Vikan


Vikan - 16.09.1982, Side 3

Vikan - 16.09.1982, Side 3
Margt smátt HALL VARÐUR UMBI Umsjón: Árni Daníel Júlíusson Hallvarður heitir ungur maður. Sá er umboðsmaður fyrir popphljómsveitir. Aðal- starf hans er aö sjá um að skipuleggja hljómleika og dansleiki þá sem Egó spilar á en annars hafa margar hljóm- sveitir notið góðs af starfi hans. Meðal annars skipulagði hann rokkhátíð '82 sem fór fram á Hótel Borg og í Austur- bæjarbíói í Reykjavík seint í j ú I í. Sú hátíð tókst mjög vel, um 1400 manns sóttu hljómleika með Egó, Grýlunum, Tappa Tíkarrassi, Vonbrigöum, Purrk Pillnikk, Reflex, Jonee- Jonee, Q4U og Fræbbblunum. Ég hitti Varða, eins og hann er kallaður, niðri á Kaffitorgi, setri litlu menningarmafí- unnar í bænum. Hann sagöist ekki hafa verið nógu ánægður með staðarval rokkhátíðar, Borgin væri orðin þreyttur staður. — Ég hefði heldur viljað fá annað húsnæði, Hafnarbíó eða Lindarbæ. Það er mín reynsla aö það sé li'tiö mál aö komast inn, það skiptir aðeins máli hver maðurinn er sem biður um. Hallvarður er í fullu starfi sem umboðsmaður. — Ég fer núna að starfa fyrir SATT sem ætla að hefja reglulegt hljómleikahald og bæta við húsnæði. Einnig er Nefs að fara af stað á ný. Ég held aó það hafi alveg vantað umboðsmann í bransann. Það er mikil þörf á slíkum manni. — Fólk hefur tilhneigingu til aöafskrifa alla hljómleika sem pönkhávaða. Það er auðvitað kolrangt. Markmiðið með rokkhátíðinni á Melavellinum í ágúst var meðal annars að breyta því. Hvað er pláss fyrir margar atvinnuhljómsveitir hér á landi? — Það er pláss fyrir svona 1—2 hljómleikagrúppur og lík- lega 15 danshljómsveitir í fullu starfi. Hlutirnir eru ekki gerðir of auðveldir. Miðaverð á rokk- hátíðinni var t.d. 95 krónur og þar af komu aöeins 40 krónur til skipta milli hljómsveita, fyrir kostnað við söngkerfi og annað slíkt sem lýtur að músík- inni. Að svo mæltu var Varði rokinn, hafði nóg að gera. í þessari Viku 37. tbl. 44. árg. 16. september 1982 — Verð kr. 45. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 I garöinum — sumar, vetur, vor og haust. 8 Fjögur ljóöskáld: Anton Helgi Jónsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir og Þórarinn Eldjárn. 14 Ofbeldi í sambúð — Álfheiður Steinþórsdóttir skrif- ar um fjölskyldumál. 18 Gæsaveiðar. 30 Hálft í hvoru. 40 Listakonan í hjólastólnum. SÖGUR: 22 Feluleikur, 4. hluti framhaldssögunnar æsispenn- andi. 42 Listin að láta lítið fyrir sér fara. Fimm mínútur meö Willy Breinholst. 46 Einbúinn — smásaga. ÝMISLEGT: 2 Margt smátt. 16 Banastuö á þjóðhátíð í Eyjum. Myndafrásögn. 28 Fyrirtaks peysa — úr afgöngum. Handavinna. 34 Kvikmyndir og fleira. 36 Svipmyndir frá Sikiley. Myndafrásögn. 42 Stjörnuspá. 49 Gæs í eldhúsi Vikunnar. 51 Draumar. 62 Pósturinn. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Olafs- dóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jón Asgeir Sigurðsson, Jón Baldvin Halldórsson, Þórey Einarsdóttir. Utlitsteiknari: Sigrún Harðardóttir. Ljósmyndari: RagnarTh. Sigurðsson. RITSTJORN SÍÐUMULA 23, simi 27022. AUGLYSINGAR: Geir R. Andersen, simi 85320. ÓK MEÐ HANA í GEGNUM BORGINAINN A DAGBLAÐ Skyldu hænur bæjarins hafa elt? oag»i acxo - vivj« m.'im. -nmuo MHUuoAOoat vi Skreið fyrir hálfan annan milljarð óseld Margur hefði skriðið fyrir minna fé, seldur eða óseldur! AFGREIÐSLA OG DREIFING i Þverholti 11, sími 27022, pósthólf 533. Verð í lausasölu 45 kr Askriftarverð 150 kr. á mánuði, 450 kr. 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 900 kr. fyrir 26 blöd hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ágúsi Áskrift í Reykjavik og Kópavogi greiöist mánaðarlega. Um málefni neytenda er fjallað í samráði viö Neytendasamtökin. Forsíöa Tvær gervigæsir og ein uppstopp- uð. Sverrir Scheving Thorsteinsson sér gæsir koma og PLAFF!! Við skjótumst á blaðsiðu 18, þar er heil- mikið um gæsaveiðar á tveim opn- um, þaðan á 50 og lesum okkur til um hvernig gæsir eru matreiddar í eldhúsi Vikunnar. Namminamm! 37. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.