Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 43

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 43
Hann dró sig í hlé. Ég lagði handritið mitt sem enginn vildi á borðið. Sjö ára vinnu. Sjö ára strit og yfirlegur . . . höfnuðu í neðstu skrifborðsskúffunni, og . . . Dóra stóð fyrir framan mig. — Hvað vilt þú? — Þú veist, postulínsstellið, Mávastellið — sem var í borðstofuskápnum, manstu? Ég ætlaði að hjálpa mömmu að þurrka af og þá . . . ég veit eiginlega ekki hvað gerðist . . . en allt í einu rann hillan til og datt á gólfið . . . en við gátum fengið það lagað og fengið inn i það sem brotnaði og það er eiginlega ekki hægt að sjá að nokkuð hafi gerst. Hérna er reikningurinn ef þú vildir vera svo vænn að skrifa ávísun. Ég veit að það var dálítið dýrt en þeir hjá postulínsverksmiðj- unni sögðu að það hefði þurft að líma sjö hundruð brot saman og auk þess að útvega fágæt stykki í staðinn fyrir þau verstu, og . . . Ég skrifaði ávísun. — Viltu vera svo væn að fara, sagði ég og benti Dóru út. Hún læddist hljóðlega út. Maríanna birtist. Hún leit út fyrir að vera í uppnámi og það var ekki venjuleg hræðsla í augunum á henni heldur skelfing. — Hún var nýbúin að fá nýjan, lítinn, tveggja dyra bíl í innkaupin. Það kæmi mér ekki á óvart þótt hún . . . — Já! — HVAÐ? — Já, ég klessukeyrði hann . . . ég ætlaði að bakka út úr bílskúrnum og gaf aðeins of mikið bensín og svo kom stór olíutrukkur og keyrði beint á mig . . . en ég slapp ómeidd . . . þeir á verkstæðinu segja að það komi til með að borga sig að rétta hann og þeir segja líka að ég hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður . .. Ég fann að ég skipti litum. Fyrst steig blóðið mér til höfuðs, ég varð eldrauður, síðan fraus það í æðunum og ég varð náfölur. Síðan fór eitthvað af því af stað aftur og ég fann að ég var undarlegur í framan. Ég herti upp hugann og benti í átt til dyranna. — ÚT! öskraði ég. Maríanna hvarf og ég sökk djúpt í hægindastólinn og lokaði augunum. Þegar ég opnaði þau sat Snati heldur hundslegur við hliðina á mér. Ég klappaði honum. Besti vinur mannsins, eina huggun hans, indæli málleysingi. — Voff! sagði hann. Hann var með miða í kjaftinum. Ég greip miðann af honum, fletti honum sundur og las það sem á stóð. Snati hafði fengið 200 króna sekt fyrir að hafa ráðist á póstinn! VEGGKLÆÐNING með viðarmynstri i mörgum litum KJOLUR SF KEFLAVIK OG REYKJAVIK Víkurbraut 13, Keflavík, sími 2121 — Borgartúni 33, Reykjavík, símar 21490,21846 XX. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.