Vikan


Vikan - 28.05.1981, Síða 61

Vikan - 28.05.1981, Síða 61
í næstu Viku ^ AUOfO O mc REW STOP PLAY FF EJECT DUQ v-' ' 2 3 4 5 6 78 II I II I II WNOLt 1 nCPCAT L M MAINS POWCR TMACKINO -•V ML,. i-AST i'Mw nrc MOOt SWIICIt AI RCAH A VIDEO Vinsældir myndsegulbandstækja (VIDEO) fara vaxandi hérlendis. Sumir vilja eiga alla bestu þætti íslenska sjónvarpsins til að skoða í ró og næði en aðrir reyna að bæta við dagskrá íslenska sjónvarpsins með einka- sjónvarpi af því tagi sem myndsegulbandið er. Hvað er myndband? Hver er saga myndbandsins? Hvers vegna öll þessi kerfi? Hvenær verða kerfin sameinuð í eitt? Hver er mismunur kerfanna? Hvaða kerfi er útbreiddast? Hvaða kerfi á ég að velja? Hvað kostar myndbandstæki og hvar fæst það? Hvernig tengist myndbandstæki við sjónvarp? Get ég framleitt mitt eigið skemmtiefni? Hvernig nota ég myndbands- tæki? Hvað er stilliklukka? Hvað er rásastillir? Á hvernig myndefni á ég völ? Hvað er ólöglegt við myndbönd? Get ég sent upptöku mína úr landi? Hve fullkomið myndbandstæki á ég að velja? Hvað er framundan í myndbandstækni? öllum þessum spurningum svarar Örn Petersen fyrir lesendur Vikunnar í næsta tölublaði. Úr myndasafni Fellinis Federico Fellini, kvikmyndahöfundurinn frægi, hefur um árabil safnað myndum af dvergum, risum, gömlu fólki, vitfirrtu fólki, fitukeppum og horgrindum. Hann á safn með yfir 50.000 Ijósmyndum sem hann hefur geymt og raðað undir nöfnum eins og „skítug andlit", „fallegar, fínlegar stúlkur", „glysgjarnar, sorgmæddar konur" og svo framvegis. í næsta tölublaði birtir Vikan nokkrar myndir úr myndasafni Fellinis. Ljósi bletturinn Við fyrstu sýn heldur lesandinn að þetta sé orðaleikur: myndin sýnir jú bara að sólin skín innum gluggann á hænsnabúinu. Þar sem sólargeislarnir lenda er Ijósi bletturinn. Einfalt mál? Það er aldrei að vita, en í næsta tölublaði skýrum við frá Ijósa blettinum. 22. tbl. Vikan 61

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.