Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 63
Pósturirm
Með vinkonunni uppi í sófa
Kæri Póstur.
Ég hef aldrei skrifað þér áður og hef yfirleitt ekki þurft
að spyrja aðra ráða um mín eigin mál. Nú er samt svo
komið að ég er alveg ráðalaus. Éger 17 ára og hef verið
með strák í 8 mánuði. Við vorum ferlega happí saman og
ég var mjög hrifin af honum og hann af mér — eða það
hélt ég að minnsta kosti. Vinkona mín, sem ég veit að
hefur alltaf verið dálítið veik fyrir honum, bauð okkur í
partí fyrir nokkrum dögum. Mamma hennar og pabbi voru
úti og hún var ein heima svo þetta varð svolítið brjálað
partí. Um eittleytið var ég orðin hundleið á þessu fylliríi og
látum svo ég bað strákinn sem ég er með að koma með
mér heim, en þá var hann í svo miklu stuði að hann vildi
vera lengur. Þá ákvað ég bara að fara ein af því ég treysti
honum alveg. Ég á heima í nœstu götu og þegar ég kom
þangað var ég ekki með lykla og mamma og pabbi höfðu
verið boðin út og enginn heima svo ég ákvað að fara þá
bara aftur í partíið. Þegar ég kom aftur var strákurinn sem
éger (var) með í hörkukeliríi uppi I sófa með vinkonu
minni. Ég var svo sjokkeruð og hljóp bara út. Þau voru líka
ferlega sjokkeruð og hann kom á eftir mér og ætlaði að út-
skýra allt. Ég veit að hann var ofsalega fullur og vinkona
mín hefur alltaf verið svolítið hrifin af honum. Hann er
tveim árum eldri en við og ég hef tekið eftir því að stelpur
hafa áhuga á honum enda er hann frekar sætur og
skemmtilegur. Ég er æðislega hrifm af honum og get varla
hugsað mér að hætta með honum, en ég er samt búin að
segja honum upp. Maður getur ekki tekið svona löguðu þó
ég viti að þetta var örugglega aðallega vinkonu minni að
kenna. Hann er alltaf að hringja í mig og segist geta útskýrt
allt en ég skelli alltaf á hann. Samt langar mig svo til að
fyrirgefa honum en mér fmnst hann ekki eiga það skilið.
Svo er það vinkona mín. Hún hefur verið besta vinkona
mín í mörg ár, alveg síðan við vorum litlar, en ég veit að
hún getur stundum verið pínulítið fölsk. Á ég líka að hætta
að tala við hana? Blessaður ráðleggðu méreitthvað, Póstur
minn. Örvæntingarfull.
Það má með sanni segja að ástamálin geta tekið óvænta
stefnu. Áfengið brenglar oft dómgreind manna og ýmsar
aðstæður geta valdið því að svona nokkuð getur komið upp á.
Þið hjónaleysin eruð ung og hafið væntanlega ekki svarið
hvort öðru neina tryggð. Stráksi getur haft sitthvað til sins
máls. Hann getur hafa verið illa drukkinn, vinkonan getur
hafa „tælt” hann og svo framvegis. Ef til vill er hann ekki
alveg viss um sjálfan sig og hvað hann i raun og veru vill. En
fyrst hann gerir ítrekaðar tilraunir til þess að ná sambandi við
þig þykir honum áreiðanlega miður að þetta kom fyrir og vill
fá fyrirgefningu þina vegna þess að hann er hrifinn af þér.
Reynið að ræða málið og gerðu honum ljóst að þér sárni mjög
svona framkoma og munir ekki þola þetta aftur. Ef þú ert
sannfærð um að þú sért ennþá hrifin af honum og heldur að
hann sé enn hrifinn af þér skulið þið bara sættast og taka upp
samband að nýju og sjá til.
Það sama má segja um vinkonuna. Ef hún fer þess á leit við
þig að þú fyrirgefir henni og gleymir þessu atviki er sennilega
réttast að reyna það. En um þetta mál í heild verður fyrst og
fremst þú sjálf að dæma. Hafðu hugfast að fyrirgefning getur
oft verið besta smyrslið á sárin.
heyrst í Leif Garett? (Er þetta
ekki rétt skrifað?) Pabbi sótti
um örorkulífeyri handa mér án
þess að nefna það við mig. Ég
hef aldrei veríð neinn öreigi,
ég er alveg fullvinnufær, það
hefur aldrei verið neitt að mér.
Hann sem sagt neyddi mig til
að lifa á ríkinu sem ég kœri
mig ekkert um. Er ekki hægt
að kæra svona lagað? Hvernig
þá ef það er hægt? Einu sinni
ætlaði hann að láta loka mig
inni á Kleppi og á hæli fyrir
vangefna. Ég er hvorki geðveik
né vangefin. Hvað á ég að
gera? Á ég að kæra eða taka
þessu þegjandi? Hvernig líst
þér á?
Sponni
Á bréfi þínu er svo að skilja sem
pabbi þinn hafi fengið handa þér
örorkulífeyri. Til þess þarf að
uppfylla ströng skilyrði sem þú
hlýtur að hafa uppfyllt. Taktu
þessu bara með ró. Pabbi þinn
vill þér áreiðanlega aðeins vel.
Það er hreint ekkert til að
skammast sín fyrir að þiggja
örorkulífeyri. Þetta er hjálp
samfélagsins til þeirra sem búa
við skerta starfsgetu vegna
einhverrar fötlunar. Athugaðu
að orðin öryrki og öreigi merkja
ekki það sama. Öryrki er sá
kallaður sem tapað hefur hluta
starfsorku sinnar vegna heilsuveilu
í einhverri mynd. Öreigi er
hins vegar sá nefndur sem engar
eignir á.
Leif Garrett (svona er nafnið
stafsett nákvæmlega rétt) gaf út
plötu á síðasta ári, „Some Goes
For You”. Hann hefur reynt að
breyta svolítið um stil, en hefur
ekki gengið sérlega vel.
Skop
Eltthvaö hefur honum selnkaö.
Vonandi hefur ekkert komið fyrir
hann.
22. tbl. Vlkan 63