Vikan


Vikan - 28.05.1981, Page 2

Vikan - 28.05.1981, Page 2
HUSRAÐ 1. Reynið að setja grófan lérefts- eða strigaklút á borðið þegar þið fletjið út deig. Það festist ekki og þá er maður laus við alla fitu á borðinu. Eins er gott að setja skálm eða ermi af bómullarflik (helst fitinal utan um kökukeflið. 2. Það getur verið erfitt að prjóna úr uppraki. Reynið að vefja því utan um straubretti, pressa það með deigum klút og hengja til þerris og vefja því síðan i hnykil. 3. Setjið 2-3 teskeiðar af ediki í vatnið ef sjóða á pylsur. Þær verða stökkar og betri. 4. Þegar þið brúnið kartöflur, þá setjið örlítinn rjóma saman við. Þið fáið fallegar og gljáandi kartöflur. 5. Þegar frysta á kjöt, grænmeti eða annan mat er fljótlegt og auðvelt að loka pokunum með heftivél. 6. Það er ágætt ráð að velta medister- pylsu upp úr hveiti, þá springur hún ekki viðsteikingu. 7. Það er erfitt að ná hvítkálsblöðum heilum af. Setjið tappatogara í stöngul- inn, látið siðan kálhausinn ofan í pott með sjóðandi vatni, eftir 10 sekúndur eru ystu blöðin laus. Endurtakið þetta þar til komið er nóg i kálbögglana. 8. Ef maður á ekki rasp má með góðu móti nota kornflögur. Myljið þær aðeins og það bragðast ekki siður. 9. Ef kerti bogna þá reynið að setja þau augnablik i mjög heitt vatn, rúlla þeim síðan á sléttri plötu. 10. Ef maður á afgang af þeyttum rjóma, sem geymist mjög illa, er gott að sjóða hann aðeins, þá fær maður ágætan kaffirjóma sem geymist vel. Ég læt fylgja með tvær smáskrýtlur ef þið getið notað þær. Þar sem kvennaárið er liðið er mér víst óhætt að segja joetta: Konan er eins og frasblettur, það þarf að halda henni niðriogslá hana oft. tk Síðustu fréttir frá Rússlandi: Tannlæknar eru að fara á hausinn, það þorir enginn að opna munninn. Hvað? Er Mogginn nú kominn með sérefni á rússnesku — eða hvað? Það verður að játast að þeir eru mjög vissir í sinni sök, að Rússarnir komi, fyrst þeir eru strax farnir að prenta rússneskar fréttir. Sölumenn Hnýtingaverslun sendi tvo sölumenn út á land til að selja hnýtigarn, tréperlur og annað til hnýtinga. Stuttu seinna fékk verslunarstjórinn tvö bréf. Annað var á þessa leið: „Kem á morgun, hér er enginn markaður, hér hnýtir enginn.” Hitt hljóðaði svona: „Sendu eins mikið og þú getur hingað. Hér hnýtir enginn en markaður ótakmarkaður." Nokkrir fúlir krakkabrandarar Hvers vegna fór hesturinn yfir hæðina? Af því að hann komst ekki undir hana. Fyrsta mannæta: Er ég of seinn i kvöld- matinn? Önnur mannæta: Já, það eru allir búnir. Mannætan: Hvað kostar máltíðin hér? Þjónninn: 10 kr. á mann. Mannætan: Þá ætla ég að fá einn með öllu. Sonurinn: Amma er svo vond. Mamman: Þegiðu og haltu áfram að borða. „Frú mín, hundurinn yðar hefur verið aðeltamannáhjóli." „Hvað vitleysa, hundurinn minn kann ekki að hjóla.” MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1981 UT9 *19yH jnT/fl ‘ÍÍTífll ^iúCrvr/ -Ijflfli/il> B VririÍTiJÍí-f/l'n run m 8 ■ '1 « 1 ■■■ ' : Pm X Vlkan XX. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.