Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 29

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 29
Mótorhjólaskvísur sjúkrakassi, bón, pizzas (gúmmi- gljái), vaskaskinn, olíusía, keöju- úði. Einnig leðursamfestingur og hanskar, regngalli, varmapoki og eða varmateppi, pottasett og hnifapör, tuskur, nál og tvinni, plastpokar, hárnæring, sjampó, Kotex, Ijósar buxur, þrir stutt- ermabolir, einn ermalaus, tveir langermabolir eða skyrtur, stutt- buxur, bikini og fernir sokkar. tasðinu i Hannover. Hittumst á Rimini þann þriðja Bogga tók á móti mér í Kaupmanna- höfn, þótt hún væri reyndar í prófum í skólanum í Hannover. í Kaupmanna- höfn bjuggum við hjá íslenskum kunningja. Þaðan fórum við beint til Hannover, Bogga í prófið en ég skoðaði mig um á meðan. Þar hittum við nokkrar íslenskar stelpur sem voru á lestarferðalagi. Við mæltum okkur mót á Rimini þann þriðja september og vorum ákveðnar i því að láta það standast. Við fórum eins og áður segir saman i þetta ferðalag á hjólinu og með allan, farangur á því fyrir okkur báðar. Frá Hannover lögðum við af stað á hádegi þann 24. ágúst og ókum hraðbrautina til Kölnar. Þegar við ætluðum að leggja af stað frá Köln og langt komnar með að pakka tók ég eftir því að allt loft var farið úr afturdekkinu. Þar með var hætt við allt saman, puncture pilot sprautað i dekkið og haldið af stað til að bjarga málum. Það tók bara allan daginn! Fyrst var að finna heimilisfang einhvers verkstæðis og þá að finna verk- A leið til Bazal rann eln rauðvin Ijúflega niður kverkarnar. stæðið. Þegar þangað var komið voru dekkin ekki til og þeir vildu helst panta þau frá Dunlop. Það leist mér alls ekkert á og við lögðum af stað til þess að leita uppi búð sem við höfðum tekið eftir daginn áður. Eftir að hafa villst nokkrum sinnum fundum við búðina og keyptum þar afturdekk og slöngu ásamt bolum með Kawasaki prentuðu á. Þá var að fara aftur á verkstæðið og ljúka þessu. Þegar þangað kom komumst við að því að við þurftum sjálfar að taka dekkið undan. Þá tók verkstæðismaður- inn við, skipti og ballanseraði, en síðan máttum viðsvo setja undir aftur. Þá var dagurinn líka úti. Itölsk „sjálfsþjónusta" Daginn eftir héldum við af stað og ókum hraðbrautina til Bonn og síðan þjóðveginn upp með Rín og til Koblenz. Þaðan svo hraðbrautina til Trier og alla leið til Lux. í Lux bjuggum við hjá íslenskum kunningja og héldum þaðan til Stutt- gart, þar sem við lentum á eins konar uppskeruhátíð. Næsti viðkomustaður var Wangen en þar bjuggum við einnig hjá kunningjum, þýskum strákum sem Sigurborg og Valgerður slaka vel á eftir langt ferðalag, komnar aftur til Hannover. 22. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.