Vikan


Vikan - 11.12.1980, Side 5

Vikan - 11.12.1980, Side 5
Jólaföndur á. Tölur og fœtur eru einnig máluö á korktappana medtössi. Hálfri eldspýtu er borað í tappann og síðan fest upp i hausinn. Húfan er límd á. Handleggjunum er borað i tappann. Pokinn er saumaður úr lérefti og fylltur meðeinhverju mjúku (vatti, lopa o.s.frv.), festur með spotta við handlegginn á öðrum. Fjórir tágabútar, 4-5 cm langir, bundnir saman og stungið í fangið á hinum. Fuglaórói i þennan óróa þarf þrjá jafnstófa köngla, 3 rauðar trékúlur, rauðan þunnan pappa eða þykkan pappír, melgresi. 18 stk. 35 cm löng strá þarf í grindina. 6 strá eru í knippi, 3 snúa rétt, 3 á móti, bundiðsaman á hornunum, skúfarnir látnir standa fram. Kúlan er límborin, beðið í 1-2 mín. og þá límd á lokaða endann á könglinum (þeim meginsem hann var fastur við tréð). Vængir, stél og goggur sniðið úr pappír. Goggurinn límdur yfir gatið á kúlunni, stélið límt í hinn endann, vængjunum stungið i hliðarnar. Skúfur úr melgresi og öðrum stráum bundinn saman. Fuglarnir festir í grindina með spottum. Allir endarnir eru síðan bundnirsamanefstog hengtupp. Grýla gamla á steini Fyrst er köngli tyllt með límdropa á stein og annar jafnstór límdur þar ofan á. Minni köngull, gjarna með stórt „nef", (þaöerfyrrverandi tenging viö tréð) er efst. Fætur og hendur eru úr föndurpípuhreinsurum sem vafðir eru með tvöföldum plötulopa. Fótleggirnir eiga að vera 14-15 cm langir en hand- leggirnir um 10 cm langir. Þegar búið er að vef ja er hand- og fót- leggjum stungið í köngulinn, límboriðaðeins ef vill..Þá'6'r tekið til við að sníða og „sauma" fötin. Svuntan er höfð um cm styttri en pilsið. Rekið aðeins úr efninu á pilsi og svuntu. Brjótið upp á svuntuna að ofan og þræðið með pilsinu. Ath. að pilsið er ekki saumað saman að aftan heldur bundiö (annars væri ekki hægt að klæða kellu í). Háriðer úr lopa- kembu (líka má nota lopa), límt á kollinn, slæöan bundin að framan. Sjalið er bundið saman að aftan. Skórnir eru saumaðir saman, smeygt upp á fæturna og dregið örlítið saman til að festa þá betur. Mjúk hjörtu Hjörtun þrjú eru gerð úr veggfóðurstriga, efnisbútum, dralonkembu og spottum. Strigahiörtun eru teiknuð og 50. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.