Vikan


Vikan - 28.05.1981, Síða 12

Vikan - 28.05.1981, Síða 12
mönnum til sjálfshjálpar, hægt og bít- andi, eitt skref í einu. Þaö er auðvitað nauðsynlegt að það séu forystumenn í landinu, vel menntaðir menn sem kunna vel til verka. En mér finnst það ekki síður mikils virði að allur almenningur fái breiðan þekkingargrundvöll til að byggja á. En þetta eigum við oft erfitt með að hugsa okkur, tæknimennimir sem förum suður á bóginn, við kunnum svo mikið að við viljum sjá eitthvað verulegt gerast. En þetta er alveg eins og þegar við lærðum að lesa. Fyrst kom Gagn og gaman, síðan Litla gula hænan, alltaf urðu orðin stærri og letrið smærra. Við byrjuðum ekki strax að lesa eðlis fræðina. Við lærum af Afríkubúum Afríkumenn geta kennt okkur mikið í mannlegum samskiptum. Ég held að ef við förum þarna suður eftir sé það alveg lifsnauðsyn að við áttum okkur á þvi að við höfum jafnmikið að læra af þeim eins og þeir af okkur. Ekki minna. Sjálfsmorð og hjónaskilnaðir eru fátíð í Afriku. í stórfjölskyldunni hefur hver maður sitt hlutverk, amman og afinn sjá um börnin á meðan mamman er úti á akrinum og pabbinn að veiða, þannig tengjast börnin við fortíðina. Frænkurnar og frændurnir hafa líka sín hlutverk. Einstrengjafiðlan KRA'H er eitt vinsælasta hljóðfærifl í Eþíópíu. Farandsöngvarar nota hana sem sitt helsta hljóflfæri. Grá hár eru mikils virði í Afríku. Á einum stað í Vestur-Afríku sá ég hvernig ákvarðanir eru teknar. Upp kom vanda- mál í þorpinu. Það var safnað saman öllum karlmönnum í þorpinu og þeir settust undir greinar trés eins. Síðan lýsti sá yngsti skoðun sinni og þannig koll af kolli eftir aldri, þar til komið var að þeim elsta sem hafði nú heyrt skoðanir allra hinna. Aldursforsetinn kvað upp úrskurð í málinu: Hann hafði revnsluna. Hér gerist það hins vegar að það er auglýst eftir mönnum I vinnu og tekið fram að þeir megi ekki vera eldri en 35 ára. Það er almennt útbreidd verka- skipting i Afríku að konurnar sjá um akuryrkjuna en karlarnir veiða í matinn IX Vlkan XX. tbl. og sjá um varnir. Þetta má sjá daglega, til dæmis á mörkuðunum þar sem karlarnir koma rekandi sauðféð en konurnar á eftir með stórar byrðar. Konur og asnar, það eru burðardýrin I Afríku. Karlmaður sem setur byrði á bak sér missir karlmennsku sína. Afstætt myndskyn Litir hafa auðvitað geysimikið að segja fyrir allar þjóðir og ekki sist þjóðirnar suður í Afríku. Mér varð þetta sérstaklega ljóst í sambandi við kristni- fræðikennsluna. Þegar kristniboðarnir komu með myndefni sitt var það' á vissan hátt móðgandi við Afríkumenn því að Jesús var hvítur og allt er miðað við hvítar aðstæður eins og hann er fæddur og upp alinn í Gyðingalandi. Þá kom einn kristniboðinn með þá góðu hugmynd að sýna ekki myndir af andlitinu sem slíku heldur gera klipp- myndir úr mismunandi litum pappir. Þessi kristniboði var frá Sierra Leone sem er niður við sjöinn og hann hafði Júdas grænan, Jesúm ljósan og læri- sveinana bláa. Þetta gekk allt ljómandi vel. Kristniboðarnir frá Malí ætluðu að nota sömu aðferð en það gekk alls ekki.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.