Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 41
■
Framhaldssaga
hafði ekki dottið það i hug fyrr. Þegar
hann hugsaði sig betur um komst hann
að þeirri niðurstöðu að hann hefði aldrei
hugsað neitt um hana öll árin sem þau
gengu í gagnfræða- og menntaskólann.
Það var vist ekki síðan honum fannst að
hún væri orðin alveg eins og jafnleiðin-
leg og allar hinar stelpurnar. Eftir þessi
vonbrigði hafði hann víst alveg þurrkað
Vönju úr huga sér.
En þau hlutu að geta orðið vinir á ný.
Það hlaut að vera hægt að höggva gat á
þann íshjúp sem hún faldi sig í. Vafa-
laust yrði það auðveldast ef honum
tækist sjálfum að vera eðlilegur og tala
við hana i fullri hreinskilni. Já, hvers
vegna ekki? Hann gæti bara einfaldlega
spurt hana hvers vegna hún hefði breyst
svona mikið, hvers vegna hún væri
orðin svona. Eða mundi hún kannski
móðgast? Skyndilega varð honum ljóst
að það var honum meira virði en allt
annað að hún hyrfi ekki frá honum
aftur.
Hann heyrði að hún kom vaðandi upp
að ströndinni en hann hreyfði sig ekki og
lét sem hann vissi ekkert um að hún
væri að koma. Þegar hann heyrði að
hún var alveg að koma til hans sneri
hann sér letilega við og sagði:
„Var vatnið hlýtt?”
„Já, dásamlegt. Alveg hæfilegt.”
Hún var broshýr og heillandi,
augsýnilega í góðu skapi. Hárið var
rennandi blautt og féll niður á axlirnar.
Hún fleygði baðkápunni yfir sig og Þor-
björn hélt að hún ætlaði að skipta og
fara í stuttbuxur. En í stað þess settist
hún á hækjur sínar, hélt saman höndum
undir hnjánum og horfði dreymandi út
á fjörðinn.
„Ætlarðu ekki að láta blessaða sólina
baka þig?”
„Nei, ekki alveg strax. Það er ofurlítill
hrollur í mér eftir baðið.”
Þorbjörn stóð upp og starði á hana.
Þetta var eitt af því furðulegasta sem
hann hafði heyrt. Það var næstum því
30 stiga hiti I skugganum og sjórinn
meira en 20 stig og Vanja sat í baðkáp-
unni og sagði að sér væri kalt! Annað-
hvort var hún sú siðlátasta og tepru-
legasta stúlka sem hann hafði hitt eða þá
hreint og beint eitthvað skrítin.
„Ertu kannski veik?”
„Nei, alls ekki.”
„í fullri alvöru, Vanja: Getum við
ekki reynt að vera vinir og komið eðli-
lega fram hvort við annað eins og fyrr?
Það er eitthvað sem þú byrgir inni, eitt-
hvað sem þjakar huga þinn en ég hef
ekki hugmynd um hvað er. Ég hef
sannarlega ekki hugsað mér að sýna þér
neinn yfirgang eða éta þig upp en í ham-
ingju bænum sittu ekki þarna og ímynd-
aðu þér að ég sé eitrað skorkvikindi sem
þig langar mest til að hafa sem lengst frá
þér!
Hann beit sig I vörina. Skammarlegt
að hann skyldi ekki geta haft fullt vald á
sér. Þetta var heimskulega mælt.
Vanja sagði ekki neitt en hún laut
höfði og sér til óttablandinnar undrunar
sá hann að axlir hennar bærðust til.
Hamingjan góða! Var hún að gráta? Það
gat þó tæpast verið vegna þess sem hann
sagði. Hann varð svo utan við sig að
hann vissi ekkert hvað hann átti að segja
eða gera. Honum geðjaðist ekki að
stúlkum sem grétu en af einhverjum
ástæðum kenndi hann mjög í brjósti um
Vönju. Að lokum var sem hún rétti úr
sér og herti upp hugann.
„Fyrirgefðu mér, Þorbjörn,” sagði
hún. „Ég skil vel að þú hlýtur að halda
að ég sé orðin eitthvað meira en lítið
undarleg. En þar sem þú vilt að við
tölum saman í einlægni og gerir það er
ég lika fús til þess. Það varst ekki þú sem
ég var hrædd við, það var sólin.”
„Sólin???” Þetta varð alltaf verra og
verra.
„Já, ég er hrædd við að verða brúnni
en ég er.”
„En þú ert ekkert áberandi brún. Það
eru margir miklu brúnni en þú. Það
finnst öllum það fallegt.”
Hann áttaði sig enn ekki á neinu.
„Heyrðu, Þorbjörn,” sagði Vanja,
sneri sér að honum og horfði alvarleg
beint í augu hans. „Viltu lofa þvi að
svara mér einni spurningu í fyllstu ein-
lægni?'”
„Já, svo sannarlega. Láttu hana bara
koma.”
Hann virti undrandi fyrir sér þetta
örvæntingarfulla andlit sem var svo
nærri honum og svo unaðslega fagurt,
en jx3 engu að síður svo óendanlega
langt í burtu.
„Telur þú... finnst þér að sumir þjóð-
flokkar séu lítilfjörlegri, auvirðilegri en
aðrir?”
„Hvað er það eiginlega sem þú átt
við?”
„Ég á við að .,.... að ... finnst þér
til dæmis að svertingjar séu lítilfjörlegri
en við?”
„Nei, auðvitaðekki.”
„Meinarðu það fyllilega?”
Hún horfði ákaft til hans með inni-
legum bænarsvip.
„Já, það er sannfæring mín, en hvers
vegna spyrðu um allt þetta?”
Óljós grunur læddist að honum.
Hamingjan góða! Var kannski hugsan-
legt að hún tryði einhverju slíku í fyllstu
alvöru?
Framh. í nœsta blaði.
YFIR
TITLAR - VERÐ FRÁ
KR. 11,80 TIL 249,35
iiiiiniiin
f ?
v u
BÆJARINS MESTA
ÚRVAL AFENSKUM
MATREIDSLU-
0G ViNBÚKUM
(NÆSTA HÚS VUJ SJÓNVARPfÐ).
Samlokur — Hamborgarar — Langlokur — Heilh vertihorn