Vikan


Vikan - 11.12.1980, Síða 35

Vikan - 11.12.1980, Síða 35
 Kvikmyndir um hátíðarnar *■ NÝJA BÍÓ STJÖRNUBÍÓ Óvætturinn Áætlað er að frumsýna í Nýja biói helgina fyrir jól kvikmyndina Óvættur- inn. Mynd þessi er sennilega þekktari undir heiti sinu á frummálinu sem er Alien. Myndin er frá árinu 1979, fram- leidd af Twentieth Century Fox. Leikstjóri er Ridley Scott. Myndin er framtíðarsýn. Hún fjallar um geimfara, fimm karla og tvær konur á geimstöð langt út í geimnum. Þau verða fyrir ágangi geimskrimslis eins ógurlegs og berjast örvæntingarfullri baráttu gegn óvættinum. Hlutverkin eru I höndum Tom Skerritt, Sigourney Weaver, Ver- onica Cartwright. Harry Dean Stanton. John Hurt. Ian Holm og Yaphet Kotto. Mikinn og flókinn tækniútbúnað þurfti við gerð myndarinnar þar sem hún gerist eingöngu úti I geimnum og fjallar um hluti sem eru lítt þekktir hér á jörðu niðri. Hún er sögð vera ein áhrifamesta hrollvekja sem gerð hefur verið. Hárin rísa á höfðum áhorfenda og kaldur hrollur hríslast niðurbakiðá þieim. Hita- stigið I salnum lækkar — og svo er æpt. En úti I geimnum heyrirenginn ópin. Óhætt er að segja að þessi kvikmynd er ekki ætluð börnum og viðkvæmu fólki. Þeir sem hafa hins vegar gaman af að láta hræða sig ættu að fá eitthvað fyrir snúðsinn í Nýja bíói. Trinity- bræður enn í fullu fjöri Jólamyndin i Stjörnubíói er að þessu sinni Trinitybræðra hrakfarasaga og eins og búast má við sýna þeir „bræður" hina mestu hreysti og hugvitsemi á ýmsum sviðum. Sannkölluð jólagjöf til handa aðdáendum þeirra bræðra hérlendis. Geysispennandi og bráðskemmtileg itölsk-amerísk mynd I litum með hinum frábæru Bud Spencer og Terence Hill í aðalhlutverkum. Mynd. sem kemur öllum I gott skap. Aukahlutverk: Kim McKay, Jerry Lester, Woody Woodbury og Carlo Reali. Handrit skrifað af Bruno Corbucci, Mario Amendola, Sabatino Ciuffini og Sergio Corbucci. — Tónlist samin af Guido og Maurizio de Angelis. — Kvikmyndun annaðist Luigi Kuweiller. Búningar hannaðir af Franco Carretti. Framleiðandi er Vittorio Galliano. — Leikstjóri er Sergio Corbucci. AUSTURBÆJARBÍÓ „10" Jólamyndin i Austurbæjarbíói heitir ., 10” og kom út á siðasta ári. H ún fjallar um tónskáld sem semur tónlist við kvik- myndir I Hollywood. Tónlistarmanninn George leikur grínistinn Dudley Moore. en George verður skyndilega ástfanginn af konu (Bo Derekl sem honum finnst vera fullkomnun kvenlegrar fegurðar. Hann segir skilið við kærustu sína „Sam”, sem Julie Andrews leikur, og leggur land undir fót. Blake Edwards stjórnaði töku myndarinnar og hann samdi einnig handritið. Henry Mancini samdi tónlistina og kvikmyndatökumaðurinn heitir FrankStanley. . c> George (Dudley Moore) uppsker árangur eltingaleiksins og kemst i nömunda við Jenny (Bo Derek), sem hefur gengið i það heilaga — með öðrum. SO. tbl. Vlkan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.