Vikan


Vikan - 11.12.1980, Page 31

Vikan - 11.12.1980, Page 31
Kvikmyndir um hátíðarnar REGNBOGINN The Jazz Singer Árið 1927 kom út fyrsta útgáfan af The Jazz Singer. Með aðalhlutverk fór A1 Jolson og hann varð heimsfrægur á skömmum tima. Þetta var ein af fyrstu talmyndunum og hún fór sigurför um heiminn. Líklega er frægasta atriðið þegar Jolson, litaður svartur i framan eins og tiðkað var þá, krýpur á öðru kné á sviðinu og syngur Mammy. 1 janúar 1980 hófst taka nýju út- gáfunnar af The Jazz Singer með Neil Diamond i aðalhlutverki. Kvikmynda- gerðin kostaði nærri 9 milljarða íslenskra króna (gkr.) og er henni að ljúka núna rétt um jólin. Það má því með sanni segja að jólasýning The Jazz Singer í Regnboganum sé ein af heims- frumsýningum myndarinnar. Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna fjallar The Jazz Singer um ævi og ástir bandarísks jazzsöngvara sem heitir i nýju útgáfunni Jess Robin en hét i Jolsonútgáfunni Jakie Rabinowitz. Jess býr með eiginkonu sinni hjá föður sínum en yfirgefur þau til að leita frama í Los Angeles. Faðir Jess syngur í gyðingabænahúsi I New York og gefur ekki mikið fyrir viðleitni sonarins til að koma sér áfram í skemmtanaiðnaðinum. Kona Jess bíður heima á meðan hann reynir að komast áfram. Bæði faðirinn og eiginkonan leita Jess uppi á vesturströnd Bandaríkjanna og reyna að telja hann af áformum sinum. Myndinni lýkur með því að feðgarnir sættast og Jess mætir fyrir veikan föður sinn á gyðingamessu til að syngja. Auk Neil Diamond leika Laurence Olivier, Lucie Arnaz og Catlin Adams helstu hlutverk. Richard Fleischer leikstýrði myndinni. HAFNARBÍÓ The Border Jólamynd Hafnarbíós fjallar um landamærin milli Mexíkó og Bandarikj- anna og baráttu milli lögreglu og saka- manna sem smygla fólki yfir til Bandaríkjanna. Myndin hefst á því að Iögreglumaðurinn Cooper (sem Telly Savalas leikur) horfir á vin sinn keyrðan niðuraf mannasmyglurunum. Yfirmaður landamæralögreglunnar tekur við mútum frá landeigandanum Don Suarez og Cooper veit af öllu saman. Saman við málið fléttast örlög hjónanna Benny og Leinu. Þau eru vinir Coopers og Benny hefur tekið sér vinnu við að keyra smyglarabíla yfir landamærin. Suarez hefur áhuga á að halda Benny sem lengst í burtu og kemur í ljós að ástæðan er sú að hann ágirnist Leinu. Sennu milli þeirra lýkur með þvi að Suarez nauðgar Leinu. Hún hverfur siðan og Cooper og Benny leita hennar. Benny kemst að raun um hvað hefur komið fyrir Leinu og hann stefnir í átt til búgarðsins. Cooper fer í humátt á eftir og þeim tekst að ná Suarez á sitt vald og sleppa burt við illan leik. Lögreglu- stjórinn kemst nú í spilið og þá er ekki sökum aðspyrja ... Aðalhlutverk leika Telly Savalas. Danny de la Paz og Eddie Albert. Leikstjórinn heitirChristopher Leitch. so. tbl. Vikanjl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.