Vikan


Vikan - 11.12.1980, Síða 19

Vikan - 11.12.1980, Síða 19
tfo- Við Santa Croce: Dino i H6r«na «r aHt á sama stafl, hflfufl- klrtcjur og halllr endurraisnartimans. Hér ar gengið Inn i sæki hinna dýrlagustu vfna i Dlno. (LJósm. KH) Riserva af árgangi 1970, hæfilega gömlu. Það var dimmt á litinn, dálítið gruggugt, hafði höfugan blómailm, sem batnaði stöðugt þá tvo tíma, sem við vorum þarna. Sumir segja raunar, að Brunello di Montalcino þurfi að taka upp sólarhring fyrir notkun. Bragðið var voldugt, þungt og milt i senn og bar þess merki, að vínið hefði mátt geymast mun lengur. Sérstakur vínþjónn notaði allar helstu serimoníur, þegar hann hellti víninu úr flöskunni í karöflu yfir kertaljósi til að tryggja, að gruggið færi ekki með. Þegar hann. var farinn, kom signora Dino og sagði okkur að drekka gruggið líka. Svona dýrt vín mætti ekki fara til spillis. Við stálumst þá til að drekka þaðog þótti harla gott. Allt í rösemd Smám saman fylltist veitingahúsið og klukkan hálftvö var hvert sæti skipað. Allt fór samt fram með mestu ró. Engin tilraun var gerð til að flýta borðhaldi okkar, sem því miður er víðast gert annars staðar á Italiu. Signora Dino vildi greinilega, að við hefðum nógan tíma til að sötra vínið. 1 forrétt fengum við okkur annars vegar „Penne alla boscaiola”, ágætar, stuttar hveitilengjur með kjötsósu á 1.500 lírur. Hins vegar „Spaghetti con strigoli”, mjög gott spaghetti með grænni sósu á 1.500 lirur. Ofan á báða forréttina fengum við rifinn Grana ost. Annar aðalrétturinn var „Pette di pollo al curry con riso pilaw”. Það var kjúklingabringa I karrísósu með hris- grjónum og hnetum. Kjötið var mcyrt og karríbragðið hóflegt. Rétturinn í heild var spennandi og mjög góður. Hann kostaði 5.000 lírur. Þjöðarréttur ítala Hinn aðalrétturinn var „Osso Bucco Milanese”, kálfaleggur nteð gulum, eggjasoðnum hrísgrjónum, ágætur á bragðið og kostaði 5.000 krónur. I einni Feneyjagreina minna um síðustu áramót lýsti ég matreiðslu þessa þjóðar- réttar ltala. Allir þessir réttir voru valdir samkvæmt ráðleggingum matreiðslu- mannsins. Með þeim fengum við þlandað hrásalat árstíðarinnar, „Insalata di stagione” á 800 lírur. Það voru salatblöð, tómatar og seljurót, vætt í olíu og ediki að ítalskri venju. Á eftir fengum við okkur auðvitað osta á stað sem þessum. Annars vegar fengum við margfrægan gráðaostinn Gorgonzola, sem var hreinasta sælgæti. Og hins vegar harðan sauðamjólkurost, Pecorino, mjúkan og fastan í senn. Við völdum þessa osta af 15 ostum á vagni. Skammturinn kostaði 1.000 lírur á mann. Það var svo með trega að við kvöddum herra og frú Dino og stigum út í sólskinið til að hyggja frekar að fortíðinni. ítalfa kvödd aö sinni Og með þessari grein kveðjum við Italíu að sinni. Hér hefur verið sagt frá átta bestu veitingahúsum Flórens og fimmtán bestu veitingahúsum Rórnar, svo og þeim hótelum beggja borganna, sem best hlutfall hafa verðs og gæða. Áður var ég búinn að gefa lesendum Vikunnar hliðstæða skýrslu frá Feneyjum. Áhugasamir lesendur Vikunnar ættu því að vera vel í stakk búnir, ef þá langar til að iíta á sögustaði ttalíu. Jónas Kristjánsson (Dino, Via Ghibellina 51 r, lokað sunnudagskvöld, mánudaga og júli). *o. tbl. Vlkan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.