Vikan


Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 41

Vikan - 11.06.1981, Qupperneq 41
I Fjölskyldumál persónuleiki þegar maður er tvíburi. Það er algengt að fólk sem umgengst tvíbura geri úr þeim eina persónu og ávarpi þá gjarnan sem tvíburana. Þar sem eineggja tvíburar eru mjög líkir eiga þeir yfirleitt enn erfiðara með að verða að 'sjálfstæðum persónum en tvieggja tviburar. Umhverfið meðhöndlar gjarnan eineggja tvibura eins og er stöðugt að rugla þeim saman. Bent hefur verið á að ólík nöfn og mismunandi fatnaður tvibura þegar frá upphafi auðveldi eineggja tvíburum að greina sig að, losa sig við spegilmynd sina og skynja sig sem aðskildar persónur. Eineggja tvíburar verða ltins vegar sjaldan alveg „eins" persónuleikar en |reir þróa gjarnan með sér ákveðið hegðunarmynstur sem kentur fram i þvi að þeir reyna að bæta hvor annan upp. Oft er talað um hegðun eineggja tvibura sem „utanríkisráðuneytið" og „innanríkisráðuneytið". Það nterkir að annar tvíburinn sér aðallega um tengslin út á við en hinn sér um hlutina inn á við. Vandamálið við slíka sérhæfingu er að börnin verða ekki alhliða en mjög háð hvort öðru og þvi að einhver annar hafi alltaf með höndum ákveðin hlutverk. Vissar hliðar ntannlifsins verða þvi gjarnan ekki þróaðar eins og ef um einburaværi að ræða. Tvíeggja tvíburar eru ekki líkari en önnur systkini. Þeir hafa þess vegna meiri möguleika á þvi að vera meðhöndl aðir sem tvær ólíkar persónur. En tvíeggja tvíburar lenda oft ekki siður í þvi en eineggja að vera likt saman og stöðugt er verið að minna þá á að þeir séu tvíburar. Foreldrar tvíeggja tvibura eiga oft auðvelt með að meðhöndla þá sem sérstaka einstaklinga en þeir kvarta oft undan þvi að erfitt sé að fá aðra til að gera það. Samkeppni á milli tvíbura Uppeldisaðstæður tvíbura eru einkunt sérstæðar að tvennu leyti miðað við uppeldisaðstæður einbura. í fyrsta lagi verða tviburar að skipta á milli sín ást og umhyggju foreldranna og i öðru lagi hafa þeir alltaf félagsskap jafnaldra á meðan þeir alast upp. Þessar staðreyndir geta ýtt undir stöðuga samkeppni á milli tvibura. Það er hins vegar sagt að tvíeggja tviburar hafi meiri tilhneigingu til þess að keppa innbyrðis en eineggja tvíburar. Ástæðurnar til þessa eru álitnar vera þær að eineggja tviburar eru svo líkir að umhverfið leggi sifellt aðal áhersluna á þetta líka útlit og það stuðli ekki eins mikið að santkeppni eins og ef sifellt væri veriðaðsegja hvað þeir væru ólíkir. Tvíeggja tvíburar heyri hins vegar stöðugt talað um hvað þeir séu ólikir og það stuðli að samkeppni. Það hefur verið til nokkurs konar goðsögn um að tvíburar rífist næstum aldrei. 1 viðtölum viðótalmarga tvibura- foreldra hefur hins vegar annað komið í Ijós. Þeir segja næstum allir að miklar deilur geti verið milli tvíbura. Þetta á þó sérstaklega við um litil börn. Tvibur arnir geta rifist um margt svo sem athygli foreldra, rifið leikföng hvor af öðrum, hrint hvor öðrum og meitt og svo framvegis. Sumum foreldrum hafa fundist þessar deilur svo erfiðar að þeir hafa reynt að koma á laggirnar nokkurs konar „millimetraréttíæti" á heimilinu. Þá er reynt að ákveða hvor fái að hafa þetta eða hitt leikfangið, hvor eigi nú að fá að fara í bað og svo framvegis. Mörgunt foreldrum finnst erfitt að þurfa alltaf að vera harðari og ákveðnari við annan tvíburann til þess að reyna að verja hinn gegn ágengni hans. Ráðríki tvíbura Flestir tviburaforeldrar tala um að visst ráðriki hafi gert vart við sig frá byrjun hjá börnunum og það hafi sést á viðbrögðum þeirra. Algengt er að annar tvíburinn sé á eftir í líkamlegum þroska og það getur komið fram sem reiði og pirringur hjá hinum þegar hann sér að það gefur forskot, til dæmis ef annar byrjar að ganga en hinn getur aðeins skriðið. Þaðeru sérstaklega foreldrar tví- eggja tvíbura sem ræða um að þeir hafi orðið varir við visst ofríki frá byrjun. Það má teljast alveg eðlilegt þar sent meiri munur er á tvíeggja tviburum en eineggja tviburum bæði í líkamlegu og vitsmunalegu tilliti. Oft er álitið að umhverfið, og þá sérstaklega foreldrar, ýti undir þá tilhneigingu að annar tviburinn taki forystuna. Ef foreldrarsjá það frá byrjun að annar er alltaf á undan hinum setja þeir þann tvíburann gjarnan i hlutverk þess sem er duglegri eða fyrri til. Bent hefur verið á að hægt sé að vinna gegn slíku hegðunarmynstri þegar frant i sækir með þvi að reyna að láta tvibura eignast mismunandi vini. Heillandi verkefni Það er erfitt að eiga tvíbura og annast unt þá báða. Það krefst mikillar samvinnu foreldra eða hjálpar frá nánasta umhverfi, ef ekki eru tveir tor eldrar, til þess að annar aðilinn verði ekki of þreyttur og útslitinn. En það er eitthvað ótrúlega heillandi við að eiga' tvíbura og það liggur einhver leyndar- dómsfull örvun í því að takast á við áður óþekkt verkefni. Alltaf verður maður jafnhissa þegar litið er á tviburana og maður segir við sjálfan sig: „Ég trúi því varla enn að þeir séu tveir." Og síðan: „Af hverju einmitt ég," — með vissa vorkunnsemi i garð annarra, vegna þess að himnafaðirinn lætur ekki fleiri verða aðnjótandi þessa undurs. k V útihurðir) Dalshrauni 9 Hafnarfirði Sími 54595 Útihurðir — Bílskúrshurðir Svalahurðir — Gluggar og gluggafög .☆ Berið saman verð og gæði, hringið eða skrifið og leitið upplýsinga. ☆ Sendum um allt land
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.