Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 43
Sasha frændi og aðrir félagar i and- spyrnuhreyfingu gyðinga heyra raddir frá yfirgefinni byggingu. Hún gerði það. Ég setti köttinn í kjöltu hennar. „Hreinræktaður úkrainskur síams- persneskur köttur. Handa þér.” ,.Ó, Rúdí. hann er jafnveikburða og soltinn og við." „Lærðu af honum. Hann er köttur. Hann bjargar sér.” Ég gaf henni næpu- bita. „Smakkaðu á þessu. Fullt af víta- mínum.” Hún kom bitanum ekki niður og byrjaði að kúgast. „Imyndaðu þér að þetta sé heitt rúnn- stykki. Heit eplakaka. Mmmmm. Og ný- lagað kaffi. Rjóma og sykur?” Ég kom henni til að hlæja. Hún gerði sér upp reiði og henti í mig næpunni. Ég tuggði mína og velti vöngum. „Hér erum við niðurkomin, ekta Berlin- arfjölskylda. Mamma, pabbi og kisa. En við komum aldrei til með að búa í Berlin, Helena.” „Ekki Prag heldur. Við förum til Eretz lsrael." Hún gekk aftur fyrir mig og lagði handleggina um háls mér. „Það skiptir ekki máli,” sagði hún. „Hvar sem þú erl verðég hamingjusöm." „Ég sömuleiðis.” „Og börnin okkar." Ég strauk langsoltnum kettinum. „Þau munu aldrei trúa sögunum sem við segjum þeim. Á flótta frá Prag til Ungverjalands, Rússlands.” Helena hló. „Þau skulu rétt reyna! Það er eins gott fyrir þau að trúa hverju orði." Ég tók hana í faðminn. „Ég sé son minn fyrir mér, Helena. Litinn nagg með tékknesku augun þín og hræðilega tékkneska hreiminn þinn og svo gerir hann grín að mér. „Pabbi, þú ert fullur af knockwurst!”” Hún hló aftur en það var bara til að leyna eymd sinni. Veslings viðkvæma stúlkan. Ég hvatti hana til að strjúka með mér. Hún hafði oft verið full efa- semda. Hún hafði lifað ágætu lífi i Prag áður en Þjóðverjarnir komu. Það var erfitt fyrir hana að fara þaðan. Ég fann til sektarkenndar fyrir að hafa talið hana á þetta. En ég var þess fullviss að ann- arra kosta var ekki völ. Nú horfði ég á hana þar sem hún strauk litla kettinum. Grönn og auðsærð stúlka með hjartalaga andlit, Ijómandi augu og dökkbrúnt hár. Og innra með mér sauð bræðin yfir því hvernig nasist- arnir myrtu fólk eins og Helenu — hik laust, án nokkurra efasemda eða sam- viskubits. Hvað gat hafa skapað þessi skrimsl? Þessa stundina virtist mér ógnin, sem yfir okkur vofði, og skelfingarnar, sem við urðum vitni að hjá Babi Yar og viðar, gera það að verkum að við urðum að elska hvort annað, máttum ekki særa hvort annað, urðum ævinlega að vera hreinskilin og blíð. Helena skildi þetta lika. Ég sá það I augum hennar, fann það í andvörpum hennar og lágværum stunum og í tregðu hennar að sleppa mér þegar við elskuðumst i hlöðum, yfir- gefnum húsum, á ökrunum. Kötturinn stökk niður af borðinu, mjálmaði, teygði úr sér og gekk að opn- um kofadyrunum eins og eitthvað vekti athygli hans. Ég heyrði hljóðað utan. Lágt fótatak, einhver straukst við limgerðið. Útlegðin hafði skerpt heyrn mina og næmi fyrir þessum hljóðum. Flóttafólk? En hvers konar? Úkrainskur skæruliðahópur hafði visað okkur frá. Enga gyðinga, sögðu þeir. Og bættu við að við værum heppin að þeir skytu okkur ekki á staðnum. Einhver sparkaði upp hurðinni, beið. Ég dró hnifinn úr beltinu og gekk aftur á bak upp að einum kofaveggnum. Ég benti Helenu að vera fyrir aftan mig. „Hver er þarna inni?” spurði karl mannsrödd. En hann beið. Hann kom ekki inn. Ég hvíslaði að Helenu: „Farðu undir rúm.” „Það þýðir ekkert, Rúdí. Gefumst upp.” Röddin heyrðist aftur: „Komið út. Hafið hendur fyrir ofan höfuðið. Við erum fimmtiu hérna úti, allir vopnaðir.” Maðurinn sem talaði kom í gættina. Hann var i grófgerðum vetrarklæðnaði, sínu úr hverri áttinni, ekki beinlínis ein- kennisbúningi hermanns en einhverju sem minnti á hann. Hann var með loð- húfu, í gömlum Rauða hers jakka og flókastígvélum. Um axlir hans voru tvö skotfærabelti. Hann beindi Rauða hers riffli að mér. „Rúdí, þetta þýðir ekkert,” kjökraði Helena. „Leggðu frá þér hnífinn.” „Hún hefur á réttu að standa. Hentu honum. Út, bæði tvö. Spennið greipar á höfðinu.” Við gerðum það. Hann færði sig frá svo við kæmumst framhjá honum. Mér flaug í hug að stökkva á hann en það voru aðrir fyrir utan, að minnsta kosti tveir sem ég kom auga á, karl og kona í ámóta sundurlausum hálfgildings ein- kennisbúningi. Þó undarlegt megi virðast voru þau ekki vopnuð. Maðurinn með riffilinn talaði rúss- nesku við Helenu. Hann virtist vera á fimmtugsaldri, órakaður og hrukkótlur. Þrenningin stóð andspænis okkur í dauðum garði horfna bóndans. „Ein andskotans byssa," sagði ég við Helenu. „Ég hefði átt að stökkva á hann og taka hana af honum.” „Ætlarðu að reyna það núna?" spurði hann. „Nei, en kannski seinna. Hvar eru skæruliðarnir þínir fimmtíu?” „Þeir koma þegar ég þarf á þeim að halda.” Það varð andartaks þögn meðan við skoðuðum hvert annað og gerðum okkur loks grein fyrir því að öll fimm voru gyðingar! „Hver eruð þið?" spurði roskni maðurinn. „Ekki Ijúga.” Hann starði á Helenu. „Viltu heldur að ég tali jidd- ísku?” „Við erum gyðingar,” svaraði hún. „Á flótta. Hann er þýskur gyðingur og ég er frá Prag.” Unga konan hneppti frá hálsmálinu á jakkanum sínum og sýndi okkur Davíðs- stjörnu sem hún hafði um hálsinn. „Shalom,” sagði hún lágt. „Shalom,”sagði Helena. Ég var ennþá hikandi að ganga nær þeim, svo tortrygginn var ég orðinn. En Helena hikaði ekki. Hún féll i faðm stúlkunnar og grét af gleði. Roskni maðurinn lét riffilinn síga og rétti fram höndina. Ég endurgalt handtak hans og svo föðmuðumst við lika og ungi maður inn faðmaði mig lika innilega og kyssti mig blygðunarlaust. „Ég trúi þessu ekki,” sagði ég. „Gyðingar með byssur." „Fáar byssur," sagði unga konan hlæjandi. Hún hét Nadya. Hún var mjög dökk yfirlitum og hafði styrkt og greindarlegt augnaráð. „Fimmtíu vopn- 38. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.