Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 24
Jónas Kristjánsson skrifar frá Róm Níu réttir í forrétt Þriflja besta húsið Helsta ferðamannahverfið í Róm er Ludovisis, þar sem áður var Villa Ludovisi, en nú er Via Veneto, mesta mannlífsgata borgarinnar. Þar við göt- una eru langar raðir glæsilegra kaffi- húsa, þar sem hittast tískudrósir og aðalsmenn, listamenn og leikarar. Og þar í hverfinu er þéttust byggð veitinga- husa I allri borginni. Við efri enda Via Veneto, þar sem gatan mætir Borghese-görðunum við Pinciana hliðiðá gamla borgarmúrnum, er þvergatan Via Campania til hægri. Um 100 metra frá horninu, á númer 29, er Giarrosto Toscano, þriðja besta veitingahús Rómar, á eftir Papa Giovanni og Taverna Giulia, sem áður hefur veriðsagt frá i Vikunni. Fengum fimm sekúndur Veitingahúsið Giarrosto Toscano er niðri i kjallara. Við gengum timbur- Giarrosto Toscano er stórt að innan en litið að utan. (Ljósm. KH) tröppur, nánast beint niður i eldhúsið, sem var til hægri. Til vinstri voru svo nokkrir litlir veitingasalir, sem skipt var með bitum, súlum og lágum veggjum. Á leið okkar í innsta sal gengum við fram á hvert borðiðá fætur öðru, hlaðin pasta. grænmeti og ávöxtum. Nýlegur, Ijós panill var á veggjum. svo og litlar myndir, en efst voru hillur með vínflöskum. 1 loftum voru ljósa- krónur úr smíðajárni. Tréstólar og tré- bekkir á flísagólfinu voru með sessum. Þetta var vistlegur og notalegur 70 sæta staður, þétt setinn og annrikislegur í þessu fimmtudagshádegi. Hér var ekki verið að þreyta kolla viðskiptavinanna með því að láta þá hafa matseðla að lesa. Við vorum ein- faldlega spurð að því, hvort við vildum kálfasteik eða nautasteik, hvort við vildum forrétt, hvort við vildum pasta og hvort við vildum rauðvín. Við fengum fimm sekúndur til að svara og þar með var þjónninn rokinn. Fyrst bar hann okkur tvöfalda flösku af rauðvíni hússins. Það voru 1,88 litrar af Chianti 1978, Fattoria la Vigna. Þetta var ljómandi gott vín, þótt við gætum ekki torgað nema helmingnum af þvi. Verðið var aðeins 3.500 lirur, eitt af mörgum dæmum um, að hin ágætu vín hússins í veitingahúsum Italiu kosta nánast ekki neitt. Ostakúlur og sauðaostur Þjónninn setti á borðið hjá okkur sex væna melónubáta. Einnig stórt fat með mörgum sneiðum af hrárri skinku, salami og tvenns konar öðrum pylsum. Ennfremur disk með mörgum kúlulaga mozzarella ostum. Loks körfu með brauði. Og við tókum til matar okkar. ítalir eru sérfræðingar í að verka hráa skinku og nota hana mikið í forrétti. Hún er þá sneidd I næfurþunnar, næstum gegnsæjar sneiðar og gjarnan borin fram með melónum, alveg eins og hér á Giarrosto Toscano. Mozzarella ostar eru sérgrein Napóli- manna og Campaniumanna, uppruna- lega úr bufflamjólk, en nú venjulega úr kúamjólk. Þessi ostur geymist ekki, heldur verður að borða hann alveg nýlagaðan, svo ferskan, að rjóminn drjúpi af honum. Þornaður er hann einskis virði, en nýr er hann mjög góður. Og það er sérkennileg tilfinning að úða i sig heilum ostum I forrétt. Við vorum rétt byrjuð á þessum snæðingi, þegar þjónninn kom og bauð okkur kálfakjötbollur af fati. Þær voru mildar og góðar, bornar fram i þunnri tómatsósu. Að vörmu spori kom hann svo aftur og bauð okkur í þetta sinn upp á olífur. Við fórum að tala okkar á milli um. að eitthvað væri athugavert við þetta. Þjónninn virtist ætla að láta okkur borða allt, sem til væri i húsinu. 1 þeim töluðum orðum kom hann enn einu sinni og lét okkur i þetta sinn hafa eggja- köku með skinkubitum og sérdeilis góðu grænmeti. Ekki vorum við enn búin að bita úr nálinni, því að þjónninn rauk aftur til okkar með steiktar eggaldinsneiðar, kældar og bragðgóðar. Að lokum færði hann okkur Ricotta, mjúkan sauðaost, sem Rómverjar eru mikið fyrir. Hann litur svipað út og óhrært skyr, hvitur að lit, bragðlitill, en bragðgóður. Öll sú veisla, sem hér hefur verið lýst og nægja ætti til margra daga, var raunar bara forrétturinn og kostaði ekki nema 3.500 lírur á mann. Hann er ein sérgreina hússins og heitir „Antipasto misto della Casa”, sem þýðir Blandaðir forréttir hússins. Stórar safasteikur Með aðalréttunum fengum við bland- að grænmetissalat í oliu og ediki, „Insalata mista". Einn kostur ítalskrar matreiðslu er, að yfirleitt er ekki borið fram meðlæti með aðalréttum, heldur er sérstaklega boðið upp á ýmsar tegundir af fersku grænmeti. Annar kostur er, að 24 Vikan 38. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.