Vikan - 28.05.1981, Side 62
Halló krakkar
Hæ, elsku Póstur.
Ég er hér ein sem er geggjað-
ur aðdáandi Bjögga (Björgvins
Halldórssonar) og ef þið tímið
eða viljið gefa mér myndir og
plaggöt af honum (myndirnar
mega líka vera af Brimkló)
sendi ég ykkur einhverjar
myndir í staðinn ef ég get. Mér
er alveg sama hvernig
myndirnar eru.
Fanney Kristjqnsdóttir,
Harrastöðum,
Miðdölum,
371 Búðardal,
Dalasýslu.
Pósturinn er að sjálfsögðu ekki
fær um að senda myndir út um
allar trissur, en krakkar út um
allt land sem safna myndum og
eruð aflögufærir: sendið
Fanneyju myndir af Bjögga og
fáið ef til vill myndir af ykkar
uppáhalds poppurum í staðinn.
Hœð miðað við
þyngd
Kæri Póstur.
Ég hef ekkert stórvandamál
handa þér núna en vindum
okkur í spurningarnar. Hvað á
ég að vera þung ef ég er 1,54
m á hæð? Geturðu sagt mér
hvað nafnið Margrét þýðir og
hvort það er íslenskt? Og
seinasta spurningin. Hvort er
algengara að kalla þá Möggu
eða Grétu sem heitir Margrét?
Ein sem er fráfróð.
Það er ómögulegt að segja
nákvæmlega til um hve fólk á að
vera þungt miðað við ákveðna
hæð. Þar kemur margt til sem
taka þarf með í reikninginn, eins
og aldur, beinastærð og vaxtar-
lag. En unglingsstúlka eins og þú
má vera á bilinu 4448 kg að
þyngd til að vera í meðallagi
grönn.
Nafnið Margrét er ekki
íslenskt að uppruna en algengt
víða erlendis. Það er upphaflega
grískt og merking þess var perla.
Það var heiti helgrar meyjar.
Hérlendis hefur nafnið tíðkast
síðan á 12. öld. Árið 1910 var
Margrét algengasta kvenmanns-
nafn á landinu. Pósturinn
heldur að það sé mun algengara
að Margrétar-nafnið hafi
gælunafnið Magga en Gréta.
Nolan-systur
Kæri Póstur.
Ég byrja á að þakka fínt
blað og þakka allt gott 1 því.
Spurningar:
1. Væri ekki hægt að birta
plakat af Nolan-systrum og ein-
hverja grein um þær? Og birta
það þá í 18. eða 19. tbl.
2. Gætirðu gefið mér nöfn á
erlendum pennavinaklúbbum?
Blessaður og sæll.
Dísa, vinur 1 ást
og stríði.
Bless — okkar mál
Farvel — danska
Goodbye — enska
En hvað þetta voru ljúfar
kveðjur, Dísa mín, og gaman
að þú sért svona vel að þér í
tungumálunum. Varðandi
Nolan-systur er það að segja að
það kemur meira en svo vel til
greina að birta grein og plakat
um þær en það verður áreiðan-
lega ekki í 18. eða 19. tölu-
blaði. Til dæmis kemur þetta
bréf þitt ekki á prent fyrr en í
22. tbl. Vikan er unnin langt
fram í tímann og nú þegar
þetta er ritað er verið að vinna
að 21. og 22. tbl. Þannig að þú
verður að hafa þolinmæði.
Pósturinn gefur upp
utanáskrift pennavinaklúbba í
næstum því hverju blaði en af
því að hann telur ekkert eftir
sér koma hér þrjú heimilisföng:
International Youth Service,
Turku,
Finland.
International Friendship
Club,
Tokio 115-91,
Japan.
World Pen-Pals,
1690 Como Avenue,
St. Paul,
Mn 55108,
USA.
Dolly Parton,
Janis lan og
Kate Bush
Getur þú nokkuð gefið mér
heimilisfangið á aðdáenda-
klúbbum söngkvennanna Dolly
Parton, Janis Ian og Kate
Bush. Auk þess væri gaman að
vita meira um Janis Ian og ef
til vill Dolly líka. Hvað hefur
Janis til dæmis gefið út margar
plötur og hvort er hún ensk
eða amerísk?
Ein sem hefur gaman af söng-
konum.
Utanáskrift aðdáendaklúbbs
Dolly Parton er:
Dolly Parton
c/o Katz Gallin Ents. INC,
9255 Sunset Blvd,
Suite 1115,
Los Angeles, California 90069,
USA
Pósturinn hefur hlerað að
Dolly Parton verði líklega gerð
einhver skil annars staðar í
blaðinu. Mun hann þvi láta hjá
liða að gefa einhverjar
upplýsingar hér á síðunni því
Dolly er nú meira stykki en
svo að það dugi undir hana
örfáar línur.
Janis Ian er bandarísk. Fyrsta
lagið hennar sem sló í gegn var
vinsælt fyrir 10 árum og hét
Society’s Child. Það lag hennar
sem sennilega er einna þekktast
er Seventeen sem einnig er
komið nokkuð til ára sinna.
Hún hefur gefið út 6 stórar
plötur. Þær heita (í réttri
tímaröð): Stars, ' Between the
Lines, Aftertones, Miracle
Row, Janis Ian og Night Rain
heitir sú nýjasta sem inniheldur
meðal annars Fly too High.
Um aðdáendaklúbb veit
Pósturinn ekki en hins vegar
mætti reyna að skrifa plötu-
fyrirtækinu.
Janis Ian
c/o Colombia Records,
51 West 52 Street,
New York, N.Y.
USA.
Utanáskrift aðdáendaklúbbs
Kate Bush í Englandi er:
Kate Bush Fan Club,
P.O. Box 38,
Brighton,
Sussex BN,
15 QA England.
Pabbi sótti um
örorkulffeyri
handa mér en...
Sæll veri Pósturinn!
Það er bæði margt og mikið
sem mig langar til að vita. Nú
vind ég mér bara beint 1 efnið
eins og karlinn sagði þegar
hann datt ofan 1 tjörutunnuna.
Af hverju hefur.ekkert
m SUMARGETRAUN
Ylki\ VIKUNNAR 1981
LAUSN A 3. HLUTA
ORÐTAKIÐ ER:
Fyllið út þetta form. Skrifið það orðtak sem þið teljið að myndin á blaðsiðu 5 eigi að túlka hér
fyrir ofan, nafn, heimilisfang og símanúmer fyrir neðan.
GEYMIÐ ALLA GETRAUNASEÐLANA þar til getrauninni lýkur. Sendið þá siðan alla saman i
lokuðu umslagi. Utanáskrrftin er VIKAN, Sumargetraun 1981, pósthólf 533,121 Reykjavík.
Skilaf restur er til 17. júlí 1981.
SENDANDI
HEIMILISFANG:
SÍMI
62 VlKan XX. tbl.