin hópa og vildu ekki hafa gyðinga innan þeirra. Ég sagði honum frá því hvernig okkur Helenu hefði verið vísað frá einmitt slíkum hópi. Ungi maðurinn — hann hét Yurí — kinkaði kolli. „Þið eruð heppin að þeir drápu ykkur ekki. Okkur finnst þetta óskiljanlegt. Þjóðverjar setja þá í ánauð, drepa æskumennina þeirra, brenna heimili þeirra og stela uppskerunni, og það finnst manni eiginlega að ætti að koma þeim til að finna til samstöðu með úkraínskum gyðingum. En það er nú eitthvað annað. Þeir finna sér enn tima til að hata okkur og afneita. Maður fyllist örvæntingu." „Fari þeir til helvitis,” sagði Sasha frændi. Hann nam staðar áður en við héldum inn á skógi vaxið svæði sem virt ist í nokkurri ræktun. Það gat hafa verið skógræktarstöð sem nú var hætt störfum. „Verið varkár. Einfalda röð. Þú, Þjóðverji, komdu með mér. Þú lítur ekki út fyrir að hafa neitt á móti átökum.” „Ég væri ánægðari ef ég hefði byssu.” „Við ætlum að ná okkur í nokkrar bráðlega. Komdu nú.” Við gengum í gegnum rakan, kaldan skóginn. Ég leit einu sinni um öxl á Helenu. Hún brosti. Loksins, loksins vonarskima. Einhvern tíma I mars 1942 voru Karl bróðir minn og Ottó Felsher starfsbróðir hans sendir ásamt fleiri Buchenwald- gyðingum I nýju búðirnar við Teresien- stadt. Búðirnar voru þrjátíu mílur eða svo frá Prag og voru einu sinni herbúðir, á timum Maríu Teresu keisaraynju, en eftir það venjulegt tékkneskt þorp. En það var búið að flytja Tékkana burt. girða og einangra húsin og nú var þetta orðið fangelsi, þó sérstakt væri. 1 reynd voru þetta „sýningarbúðir” — leiktjald til að blekkja heiminn. Meðan gyðingarnir þar sultu og dóu, og voru síðar meir aðeins hafðir þarna skamma hrið áöur en þeir voru sendir til aftöku, létu Þjóðverjar það fréttast að þetta væri „paradísargettó", „elliheimili”, „sérstak- ar búðir” fyrir mikilhæft fólk, gyðinga- hetjur úr fyrri heimsstyrjöldinni, mennt- aða gyðinga frá Þýskalandi og Tékkó- slóvakíu. Þegar ég vann að rannsóknum minum fyrir þessa sögu komst ég að því að Leo Baeck, rabbíi i Berlín, frammá- maður prestastéttar gyðinga í Þýska- landi, hafði verið fangi hér. Sömuleiðis hershöfðingjar af gyðingaættum. Og gyðingur sem hafði verið I stjórn I.G. Farben. Nokkur hundruð manns frá Buchen- wald var smalað út úr lestunum og reknir inn á aðaltorg bæjarins. (Ég kom þangað eftir stríðið og gat ekki annað en látið mér þykja nokkuð til koma — ytra borðið var að minnsta kosti mjög þokka- legt. Gömul falleg hús, þungar hurðir, hreinar götur. En allt var þetta upp- gerð.) , Yfirmaðurinn bauð nýju gestina vel- komna. Hann var SS-ofursti, Austur- rikismaður, og hann lagði hvað eftir annað áherslu á það að þetta væri bær sem Foringinn gæfi þeim, gyðingaborg, og þeir ættu að sjá til þess að hún héldist hrein og fáguð, þeir ættu að hlýða lög- unum og vera samvinnuþýðir við yfir- völdin. Teresienstadt myndi afsanna allar þessar hræðilegu lygar sem fólk væri að bera út um illa meðferð Þjóð- verja á gyðingum. Ef skipunum væri óhlýðnast, bætti hann við, ef þeir lugu, smygluðu, stálu, ötuðu borgina út eins og gyðinga var háttur, þá yrði farið með þá eins og venjulega glæpamenn. Og hann beindi athygli þeirra að gálgum skammt frá hliðarinngangi, þar sem líkamar þriggja ungra manna dingluðu. Siðan var hópnum leyft að fara og sagt að yfirmenn hvers hóps fyrir sig myndu vlsa þeim á verustaði og úthluta verkefnum. Aðlaðandi miðaldra kona, Maria Kalova, sem lifði eldraunina af og er helsti heimildamaður minn um árin sem Karl var i Teresienstadt, gekk nú til bróður mins og Felshers. „Weiss? Karl Weiss?”spurði hún. „Já.” Hann hló og sneri sér að Felsher: „Ég trúi þessu ekki. Móttöku- nefnd fyrir fanga. Áttirðu líka von á Felsher vini minum?” „Já, reyndar áttum við það. Fréttir spyrjast. Ég er María Kalova. Ég vinn á teiknistofunni. Þið eigið að vera þar líka. Eiginlega frétti einn SS-foringinn af vinnu ykkar og bað um ykkur." Felsher gretti sig. „Fleiri andskotans ættartölur. Að sanna að þessir þjófar og lygarar komi allir af Friðriki Barba- rossa.” „Vertu feginn,” sagði hún. „Þetta er svo sem ekkert hótel en maður þraukar." Hún gekk með þeim um búðirnar. Karli til mikillar furðu var aðaltorgið snyrtilegt og vel hirt og nokkrar versl- anir. Verslanir I vinnubúðum? Og banki, leikhús, kaffihús. Hann spurði Maríu Kalovu um þetta. „Þetta er allt svindl, gerviímynd. Þetta er mesta falsþorp i mannkynssög- unni gervallri. Bankinn sendir út verð- lausan gjaldmiðil. Það er aldrei til brauð i bakariinu. 