Vikan


Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 46

Vikan - 11.12.1980, Qupperneq 46
Við fórum til Rómar án nokkurs undir- búnings. Þegar þangað var komið áttaði ég mig á að móðir mín var jafn ókunnug í þessari borg og ég. Hún kunni ekki einu sinni á síma. Hún reyndi að hringja en án árangurs. Það endaði með þvi að við fórum inn á bar til að fá hjálp. Hún ætlaði að ná í föður minn. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Hvaðert þú aðgera i Róm?” „Við viljum hitta þig. Sophia er nteð mér. Hún vill gjarnan hitta þig. Hún er fárveik.” Oft hafði hún reynt að blekkja hann með veikindum. Það tókst i þetta skiptið. „Allt i lagi."sagði hann. „Viðskulum hittast heima hjá möntrnu.” Amma min var lilið glöð að sjá okkur. Hún var heldur kuldaleg, en bauð mér glas af mjólk. meðan viðbiðum eftirsyni hennar. Við sátum einar og biðunt. Hann var ekki fyrr kontinn. en hann sagði: „Þið getið ekki verið hér.” Svo sagði hann: „Ég á enga peninga.” Hann leit á ntig og sagði: „Mér sýnist hún ekki vera neitt veik.” Mamma sagði honurn i hvaða erindunt við værum. Hann rauk upp: „Kvikmyndir. Þú ert galin. Það er full- komið brjálæði. Þú veist lítið hvaða harka er i þessari borg. Hér er ekki auðvelt að komast áfram. Hún er heldur ekki svo falleg. Þú getur reynt. en ég kem ekki nærri því.” „Ég hélt bara, þet'ta er nú dóttir þín.” sagði mamma, „að þú vildir hjálpa henni að komast áfrant I lifinu. Hún þarf að komast áfram.” „Ef hún vill gera sig að fífli,” sagði hann. „Ég lét mér detta I hug að þú vildir hjálpa eitthvað til,” sagði mamma. „Þú hefur aldrei lagt svo mikið sem liru nteð henni —” „Ég á enga peninga. alla vega ekki til þess að láta i svona vitleysu. Kvikmyndaleikur! Þú getur hvað sem þú vilt, en ég vil engan þátt eiga í þvi.” Hann gekk ákveðinn aðdyrunum og rak okkur út. Aðra þekktum við ekki i Rónt, nema frænku mína sem ég hafði aldrei séð. Mamma hringdi nú i hana. Hún var jafn kuldaleg, jafnvel áður en hún vissi nokkuð um erindi okkar. Hún notaði sama orðið, „brjálæði”, þegar hún heyrði hvað við ætluðum okkur. Hún reyndi að fá mörnntu til að taka næstu lest til Pozzuoli. Eftir nokkurt þras fékk mamma vilyrði fyrir að við mættum gist^hjá henni i viku leigulaust, eftir það yrðum við að gjalda henni leigu. Við sváfum á dýnu i dagstofunni. Þann tima sem við vorum hjá henni i dagstofunni, gættunt við að fara ekki að sofa fyrr en heimilisfólk var gengið til náða. Við fórum á fætur fyrir allar aldir og vorunt komnar út áður en aðrir voru vaknaðir. Við fundum að við vorunt ekki velkomnar. Farangur okkar var Sophia Loren — ævi og ástir í þessari bók segir Sophia Loren sjálf frá, en frásagnir annarra tengdar efninu eru ofnar inn í frásögnina. A. E. Hotchner skráði, en Páll Baldvinsson þýddi. Það er Iðunn, sem gefur bókina út. lítill, svo ekki fór mikið fyrir okkur. Ég var í svörtum kjól nótt sem dag. af þvi mamma sagði að ég væri svo glæsileg í svörtu. Það kom i Ijós að Quo Vadis átti að verða mannntörg mynd. Cinecitta var full af fólki sem vildi fá vinnu. Þaðskipti þúsundum. Leikstjórinn, Mervin Le Roy, lét fólkið ganga hjá sér i röð. Svo valdi hann þá úr sem honum þóttu koma til greina. Þeir voru svo kallaðir í viðtal til hans. Við mamma voru báðar .valdar. Mamma sagði mér að svara öllunt spurningum Amerikanans með „yes”. „Sama hvað þeir spyrja þig. brostu bara og segðu „yes". „Þelta gerði ég. Ég brosti bara og jánkaði öllum spurningum. Leikstjórinn komst að hinu sanna þegar hann spurði mig um nafn og heimilisfang og fékk ekkert svar nema bros og „yes”. Hann lók þessu vel, en ég fékk ekki^ hlutverkið sent hann hafði i huga, þar sem það byggðist á nokkrunt setningum á ensku. en við vorum báðar ráðnar i aukahlutverk. Við fórum og sögðum til okkar á stóra tökusviðinu þar sem allir aukaleikar- arnir voru samankomnir. Aðstoðarleik stjóri kallaði upp nafn hvers og eins. Hann kallaði „Villani” og mamma steig fram. Hann kallaði „Scicolone” og ég steig fram. Ég gekk upp að borðinu hans, en þangað var komin einhver kona. „Hvor ykkar heitir Scicolone?” spurði hann. „Ég,” sagði konan. „Hvað þykist þú vera?”spurði hún mig. „Hann kallaði á Scicolone og ég er það.” Ég gat ekkert sagt. Við stóðum þarna framnti fyrir hundruðum leikara sem allir hlustuðu á þetta rifrildi. Konan stóð fyrir framan mig og horfði á ntig með heiftarlegum svip. Það var dauðaþögn á sviðinu. eins og taka væri að hefjast. Skyndilega varð mér ljóst hver þessi kona var. Þetta var stjúpa mín. Ég hafði aldrei séð hana áður. Þetta var konan sem faðir minn hafði búið með eftir að mamma neitaði að koma til Rómar til að losa hann undan giftingunni. Marnnta hafði alltaf kallað hana móðurnafni, Nella Rivolta hét hún. Mamnta talaði illa um þessa konu. Og nú stóð hún hér og æpti að rnér frammi fyrir öllu þessu fólki. Bræðin sauð i henni. Þetta augna- blik hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær báðar, hana og móður mina. Þær höfðu keppt um hylli sama mannsins. Nú sóttu þær báðar um starf og dóttirin fylgdi annarri. Mér var sama um eftirnafnið Scicolone. Það skipti mig engu máli. Stolti minu var ekki misboðið þó ég yrði að taka annað nafn. Ég hefði eins getað borið Villani-nafnið. Það skipti systur mína meira rnáli. Hennar sjálfsálit þarfnaðist þessa nafns. Mig skipti það engu. Ég var borin i lausaleik. nafniðgat engu um það breytt. Það var munurinn. Aðstoðarleikstjórinn kom okkur til hjálpar. „Scicolone. Sofia,” sagði hann og lagði áherslu á skirnarnafnið. 46 Vlkan 50. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.