Vikan


Vikan - 11.06.1981, Side 39

Vikan - 11.06.1981, Side 39
kartöflurnar beint af pönnunni. Öllu gamni fylgir nokkur alvara og alvaran i piparsveinalifi mínu voru þessir ógurlegu ógnvekjandi uppþvottadagar. Þvo dauðans ómöguleg 1-ö-n-g- 1-ö-n-g kvöld og sunnudagssíðdegi sem fóru í að ljúka því að þvo diskana í fjallháu stöflunum, meðan ég var með fjögur matarstell í gagninu. Ég notaði allt, jafnvel sósuskálamar mínar. Það er enginii vandi að borða spælegg og steiktar kartöflur úr sósuskál. Því miður var ekki byrjað að framleiða pappadiska í þá tíð, annars hefði ég getað skemmt mér við að horfa á fljúgandi diska út um eldhúsgluggann minn á fimmtu hæð. En til allrar hamingju var uppþvottavélin fundin upp og ég varð einn sá fyrsti til að útvega mér eina slíka. Það var mikill munur en þó ekki nóg. Það var sama hvað uppþvotta- vélin var góð, maður varð eftir sem áður að koma diskunum í hana og út úr henni. Það gat hún ekki sjálf. Það getur svo sem vel verið að nú séu til vélar sem sjá um það líka en í minni tíð var það ekki. Nú orðið kem ég aldrei í eldhús. Og mér fannst mikill galli á pipar- sveinatilverunni að verða að koma diskunum í vélina. Uppþvottadagarnir voru farnir að hvíla á mér eins og mara. Ég komst svo langt að eiga tólf tólf manna matarstell, og það táknaði að ég þurfti ekki að setja svuntuna á mig nema á 144 daga fresti, en þá var þetta líka þrælavinna. Það var ekkert grín að ná saman- klesstum diskunum sundur og koma þeim gegnum uppþvotta- vélina. Þótt himinn og jörð færust myndi ég ekki gleyma uppþvottadögunum mínum. Aldrei! Ekki heldur þeim síðasta. Þetta var hlýtt og milt sumar- kvöld. í lit’a eldhúsinu mínu var moli .. Ég þrælaði og sleit mér ui yið uppþvottinn og svitinn perlaði á enninu. 117 taldi ég og setti disk númer 117 á sinn stað. 118 taldi ég og setti 118. diskinn á sinn stað. 119 taldi ég . . . og mér sortnaði fyrir augum þegar ég leit yfir skítugu diskana, blautu svuntuna, reif hana af mér, fleygði þurrkustykkinu, uppþvottaburstanum og tuskunni í ruslafötuna og gekk inn í stofu. Þar stóð ég smástund og glápti út í loftið, leit í kringum mig sljóum augum, á piparsveinaíbúðina mína og allt draslið sem fylgdi henni. Svo gafst ég upp. Ég reikaði niðurlútur og hangs- andi út að dyrum, náði mér í morgunblaðið og leit á auglýsingasíðumar aftast i blaðinu, greip simann og valdi númer. — Halló, sagði ég í uppgjafarróm, þreyttur og uppgefinn piparsveinn. Röddin svaraði: — Halló! — Já, það er Willy Breinholst sem talar. Er þetta á Segöu starfsfólkinu að nú sé kominn tími til að það eigi þátt í afrakstri fyrirtækisins. *4. tbl. Vlkan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.