Vikan


Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 42

Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 42
Falsarinn þeir báðu um. Ég held að ég hafi veitt þeim mikilvægar upplýsingar en þeir héldu að þeir hefðu töglin og hagldirnar. Þeir gátu látið leynilögreglu Castros vita og ég hefði verið tekinn. Sennilega hefðu þeir skotið mig. Eða sagt gyðingum til mín. Ég vissi að þeir vildu ekki gera það. Þeir gátu haldið áfram að nota mig. Fyrir fjórtán mánuðum hafði fulltrúi samtakanna tal af mér. Það var von á flutningi og þeir vildu að ég sæi um hann. Þeir sögðust sjá um allt, farseðil, peninga, vegabréfsáritun — allt. Ég hreifst af vegabréfinu. Þá gat ég komist úr landi. Ég yrði ríkur, ef ég fengi borg- unina, en ég var enn á valdi C.I.A. Ég sagði þeim hreint út að ég héldi áfram að vinna fyrir þá ef þeir hjálpuðu mér." Von Haaz var jafnrólegur og öruggur og áður þegar hann leit á kviðdóminn. „Hverju svöruðu þeir?” „Þeir sögðu bara allt í lagi. Þeir sögðu að þeim stæði á sama þó að ég smyglaði þúsund kílóum af heróini til Bandarikj- anna ef ég héldi bara áfram að vinna fyrir þá. Þetta varðaðsamkomulagi.” Grafarþögn ríkti í herberginu. „Hvers vegna ættum við að trúa yður?” „Vegna þess að ég get sagt í smá- atriðum frá því sem ég gerði á Kúbu.” „Var það svo dýrmætt fyrir Banda- rikin?” Von Haaz strauk sér um ennið áður en hann svaraði. „Bandaríkjamenn vita heldur fátt um starfsemi C.I.A. á Kúbu og I öðrum heimshornum. Þeir hafa ekki hugmynd um hve oft C.I.A. hefur fleytt þeim að brunni heimsstyrjaldar. Þeir vita hvorki eitt né neitt um mistök þeirra og heimsku. Yfirleitt er öllum aðgerðum þeirra haldið leyndum, m.a.s. fyrir Hvíta húsinu. Þeir ráða i raun og veru lögum og lofum.” „Segið okkur hvað þér gerðuð fyrir þá." Von Haaz hneigði sig stirðlega. „Eftir ófarirnar í Svínaflóa 1962 flugu U-2 njósnaflaugar yfir kúbanska loft- helgi. Þær tóku loftmyndir af eyjunni. Þeim mistókst þó herfilega eins og vant var," sagði von Haaz með fyrirlitningu. „Hvernig? Var það slæmt?” „Herfilegt,” sagði hann og brosti háðslega. „Hvers vegna?” „Vegna þess að þeir misstu af komu ME-flauga Sovétmanna.” „ME-flauga?" „Já, meðaldrægra eldflauga.” „Hvernig vissuð þér af komu þeirra?” 42 Vlkan XS. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.