Vikan


Vikan - 11.06.1981, Page 7

Vikan - 11.06.1981, Page 7
SUMARGETRAUN 81 Tvö segulbandstæki Segulbönd verða stöðugt vinsælli eign og raunar fast að því jafnsjálfsögð og útvarps- tæki. Við bjóðum tvö segul- bandstæki í vinning i Sumar- getraun Vikunnar 1981. Þau eru af gerðinni Panasonic RQ 2106 frá Japís hf. og kosta 965 krónur hvort. Þetta eru auðveld tæki og þægileg, til dæmis er hægt að stilla á upptöku með einu handtaki án þess að hætta sé á að það gerist óvart. Það er með innbyggðum hljóðnema og tækið stöðvast sjálfvirkt þegar bandið er á enda. Upplagt tæki fyrir þann sem hjólar með bakpoka í fríið! Átta útvarpstæki Sumargetraun Vikunnar 1981 hefur átta út- varpsvinninga. Það er vasa- tæki frá Sony, TFM 6100L. Það er frá Japís og kostar 510 krónur. Sony TFM 6100L er með FM bylgju, langbylgju og miðbylgju og liðdreginni loftnetsstöng. Þetta eru furðu- hljómgóð tæki og langdræg þótt ekki séu þau stór: 15,5 sm á breidd, 9,5 sm á hæð, 4,5 sm á þykkt og þyngdin er ekki nema um 470 grömm með rafhlöðum. Kjörinn ferða- félagi. Fimm ferðarakvélar Nú er ástæðulaust að ganga með skeggbroddana út í loftið. þótt verið sé fjarri heitu, renn- andi vatni eða innstungu með 220 volta straum. í Sumar- getraun Vikunnar eru fimm vinningar ferðarakvélar. Þær eru af gerðinni Sanyo SV 51 C og eru fyrir bílarafmagn, 12 volta. Sígarettukveikjarinn er tekinn úr, innstungunni á rak- vélinni stungið í og allt tilbúið fyrir þægilegan og nákvæman rakstur. í hinum endanum á 1 þessum kjörgrip er ljós, hentugt til að lýsa á vegakort eða annað sem birtu þarf við. Þetta tæki fæst hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. og kostar rúmar 300 krónur stykkið. Amana- örbylgjuofnar: 5 gerðir — Amerísk gœðavara — Fyrir grillstaði, mötuneyti, söluturna og heimiíi. Kathrein-loftnet og -magnaraketfi: Margar gerðir fyrir fjölbýlishús og einbýli Þjónusta á staönum GE0RG ÁMUNDAS0N & C0. SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMI 81180 0G 35277 SABA SSöiSein ana Saba litsjón varpstæki: eru v-þýsk gœðavara 1 árs ábyrgð á verki 3 ára ábyrgð á myndlampa Greiðsluskilmálar Ti! 20”— 22”— 26” Eru í vönduðum viðarkössum Stentofon kallkerfi fyrir fyrirtœki, verksmiðjur, frystihús og annan atvinnurekstur, frá tveimur tœkjum og uppúr. 24. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.