Vikan


Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 12

Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 12
10. hluti STCLKAN FRÁ MADA GASKAR Allt frá því að hún sá fyrst mótafyrir dökkum, háum fjöllum úti við sjóndeildarhring var hún sem bergnumin. Madagaskar — þarna var Madagaskar, föðurland hennar, draumaeyjan hennar. Hún klökknaði, reyndi ífyrstu að sporna gegn því en eftir skamma stund runnu tárin í stríðum straumum niður kinnar hennar. Söguþráður til þessa: Árið 1938 finna norsk hjón. Ellen og Áki Vasstad, ungbarn sem borið hefur verið út og falið niðri á ströndinni i nánd við Nossi Be á Madagaskar. Þau taka barnið að sér og Vanja vex upp i útjaðri Ostóborgar og á hamingjusama æsku. Besti leikfélagi hennar og vinur er Þorbjörn Staverud. Þau eru óaðskiljanleg I mörg ár en hrökkva hvort frá öðru á kynþroskaskeiðinu. Vanja er skotin i honum og óhamingjusöm ást hennar til hans og kynþáttafordómar valda því að hún verður einrœn og feimin. Draumur hennar er sá að fara einhvern tima til Madagaskar og komast jxtr að sann leikanum um hana sjálfa. Þegar Vanja er 19 ára gömul finna þau hvorl annað á ný, hún og Þorbjörn. verða mjög ást- fangin og bindast tryggðum. Þettasama haust fer Þorbjörn að heiman til að gegna herþjónustu og dag einn fréltir Vanja að Þorbjörn er tekinn saman við aðra stúlku. Vanja tekur það mjög nœrri sér og ræður sig skyndilega sem þernu á ms. Katarínu í þeim tilgangi aö komast með henni lil Madagaskar. Henni fellur vel vistin um borð og kemst þar í góðan kunningsskap við brytann, Steinar Gundersen. Kvöld eitt þegar Katarína er á siglingu á Miðjarðarhaft, daginn áður en komið er til Port Said, lætur Steinar í Ijós ást sína til Vönju. Vanja hugsar enn um Þorbjörn en biður Steinar að vera þolinmóðan, hugsanlegt sé að hún geti gleymt. ÞaÐ VAR dásamlegt að sjá opið haf allt í kring. Nú ríkti ró og friður að nýju á skipinu, öll þilför höfðu verið hreinsuð og hressandi svali lék um vangann. Stórir, hvitir albatrossar svifu fram hjá, hægt og tignarlega, litu niður til þeirra en héldu siðan í áttina til hafs. Á öðrum degi tók að hvessa svo að um munaði. 1 fyrstu var þetta aðeins þægilegur kaldi sem breyttist ótrúlega fljótt í storm og síðan hvassviðri með ógurlegum öldugangi. Vanja varð óttaslegin og ákvað að fara upp i loftskeytaklefann i von um að Logi gæti haft róandi áhrif á hana. Steinar hafði gengið upp í stjórnklefann til að njóta leiksýningarinnar. Logi var ekki i eins góðu skapi og hann var yfirleitt vanur að vera. Það var víst vegna þess að veðurfræðingarnir á Madagaskar sendu fregnir sínar út á frönsku sem Logi skildi harla litið í. Og um þetta rausaði hann töluvert. „Þeir geta ekki búist við því, þessir herrar,” sagði hann ákafur, „að hver fleyta hafi loftskeytamann sem skilur frönsku." „Má ég þá ekki hjálpa þér?” spurði Vanja. „Kannt þú frönsku?” Logi sneri sér við undrandi. „Já, það er uppáhaldsmál mitt. Ég lærði það heima á kvöldnámskeiðum." „Þetta er gaman að heyra. Þá ætla ég að biðja þig að þýða fyrir mig það sem stendurá þessu blaði.” Þetta var besta meðalið gegn óveðurs- óttanum. Þó að hún þyrfti að halda sér fast með annarri hendinni á meðan hún skrifaði, og vatnið flæddi inn um dyrnar svona hátt uppi, gleymdi hún næstum allri hræðslu. Logi fékk hana meira að segja til að hlæja þegar stóra, þunga rit- vélin tók aðdansa eftir skrifborðinu. „Við skulum vera glöð á meðan loft- skeytatækin fara ekki af stað líka,” sagði Logi og hló. „Þau eru að vísu skrúfuð föst en það er aldrei hægt að gera sér fulla grein fyrir hvað verða kann undir svona kringumstæðum." Allt I einu fór vatn að leka niður úr loftinu og þá fór nú Loga ekki að lítast á blikuna. Hann vissi vel að vatn og há- spennuleiðslur áttu ekki beint vel saman. Vanja hjálpaði honum eftir bestu getu til að reyna að þétta götin en það reyndist ekki auðvelt að halda jafn- vægi uppi á skrifborðinu eða á stólnum í þessu ægilega ölduróti. Og fyrir hverja rifu sem þeim tókst að þétta fór að leka úr nýrri. Skyndilega fékk skipið á sig meiri sjó en nokkru sinni fyrr. Vanja var þá uppi á skrifborðinu að hefta lekann og ekki við þessu búin. Skipti það engum togum I* Vikan XS. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.