Vikan


Vikan - 11.12.1980, Page 41

Vikan - 11.12.1980, Page 41
V við bruna og nýtist til matseldar og til að knýja vélar. Á sjötta áratugnum störfuðu margar þess konar gasverk- smiðjur á hagkvæman hátt í Vestur-Þýskalandi. En síðan varð brennsluolían hræódýr og menn misstu áhugann á bænda- gasinu. Hins vegar munu starf- ræktar 50.000 slíkar gassmiðjur í Indlandi og Kína. Tæknideild vestur-þýska land- búnaðarráðuneytisins hefur komist að þeirri niðurstöðu, að það borgi sig að framleiða lif- rænt gas ef nautgripimir eru 15 eða fleiri. Með slíkri gasfram- leiðslu gætu Vestur-Þjóðverjar sparað 600 milljónir lítra af brennsluolíu ár hvert, og er þá ekki meðtalin orkan sem eftir situr i áburðinum sem skilar sér eftir gasvinnsluna. Með landbúnaðarstefnu sinni ýtir Efnahagsbandalagið undir hneykslanlega orku- og næringarefnasóun. Þau 600.000 tonn af smjöri sem hlóðust upp í geymslum í september árið 1979 höfðu sama hitaeininga- gildi og sama magn af hráolíu. Aftur á móti var fjórfalt meiri orka notuð til að framleiða þetta smjörfjall. Við mjólkurfram- Misskipting gœðanna leiðslu tapast þrjár af hverjum fjórum hitaeiningum sem felast í fóðrinu. Og við allt bætist sú orkusóun sem felst í því að geyma smjörfjallið í kæli- geymslum. Enn meiri er sóunin við nauta- kjötsframleiðslu. Fyrir eina hita- einingu af nautasteik þarf að demba tólf hitaeiningum af fóðri í nautgripinn. Verst er samt að ekki er notað venjulegt skepnu- fóður, heldur fæðutegundir sem ágætlega henta til manneldis, eins og kornmeti og eggjahvítu- ríkt sojamjöl. Matvæli af þessu tagi væru vel þegin á hungur- svæðum heimsins. 50 milljón tonn af þessum matvælum flytur Efnahagsbandalagið inn árlega sem skepnufóður, jafnvel frá löndum þar sem hungurs- neyð geisar. í september á þessu ári lagði Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna til atlögu gegn hungursneyðinni sem geisar í 26 Afríkuríkjum með 150 milljónir íbúa. Sárlega skortir 2,4 milljónir tonna af kornmeti, — aðeins smábrot af þeim matvælum sem árlega renna ofan í þarma evrópskra húsdýra. im Skop © Bvlls 50. tbl. Vlkan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.