Vikan


Vikan - 28.05.1981, Side 51

Vikan - 28.05.1981, Side 51
Draumar „Ég táraöist — en hann tók mig í fangid...” Kæri draumráðandi. Síðastliðna nótt dreymdi mig draum sem mig langar ægilega mikið að fá ráðningu á. Það er bara verst að ég man hann svo illa. Hér eru nokkrar upplýsing- ar. Fyrri hluta síðasta sumars var ég með strák á ferðalagi í bíl og ég hafði varla svo mikið sem séð hann fyrr en þarna og vöktum við heila nótt og við vorum saman, reyndar bara í keliríi, en bílstjórinn svaf. Svo skildu okkar leiðir en ég var og er ennþá svolítið hrifin af honum. Núna er ég byrjuð með öðrum strák en hugsa samt ennþá um þann gamla. Jœja, draumurinn er svohljóð- andi: Við hittumst einhvers staðar en ég man ekki hvar. Hann spurði mig hvort ég vildi fyrir- gefa honum að hætta með sér og ég sagði já. Svo spurði hann mig hvort ég vildi vera með sér en þá táraðist ég og hann tók mig í fangið og sagði ég já. Svo vorum við bara að kela eins og lög gera ráð fyrir og við virtumst bæði vera mjög hamingjusöm. Nú vaknaði ég og pældi mikið í þessum draumi sem ég vona að þú getir ráðið. Jæja, bless, bless og fyrirfram þökk. Ein sem bíður eftir svari. Þessi draumur er líklegast í tengslum við hugsanir þínar í vöku og því ekki mikið mark á honum takandi. Þó eru tárin mjög gott draumatákn og segja má að allir draumar sem maður grætur í séu tákn um hamingju- ríkt tímabil framundan. Sundlaug og skóli Kæri draumráðandi. Ég ætla -að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Sá fyrri var þannig að mér fannst ég vera stödd í stórri sundhöll ásamt vinkonu minni. Það var eitthvert fólk í kringum okkur. Mér fannst við sitja niðri hjá einhvers konar húsi og fólkið var allt uppi í stúkunni. Ég fór að ganga um sundlaugar- svæðið. Ég fór í kringum sund- laugina. Mér fannst ég ekkert vatnsjá. Mérfannst vinkonu minni bregða fyrir þarna en síðan sá ég hana ekki meir. Síðan vaknaði ég. Hinn draumurinn varstyttri. Ég var inni í anddyrinu í skólanum sem ég er í. Það voru nokkrar stelpur þarna. Skyndilega kom vinkona mín labbandi og gekk að einni stelpunni og fór að tala við hana. Síðan fór hún aftur. Ég reiddist þessu. Svo vaknaði ég. P.S. Hvað þýðir ef mann dreymir peningaupphæð? Með fyrirfram þökk. Ein fyrir austan fjall Fyrri draumurinn bendir til þess að þú fréttir af því að einhver (kannski vinkonan í draumnum) sé mjög andsnúinn þér og vilji þér allt illt. Þegar betur er að gáð er hins vegar ekkert að marka þetta umtal og þú ættir að gæta þess vel að láta ekki glepjast af illu umtali. Mjög hefði verið til bóta að vita nafnið á vinkonunni, nöfn í draumum geta oft haft afgerandi áhrif á merkingu þeirra. í seinni draumnum eru greini- lega merki um heillaríka framtíð en jafnframt aðvörun af ein- hverju tagi. Því miður er ekki hægt að vita hvers vegna, það ræðst mjög af nöfnunum í draumnum. Þú ættir að reyna að fá að vita hvað nöfn stelpn- anna í draumnum merkja, það gæti gefið þér vísbendingu. Að dreyma ákveðna peninga- upphæð sem þú manst er alveg eindregið tákn um að þú ættir að reyna að eignast happdrættis- miða með þessari tölu eða muna hana alla vega vel því þegar menn muna tölur úr draumum eru það yfirleitt heillatölur af einhverju tagi. Kaktus Kœri draumráðandi! Mig dreymdi í nótt draum sem ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig. Hann er svohljóðandi: Mér fannst eins og ég væri stödd í herberginu mínu og þar væru inni hjá mér strákur sem ég er nýhætt með og fyrr- verandi vinkona mín. Á skrif- borðinu mínu í herberginu var lítill brúnn kúlulaga kaktus, nánar tiltekið með tveim kúlulaga hnúðum. Mér fannst eins og við værum eitthvað að tala um hann. Ég tók upp kerið sem kaktusinn var í en kom óvart eins og aðeins við hann með einum fingri og sá fingur varð samstundis alþakinn flísum, en þó fylgdi þeim enginn sársauki. Mér fannst eins og ég væri eitthvað pirruð og kallaði óþolinmóð á þessa fyrrverandi vinkonu. „Náðu íflísatöng — fljót! Hún er inni á baði. ” Hún náði í flísatöngina og ég fór að reyna að ná flísunum en alit í einu sá ég þær ekki. Þó plokkaði ég eitthvað út í loftið og náði nokkuð mörgum. Og allt í einu voru flísarnar horfnar og ég fann ekki fyrir þeim þótt ég stryki með flngrunum yfir þar sem þær höfðu verið. Þannig endaði draumurinn. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. X. Draumurinn er þér fyrir ein- hvers konar mótlæti sem mun koma illa við þig um tíma og þú munt finna fyrir erfiðleikum. Þú munt sigrast á þessum erfið- leikum af eigin rammleik fyrst og fremst og vera má að það kosti þig nokkra baráttu. Svo vel mun þér ganga að vinna á því sem bagar þig að þú munt geta átt von á nokkurri upphefð og hrósi fyrir. Draumanafn stráks- ins bendir eindregið til þess. Draumráðanda þykir líklegast að draumurinn standi í einhverjum tengslum við fólkið í draumnum og vera má að vinkona þín fyrr- verandi komi þér á einhvern hátt til hjálpar þegar á reynir. En fyrst og fremst er það þín eigin þrautseigja og viljastyrkur sem verður þér í hag. Skop XX. tbl. Vlkan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.