Vikan


Vikan - 11.06.1981, Side 10

Vikan - 11.06.1981, Side 10
Miðborg Amsterdam. 1. Ríkislista- safnið. 2. Konungshöllin. 3. Hús únnu Frank. 4. Dýragarðurinn og sædýrasafnið. flata Hollandi á þessum árum. Þeir voru umburðarlyndari í mannlegum efnum en margar aðrar þjóðir (og eru kannski enn) og til að mynda telja sumir að verslun hafi blómgast i Hollandi einmitt vegna þess að þeir gerðu gyðinga ekki burtræka úr landi sinu eða lögðu verulegar hömlur á frelsi þeirra eins og margar aðrir þjóðir á þeim tima. lóku Hollcndingar við af miklum krafii og voru forysluþjóð í ntargar aldir unt ntargt. I>cir sinntu vöruflutningum um fjarlægustu höf og sóttu sér bæði auðæfi og frægð fyrir. I’cir veiddu lika Itval og annað nyrst i höfurn cn mest munaði um tilþrif þcirra i öðrum álfum. er þeir gcrðust nýlcnduvcldi. Þeir áttu ntiklar nýlcndur I Asiu og munaði þar mest um þær eyjar scm nú niynda Indónesíu. Þótt gimsieinar og önnur djásn liafi jafnan vakið ntikla athygli. svo og ýritiss konar skrautvefnaður. var það visl kryddið scnt ntunaði ntest um i vcrslun Hollendinga á I7.-I9. öldinni. Það er ekki vist að menn gcri scr grcin l'yrir mikilvægi krydds á umliðnum öldum. Ef mcnn hafa i liuga aðgeyntslu tækni hcfur fleygt mjög frant á þcssari öld og hinni seinustu fara þeir |ió kannski að skilja hvers vegna krydd var mikilvægara I mat áður fyrr en nú. Það þurfli ncfnilega margt bragðiðaðfela. Hollendingar sent siglingaþjóð. Hollendingar sem verslunarþjóð. Hollendingar sem nýlenduþjóð og Hollendingar sem hvalveiðiþjóð. Þetta var ásýnd Hollands á umliðnum öldunt. Og í krafti auðs og efnahagslegs öryggis var listin lika blómleg — verald leg list. María ntey vék fyrir auðugum kaupmönnum sem vinsælasta mynd efnið. svo notast sé við alhæfingar sem hljóta að fylgja grein sem þessari. Og Hollendingarnir Rembrandt. Van Eyck og Vermeet Itafa gert hollenska list heimsþekkta. Verslun blómgaöist vissulega I litla Andstæður í Amsterdam Fortíðin er sannarlega ekki langt undan ef menn fara til Hollands. Gömul hús. gömul list, allt er innan seilingar. En umferðin er nútimans. Amster- dambúar eru taldir hinir mestu umferðarfantar. þrátt fyrir mikla hjólreiðamenningu þar i borg og mikla notkun þeirra samgöngutækja. Hvítu reiðhjólin voru einmitt táknið sem færði provo-unum óvæntan sigur í borgar- stjórnarkosningum seint á sjöunda áratug þessarar aldar. Þeir boðuðu einnig frelsi sem til skamms tíma þótti -hafa fært Amsterdam ólukku eina þvi ekki var mikið um alvarleg viðurlög við eiturlyfjaneyslu. Þetta varð til þess að Amsterdam varð paradís hippa og eitur- lyfjaliðs úr ýmsum heimshornum. Ástandið mun hafa skánað á seinustu árum og enn eru til menn trúir frelsis- hugsjónunum. Ferðalangur I Amsterdam getur fundið nánast hvað sem hann sækist eftir. Hann er I safnaparadis og fegurð borgarinnar er viðbrugðið. Það er ekki að ósekju að Amsterdam er kölluð Feneyjar norðursins þvi síkin setja mikinnsvipáborgina. Blómskrúð er þar i mesta lagi eins og annars staðar i Hollandi. Mannlíf er i blóma og dauðar byggingar eru hreint ekki dauðar þvi Hollendingar sinna vel sinum gömlu húsum og sjá i hendi sér hvað þau geta gert borg aðlaðandi. Það hafa ferðamenn úr ótal heimshlutum séð líka. Austur-lndiufólk er fjölmennt i Hollandi og eru það meðal annars leifar af nýlenduveldi þeirra. Þóttekki hafiallt gengið skakkafallalaust í kynþátta- málum rnun óhætt að fullyrða að sambýli ólíkra kynþátta hefur gengið mun betur i Hollandi en viöa annars staðar og sannar það að vandamálin eru alls ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur þar sent fólk af ólíkum uppruna á sér sama stað. lO Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.