Vikan - 09.07.1981, Side 21
Menningarlíf til sveita
t Hart í bak lék ég til dæmis guðs-
manninn, ég hef vist aldrei losnað við
guðsmanninn almennilega. En þegar
Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar
sýndi Sjóleiðina til Bagdað samdi ég Ijóð
um það atvik þegar fyllibyttan dregur
konu inn fyrir:
Víða eru vörpin mönnum vetrarsvellin
hál
: fallerí, fallera
Einkum þó og sérílagi ef eru þeir við skál
„Ég tel mikilsvert að við lœrum að
meta landið okkar af þvi það er gott
að vera hér. Við eigum sterka
menningu sem við þurfum að
varðveita og gæta."
: fallerí, fallera
Mannbroddinn ég mundi hafa með í
hverri hættuför
Kannski líka litinn pela, lundin létt og ör
: fallerí, fallera
falleri, falli ralli ralli ra
Ég datt fyrir utan Samvinnubankann
eitt sinn árla dags
: fallerí, fallera
Löggan kom þar óðara og æpti að mér
köll
: fyllerí, fyllerí
Kannski þú vildir kæri vinur koma og fá
þér væran blund
eða okkur þá til afþreyingar ofurlitla stund
: fallerí, fallera
fallerí, fallí rallí rallí ra
Þeir athuguðu heilan dag hvort hefði
hreinan skjöld
: fallerí, fallera
Og hleyptu mér útum bakdyrnar alveg
undir kvöld
: fallerí, fallera
Þeir ráðlögðu mér heilt og vel að hafa
ekki meira slark
ég lofaði upp á æru og trú en breytti
strax í hark
: fallerí, fallera
fallerí, fallí rallí ralli ra
Ég átti góða vinkonu og óðar þangað fór
: fallerí, fallera
Hún dró upp úr pússi sínu brennivín og
bjór
: falleri, fallera
Síður vildi segja ykkur sögu hvernig
nóttin gekk
ég rumskaði undir morgun upp í dívan
eða bekk
: fallerí, fallera
fallerí, fallí rallí rallí ra
Augnablikin geta stundum örlögunum
breytt
: falleri, fallera
Hún gat þó ekki á eftir sagt „Það gerðist
ekki neitt”
: failerí, fallera
Talið er að til þess þurfi tvö í reynd að
koma við
ef að nýir einstaklingar ætla upp á svið
: fallerí, fallera
fallerí, fallí rallí rallí ra
Svona geta svellin verið sumum
mönnum hál
: fallerí, fallera
og dottið ofan í auða vök sem öðrum
reynist hál
: fallerí, fallera
Hún segist hafa hliðið hjá sér hér á eftir
öllum læst
og opni það ekki aftur fyrr en einhvern
tíma næst
: fallerí, fallera
fallerí, fallí rallí rallí ra.
— Þið búið hér í návigi við járn-
blendið.
— Ég þótti dálítið frakkur I kjafti
Jwgar umræðurnar um það stóðu sem
hæst. En ég verð að segja eins og er að
það virðist ekki eins stórfellt á því sviði
sem maður var hræddastur við. Það er
að sögn annars eðlis en til dæmis álverk-
smiðjan. Þetta eru ósköp þægilegir
grannar.
Fólk I sveitinni hafði drjúgar tekjur af
járnblendinu, þaðan var mikið peninga-
streymi. Stundum hefur mér dottið í hug
að þetta hafi verið eins og hálfgert gull-
grafaralíf, kannski fremur á huglæga
sviðinu. Sumir virðast jafnvel ekki
komnir niður á jörðina ennþá. En menn
jafna sig á þessu eins og hverju öðru.
Áður fyrr drýgðu menn tekjur sínar
með þvi að fara á sjóinn á Akranesi eða í
bænum. Einstaka maður gerði út á grá-
28. tbl. Vikan 21