Vikan


Vikan - 16.09.1982, Side 23

Vikan - 16.09.1982, Side 23
Fjórði hluti Framhaldssaga sama sem eyðileggja starf okkar erlendis og sömuieiöis móður- fyrirtækisins. Að það taki mörg ár að kippa því aftur í lag.” „Þeir eru þegar sannfæröir.” „Þeir þurrvinda mig. Kreista hvern dropa úr uppþornuðum beinum mínum. Það tekur langan tíma áöur en þeir verða ánægðir. ” „Ekki brotna.” Muhlen var ekki áhyggjufullur, þetta var aövörun. Maas andvarpaði. „Ég iðrast einskis. Þetta var mín hugmynd. Það tekur ár, kannski tvö ár, áður en ég get hafist handa hjá þeim. Þangað til er best að fórnarlömbin þín komist ekki aö því hvað þau eru.” Muhlen brosti. Það var sjald- gæft þegar hann átti í hlut. „Þaö er enginn möguleiki á að þau kom- ist að því. Sum eru jafnvel sak- laus. Og þau mótmæla því hærra; því hærra, því betra. Við erum búnir aö yfirfara þetta, þú og ég. Hafðu ekki áhyggjur. Agnið verður vel útilátið. Þú færð stuðning fram írauðan dauðann.” Þeir sneru við og gengu til baka. Báöir voru hugsandi, báðum þótti fyrir því að vera aö fara burt úr hjarta hins heillandi gamla bæjar- hluta. Hershöföinginn sagði: „Þér finnst ekki of mikið ríða á Cor- bett?” „Pierre? Hann hefur komið að góðu gagni. Hann er lykilmaður- inn milli mín og Bandaríkja- manna. Hann ber þungann. En hann er öruggur. Hann hefur tals- verða reynslu og skýra hugsun. Mér skilst á honum að Banda- ríkjamenn séu búnir að finna öruggt hús fyrir utan London. ’ ’ „Ef Bandaríkjamenn komast að því sem hann er í rauninni að gera þá er hann dauður.” „Hann þarf bara aö þrauka í fá- eina daga enn. Ég held að hann eigi eftir aö starfa löngu eftir þessa aðgerð.” „Ég er sammála, við þörfnumst hans enn eftir þessa aögerð. Hann er of dýrmætur til að glatast. ’ ’ „Já, hann er það. Hann er ein- stefnumaður. Það veröa engin vandræði svo framarlega sem ekkert dreifir huga hans. Ekki úr þessu. Hann hefur gildar ástæöur til að fara til London án nokkurra skýringa. París er fyrsta flokks blekking.” „Ég get ekki annað en endurtek- ið það,” sagði Muhlen hershöfð- ingi, „að við munum sakna þín. Það gæti verið skynsamlegt að þú tækir þér stutt frí. Auðvitað ekki of langt. Úr þessu vil ég ekki að hversdagsleg viðfangsefni mæöi á þér. Þaö er margt sem þú þarft að æfa. Heidel getur hlaupið í skaröið fyrir þig. Þaö ætti að fullnægja hé- gómagirndhans.” „Ég hélt ekki að ég kæmi svona fljótt aftur. Ég færði þér súkkulaði.” Gamla konan brosti. „Ég fæ martröö af því.” Tammy setti súkkulaðið frá sér, dró stólinn nær. „Þú sagðist hafa eitthvað að segja mér. ” Dökk augun urðu þegar í staö flöktandi, beinaberar hendurnar gripu í sængurfötin. Tammy var búin að komast að því að þessi við- brögö þýddu að hún færi undan í flæmingi. „Ég lá hérna og hugsaöi um þetta. Það er það eina sem ég hef aö gera nú orðið. Þaö er ekkert annaö. Heldurðu að það skipti miklu máli fyrir Jimmy að vita hverjir foreldrar hans voru?” „Það skiptir hann miklu.” „Eftir öll þessi ár?” I öll þessi ár. í svipin skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr, ýmissa hluta vegna.” „Það væri betra fyrir hann ef hann vissi það ekki.” Tammy stóð á fætur. „Frú Duncan. Ég er komin langt að og það varst þú sem sendir eftir mér.” „Sestu, sestu niður, vina mín.” Beinaberir fingurnir bönduðu í átt að stólnum. Tammy settist aftur, treglega. „Það er satt,” sagði frú Dun- can, „að við þekktum ekki föður Jimmy. Við gerðum það aldrei. Ekki allt frá byrjun.” Tungan skaust yfir skorpnar varirnar. Augun voru aftur orðin flöktandi en hendurnar voru kyrrar, héldu í rúmfötin eins og þau væru björgunarlína þegar hún bætti við: „En við vissum um móður hans.” „Vissuð þiö hvað hún hét?” „Birch. Dóra minnir mig að það hafi veriö.” „Þú manst það enn, eftir öll þessi ár ? ” Tammy var tortryggin. Það var eitthvaö í fari gömlu kon- unnar sem hún kunni ekki við. „Aleiga mín er hérna. Hér dey ég svo allar mínar eigur eru hér í herberginu. Opnaðu skápinn þarna. Þar er kassi.” Tammy þreifaði inn í grunnan skápinn. Þetta var skjalakassi með festingu. Hún rétti Emily Duncan hann en hún sagði: „Ég ræö ekki við þetta. Einhvers stað- ar á botninum á að vera biátt um- slag. Taktu það upp fyrir mig, vin- an.” Búnt af gömlum sendibréfum, fáeinar ljósmyndir í Kodak-um- slagi. Öllu var haldið saman með klemmu og þegar Tammy fór í gegnum dótið fannst henni hún vera að snuðra í aumkunarverðu, grunnfæru lífi gömlu konunnar sem horfði á hana, reist upp við koddana. Einhvern veginn var þessi tötralegi litli kassi og fátæk- legt innihaldiö táknrænt fyrir allan tilgang margra og oft innan- tómra ára Emily Duncans. Það var sorglegt að Jimmy skyldi ekki hafa skipt hana meira máli; það hefði vel getað gert gæfumuninn fyrir þau bæði. Það var líkt og n r r . r r. r ■ - r-_ _ r- ' i--- r r ~ r- r' Svona nú, kœru samlandar. Ég vinn bara mina vinnu eins og hver annar. //_3 © Bvus Þú verður bara að taka þvi góði. Vlð eigum bara bakkaðar hundasúrur í dag. 37. tbl. VIKan Z3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.