Vikan


Vikan - 09.07.1981, Page 36

Vikan - 09.07.1981, Page 36
Texti: Anna Ljósmyndir: Ari Sigurðsson Fleiri Cortfnur en á fjórum hjólum Ein er til dæmis kyrrstæð f ítölsku ölpunum — Dólómítunum Flestir eldri en sautján ára, og ýmsir undir þeim aldri, þykjast víst nokk vita hvað Cortína sé. í 1224 metra hæð í miðjum ítölsku Ölpunum kúrir borg ein og ef þið spyrðuð einhvern borgarbúa hvað Cortína væri myndi hann umsvifalaust fræða ykkur á því að Cortína væri borgin hans: Cortina d’Amþezzo. Svo það er svo sem ekkert undarlegt við kyrrstæða Cortínu í ítölskum Ölpum, hún er hvorki bensínlaus né vélarvana. Þessa borg eiga ýmsir íslendingar kost á að sjá því hún er í viðráðanlegri fjarlægð frá einum vel kunnum sumarleyfisstað íslendinga: Lignano. Þangað er varla meir en fjögurra tíma akstur með kaffi- sötri og minjagripakaupum á leiðinni — við fjallavatnið Lago di Santo Croco — Vatn hins heilaga kross. Afangastaðurinn Cortina er vinsælasti vetrardvalarstaður ítala og þar voru vetrarólympíuleikar haldnir árið 1956. Mannvirki eru mikil frá þeim tíma en þó hófleg miðað við nýjasta nýtt á því sviði. Á sumrin er staðurinn reyndar einnig vinsæll því margir leggja þangað leið sína til að njóta alpafegurðarinnar rómuðu og úr borginni er hægt að komast með kláfum upp um fjöllin í kring og horfa á einstæða náttúrufegurð, ef veðurguðirnir eru sanngjarnir. Falleg fjöll — falleg hús ítölsku Alparnir — Dólómitarnir — eru ekki eins háir og hæstu Alpasvæðin i Evrópu — en þeir þykja öllum Ölpum fallegri. Bergið er dálitið öðruvísi i þeim en þegar norðar dregur — ljósara Jafnvel „djúkboxið" á kaffistofunni við fjallavatnið var í dæmigerðum alpastil og ólíkt fallegra en hliðstæðir hlutir annars staðar. (kalkaðral og fer út í rauðleitt og getur tekið á sig stórkostlegar myndir. Og mannanna verk eru með þvi betra sem gerist víðast hvar í Ölpunum, þvi húsa- gerð á Alpasvæðunum er skemmtileg. Það er eins og menn geti orðið svo gegn- sýrðir af fegurð umhverfisins að þeim sé gersamlega fyrirmunað að byggja ljót hús. Á hinn bóginn má líka sjá ljótleika i Ölpunum — gerðan af mannahöndum, því timburverksmiðjur og annar iðnaður er síður en svo prýði á umhverfinu. Hins 36 Vlkan 28. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.