Vikan


Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 18.09.1980, Blaðsíða 17
En hinn tigni fursti var ekki af því taginu sem gefst upp viö fyrsta mótbyr. Eftir þvi sem ég best man þaut hann út úr lest sinni og lét ekki laust né fast fyrr en hann hafði komist að því hvert ferð hinnar lestarinnar var heitið og hvar hún hefði næst viðdvöl. Hann hóaði í leigubíl og sjá . . . þegar lest drauma- dísarinnar rann inn á næstu viðkomu- stöð stóð söguhetja vor þar til þjónustu reiðubúinn. Og svo framvegis. Svona nokkuð gerist aðeins í kvikmynd. Þegar lestin nokkru síðar staldraði við í Sonderkobing fékk ég annað um að hugsa. Ég hafði oft áður velt vöngum yfir því hve húsin stóðu þétt upp að járn- brautarteinunum í Sonderkobing, þar sem ekið er áfram út úr bænum. Einbýlishús og nýtísku sambýlishús eru í svo lítilli fjarlægð að lestarfarþegarnir geta í rauninni auðveldlega séð inn til íbúanna. Að vísu ekur lestin oftast hraðar en svo, en undanfarið ár eða svo hafði verið unnið að smiði brúar í tengslum við nýja hraðbraut skammt fyrir utan bæinn og af þeim sökum varð lestin að aka fremur hægt fyrstu kílómetrana út úr bænum. Sjaldnast er • raunar nokkuð merkilegt að sjá inn um annarra manna glugga, auk þess sem flestir draga tjöldin fyrir til varnar forvitnum augum. Og hinir aðhafast einfaldlega ekkert sem aðrir mega ekki sjá. Ég er ekki vitund forvitinn en þegar ekkert annað er að gera en að láta fara vel um sig með kaffibolla og koníaksiögg fer varla hjá því að manni verði litið inn um þessa fáu uppljómuðu glugga. Ekki svo að skilja að nokkurs sé að vænta. Algengasta sjónin er ein eða fleiri manneskjur sitjandi við sjónvarp. Ekki beinlínis spennandi. En þetta tiltekna kvöld var ég sem sagt að hugsa um furstann og drauma- dísina hans og í framhaldi af því komst ég að þeirri niðurstöðu að enda þótt svo undarlega vildi til aðég kæmi skyndilega auga á dáfagra stúlku í einhverjum glugganna, sem nú liðu framhjá sjónum mínum, hefði ég víst nákvæmlega engan möguleika á því að sjá hana aftur. Ekki einu sinni þótt ég stykki upp og togaði í neyðarhemilinn, því að lestin hefði þá þegar ekið fram hjá hundruðum glugga, jafnvel þúsundum, og það væri vonlaust að leita að einhverjum ákveðnum glugga. Ég man að ég brosti með sjálfum mér þegar hér var komið hugsunum minum. Ég er nefnilega ekki viss um að Anna tæki því með þögn og þolinmæði ef eiginmaður hennar kastaði sér út í lélega endurtekningu á gamalli, rómantískri kvikmynd. Á þessu sama andartaki beindist athygli mín að stofuglugga sem ekki var dregið fyrir. Ég verð að bæta því við að þá stundina var lestin á afar hægri ferð, sennilega vegna hindrana við brúar- smíðina sem hún nálgaðist nú mjög. Ég hallaði mér ákafur út í lestar- gluggann og starði inn í stofuna sem augsýnilega tilheyrði fremur stórri íbúð í nýlegu sambýlishúsi. Stofan var vel upplýst og stúlkan, sem sat í einum hægindastólnum, virtist óvenjulega fögur . . . ef til vill ekkert síðri en draumadís furstans í títtnefndri kvikmynd. En nú beindist athygli mín að öðru. Myndarlegur karlmaður kom í Ijós á bak við stúlkuna þar sem hún sat í stólnum. Hann beygði sig yfir hana og sagði eitthvaðsem kom henni til að hlæja. Svo virtist mér hann kyssa hár hennar en því 38. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.