1 ferðavöruversluninni geturðu keypt aftur þina eigin tösku. Það er kannski hægt að fá bolla af volgu ersatz-kaffi á kaffihúsinu einu sinni i viku.” „Hvað er þetta?” spurði Karl. „Leikur?” „Nei, þetta er mikið meira en leikur fyrir nasistana," sagði Maria. „Þegar þið komið í svefnskálana sjáið þið að þeir eru fullir af gömlu deyjandi fólki. Við skrimtum naumlega af matarskammtin- um okkar. Það eru þungar refsingar fyrir minnstu yfirsjónir. Sérðu litla virkið þama? Það er Kleine Festung. Þar starfa pyntingarmenn SS. Þetta er I rauninni ekki svo mjög frábrugðið Buchenwald en litur betur út.” „Ég skil þetta ekki," sagði Felsher. „Teresienstadt er skilrikin þeirra upp á heiður og sóma,” sagði María. „Með vissu millibili heimtar alþjóðlegi Rauði krossinn eða einhver hlutlaus þjóð — til að mynda Svíar — að fá að skoða vinnu- búðir. Það er komið með þá hingað. Hér fá þeir að sjá bankann, bióið, bakaríið, búðirnar — og eru beðnir um blessun sína. Um hvað eru þessir gyðingar að kvarta? Foringinn gaf þeim þennan fallega bæ." „Og komast þeir upp með þetta? Trúa eftirlitsmennirnir þeim?” Karli fannst hann vera að missa vitið. „Kannski vilja þeir trúa," sagði Felsher. Teiknistofan í Teresienstadt var stór, björt og loftgóð. Karli skildist strax að fólkið sem vann þar væri yfirstétt og i náðinni hjá yfirboðurum sínum i SS. Hann komst brátt að því hvers vegna þetta var svo. Þau voru öll hluti af þeim áformum nasista að sýna heiminum þessar búðir sem fyrirmyndarbæ, til að dreifa athyglinni frá raunverulegum staðreyndum búðalífsins — frá Auschwitzunum og Treblinkunum sem færu brátt að mala myllur dauðans. Á veggjunum voru litrík veggspjöld með slagorðum, svo sem Sparið mat! Hreinlœti umfram allt! Og hið sigilda Vinnan mun gera ykkur frjáls! Hand- bragðið var glæsilegt. Það er ekki að undra. Sumir fremstu myndlistarmenn Tékka og Þjóðverja voru þarna í haldi. einnig ýmsir hljómlistarmenn, þar á meðal nokkrir hljómsveitarstjórar, tón- skáld og hljóðfæraleikarar. Nokkrir menn voru að vinnu við myndatrönur og máluðu myndir af þvi sem ekki er hægt að nefna annað en „hamingjusamt gettólíf í Teresienstadt”. Karl, sem hafði séð börnin á götunum i Buchenwald og jafnvel i Teresienstadt berjast um brauðskorpur, gretti sig. Rámradda maður fór frá teiknibretti sinu og kynnti sig fyrir Karli og Felsher. Hann hét Emil Frey og hann var for- stöðumaður teiknistofunnar. Hann hafði verið allþekktur listamaður og list- kennari I Prag. „Þið eruð trúlega fegnir að vera lausir við Buchenwald,” sagði hann. „Þetta virðist vera breyting til batn- aðar,” sagði Karl. Frey sagði: „Við erum heppin. Þú, Weiss, og þú, Felsher, skulið halda ykkur á hreinu og þá bjargist þið kann- ski lika.” „Sleppur einhvern tima einhver?” spurði Karl. „Þetta er ekki venjulegt fangelsi,” sagði Frey. „Það er margfaldlega vaktað — veggir, gaddavír, hundar, SS, tékk- neska lögreglan. Það síðasta sem nasist- ana langar til er að heimurinn komist að þvi að þeir eru að ljúga um Teresienstadt — og allar búðimar.” Meðan Emil Frey talaði reikaði Karl á milli myndatrananna og teiknibrett- anna, skoðaði hvað verið var að gera og gyllimyndirnar sem búið var að Ijúka. Þarna var þýskur kvenleiki hylltur, For- inginn sýndur í riddaraklæðum, heill- andi myndir af „búðalifi” — söngleikir, leiksýningar, barnaleikvellir. Maria og Frey þögðu meðan Karl skoðaði teiknistofuna. Felsher elti Karl og hristi höfuðið. Hann nam staðar við hornið á vinnu- borði Freys og horfði stift á hann. „Þessar myndir eru lygavaðall." Frey þagði enn. Svo sagði hann við Maríu: „Stattu vörð við gluggann. Við verðum að byrja að mennta lærlingana okkar tvo." Um leið og María var komin að stóra glugganum tók Frey fjöl úr borði sínu og sótti teikningavafning. Hann breiddi úr þeim og hélt niðri hornunum. „Við erum svolitið vandlátir hérna,” sagði hann við Karl og Felsher. „Þaö sem við sýnum er í einum stíl, kannski róman- tiskum, en við fáumst einnig við raunsæi sem ef til vill má flokka undir þjóðlífsat- huganir.” Fyrsta myndin var pennateikning — hryssingsleg, uggvekjandi — og hét „Dæmdir”. Þrír líkamar dingluðu í gálgum. 1 kring stóðu glottandi SS- menn. Sú næsta hét „Síðasta ferðin" — blýantsteikning af vagnæki af kistum sem allar voru merktar Daviðsstjörnu. „Þínar?” spurði Karl. „Okkar allra.” María kallaði frá glugganum. „Búða- 44 Vlkan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.